Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 32

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 32
Sjálfs- bjargarfélög hjjótaarf Á afmælisárinu hlotnaðist tveimur Sjálfsbjargarfélögum arfur. Guðrún Haraldsdóttir sem bjó að Álfaskeiði 64 í Hafnarfirði arfleiddi Sjálfs- björg í Reykjavík og nágrenni að eigum sínum. Og í Vest- mannaeyjum hlutu Sjálfsbjörg og Ægir, íþróttafélag fatlaðra arf eftir Petru Júlíusdóttur sem lést á árinu. Petra var einn af stofnendum Sjálfsbjargar í Vestmannaeyjum. Arfleiðsla af þessu tagi kem- ur sér ákaflega vel fyrir félögin sem hennar njóta og styrkir þau í baráttunni fyrir bættu lífi fatlaðra. Alltaf er nóg að gera á þeim vettvangi og allur stuðn- ingur því kærkominn. Þessi tvö dæmi eru ekki þau einu um slíka arfleiðslu og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra er þakklátt öllum þeim sem stutt hafa starfsemi samtakanna með arfleiðslu allt frá fyrstu tíð. Viðgerð á sundlaug lokið. Um leið og séð varð hversu góðar undir- tektir Landsátakið hlaut hjá landsmönnum var hafist handa við nauðsyn- legustu viðgerðir og úrbætur í Sjálfsbjargarhúsinu. Viðgerð á sundlaug- inni er lokið og uppsetning viðvörunarkerfis vegna eldhættu langt komin þegar þetta er skrifað. Frumherjar fagna. í lokin á þessum annál er ekki úr vegi að minnast nokkurra frumherja sem á þessari mynd eru komnir saman haustið 1966 í hófi sem haldið var í tilefni af því að þann dag var tekin fyrsta skóflustungan að Sjálfsbjargarhúsinu. Frá vinstri eru: Eiríkur Einarsson, þáverandi gjaldkeri landssambandsins, Zophonías Bene- diktsson, varaformaður landssambandsins, Ragnheiður Árnadóttir, Jón Þór Buch, formaður félagsins á Húsavík, Heiðrún Steingrímsdóttir, formaður félagsins á Akureyri, og Ingibjörg Magnúsdóttir, formaður félagsins á (safirði. 32 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.