Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 6
Vinnukvöld á Akureyri. lenskra berklasjúklinga og vildi landsþingið stefna að því að félögin fjögur „myndi bandalag sín á milli til þess að skipuleggja og samræma bar- áttuna fyrir auknum rétti og bættum hag öryrkjanna í land- inu.“ Loks var kjörin fyrsta sam- bandsstjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra og var hún þannig skipuð: Forseti: Emil Andersen, Ak- ureyri, varaforseti: Theodór Jónsson, Reykjavík, gjaldkeri: Zophonías Benediktsson, Reykjavík, ritari: Ólöf Rík- arðsdóttir, Reykjavík, og með- stjórnendur: Trausti Sigur- laugsson, ísafirði, Valgerður Hauksdóttir, Hveragerði, Björn Stefánsson, Siglufirði, Sveinn Þorsteinsson, Akureyri, og Helgi Eggertsson, Reykja- vík. Var ákveðið að þrír menn, forseti, gjaldkeri og ritari, skipuðu framkvæmdaráð þar til framkvæmdastjóri hefði ver- ið ráðinn. Félög stofnuð í Bolungarvík og Vest- manna- eyjum Stofnun landssambandsins hef- ur greinilega haft áhrif víða um land því seinna um sumarið voru stofnuð tvö ný félög. Annað þeirra var stofnað 15. desember í Vestmannaeyjum og laut forystu Ástgeirs Ólafs- sonar, Ása í Bæ. Hitt var stofn- að 5. september í Bolungarvík en fyrsti formaður þess var kjörinn Kristján Júlíusson. 1960 Félag stofnað á Húsavík Enn fjölgar félögunum því þann 20. júní komu 30 manns saman á fund á Húsavík og stofnuðu Sjálfsbjargarfélag. Formaður var kjörinn Jón Þór Buch. Félögin eru nú orðin átta talsins og félagsmenn þeirra hátt á fjórða hundraðið. Bjargá Akureyri reist Starfsemi margra félaganna komst fljótlega vel á Iegg. Stofnþingið var varla liðið þeg- ar farið var að byggja yfir starf- semi Sjálfsbjargar á Ákureyri. Áhvítasunnu 1960varvígt nýtt félags- og vinnuheimili sem hlaut nafnið Bjarg. Húsið var 195 fermetrar að stærð og kost- aði nálega 600.000 krónur í byggingu. Meginhluti hússins var stór salur og í honum blómstraði fljótlega félagslíf og föndur. 2. lands- þingið Það ríkti gleði meðal fundar- manna á 2. landsþingi Sjálfs- bjargar á Akureyri yfir því að hægt skyldi að halda það í eigin húsnæði þessa unga félags. Þegar þingfulltrúar litu til baka yfir fyrsta starfsárið varð fyrst fyrir augum fjárskorturinn sem hamlar allri starfsemi félag- anna. Samt vakti dugnaður fé- laganna á Akureyri og ísafirði bjartsýni á möguleika samtak- anna í framtíðinni. Á þinginu var margt rætt um hagsmunamál fatlaðra og fjár- mál samtakanna. Voru sam- þykktar ályktanir um að skora á yfirvöld að breyta reglum um Erfðafjársjóð á þann veg að hann styrkti framvegis bygg- ingu vinnu- og félagsheimila öryrkja með því að leggja fram 40% stofnkostnaðar. Einnig var hvatt til þess að sett yrði 6 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.