Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 34

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 34
Minning Thedór A. Jónsson Fœddur 28. júní 1939 — Dáinn 7. moí 1989 Mikilhæfur maður er horfinn á braut. Theodór A. Jónsson fæddist á Stað í Staðardal, Steingríms- firði, annar sonur hjónanna Helgu Tómasdóttur og Jóns Sæmundssonar, bónda og hreppstjóra. Þegar Theodór var á barnsaldri fluttist fjöl- skyldan inn á Hólmavík og Jón hóf störf hjá Kaupfélaginu þar. Fljótlega upp úr fermingu fór Theodór í sumarvinnu suður í Brautarholt á Kjalarnesi. Það sumar fór að bera á sjúkleika hans og fór hann til lækninga á Landakotsspítala vegna þess. Þegar hann var á leið heim til sín norður á Hólmavík eftir þær rannsóknir og lækningar varð hann fyrir því óhappi að bíll sá er hann var farþegi í valt og lærbrotnaði hann í því slysi. Theodór náði sér aldrei eftir það og var í hjólastól æ síðan. Leið Theodórs lá þessu næst í Samvinnuskólann Bifröst og lauk hann þaðan prófi árið 1961. Að prófi loknu hóf hann störf hjá Tryggingastofnun rík- isins og vann þar í lífeyrisdeild allt til þess að hann tók við starfi sem forstöðumaður Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar árið 1973. Því starfi sinnti hann til dauðadags. Þann 6. janúar sama ár og Theodór tók við starfi for- stöðumanns Vinnu- og dvalar- heimilis Sjálfsbjargar giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Elísabetu Jónsdóttur. El- ísabet átti tvö börn, Bjarna og Kristínu, sem Theodór gekk í föður stað og þótti mjög vænt um. Síðustu þrjú ár ævi sinnar bjó Theodór í Sjálfsbjargar- húsinu í Hátúni 12, Reykjavík. Theodór var mikilhæfur og afkastamikill félagsmálamað- ur. Hann stóð frá stofnun Sjálfsbjargar í eldlínu barátt- unnar fyrir breyttu þjóðfélagi og bættum hag fatlaðra. Theo- dór var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í 34 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.