Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 12
Hús keypt á Húsavík. Sjálfsbjörg festi í sumar kaup á neðri hæð
hússins Snælands sem er nr. 12 við Árgöfu. Verður húsnæðið notaðfyrir
vinnu- og félagsheimili.
ur grundvöllur verndaðra
vinnustofa með því að ríki,
bæjarfélag og samtök ör-
yrkja á hverjum stað standi
að jöfnu undir kostnaði,
að tryggður verði fjárhagsleg-
ur grundvöllur sjúkraþjálf-
unarstöðva, sem og ann-
arra greina endurhæfingar-
málanna,
að bótaréttur öryrkja, sem
þurfa að dvelja langdvölum
í sjúkrahúsum eða dvalar-
heimilum verði aukinn svo
að nægi til fullra fram-
færslu.
1968
Fatlaðir fá
undanjtágur
vegna bfla-
stæða
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur veitt samþykki sitt til
þess að úthlutað verði merkj-
um sem veita mikið fötluðum
ökumönnum undanþágu frá
gildandi ákvæðum um bifreiða-
stöður. Merki þessi verða um
12 x 18 sm að stærð, með bók-
stafnum „P“ í hvítum lit á blá-
um grunni, ásamt skrásetning-
arnúmeri bifreiðar og nafni
ökumanns sem undanþágan
gildir fyrir.
Veita merkin fötluðum öku-
manni heimild til að leggja bíl-
um sínum þar sem bifreiða-
stöður eru annars ekki Ieyfðar,
,,enda valdi það ekki töfum né
hættu fyrir umferðina“. Merkj-
unum verður úthlutað hjá lög-
reglustjóra samkvæmt tillögum
Sjálfsbjargar. Þá geta fatlaðir
fengið merkt og frátekin bíla-
stæði við heimili eða vinnu-
stað.
Hvað hefur
áunnist
á 10 ámm?
Á þessu ári er áratugur liðinn
frá stofnun fyrstu Sjálfsbjarg-
arfélaganna. Af því tilefni var
haldið afmælismót á Hólmavík
með þátttöku allra félaganna
sem nú eru 10 að tölu með 873
félaga og yfir 700 styrktarfé-
laga. Á tímamótum tíðkast að
litið sé um öxl og reynt að meta
hvað hefur áunnist. Það var
gert í ársritinu og Theodór A.
Jónsson formaður landssam-
bandsins svarar spurningum
ritstjórnar.
Hann nefndi þann félagslega
ávinning að félögin hefðu
megnað að rjúfa einangrun
fjölmargra fatlaðra. Félögin
hefðu haldið uppi þróttmiklu
starfi og sex af tíu ættu húsnæði
Plastverksmiðja á Akureyri. Viðbyggingin við Bjarg á Akureyri er
nú komin í gagnið og hefur verið sett þar upp plastverksmiðja. Hófstfram-
leiðsla á tengidósum og öðrum hlutum fyrir raflagnir þar í sumar. Myndin
var tekin þegar plastvélinni var komið fyrir á sínum stað.
12 SJÁLFSBJÖRG