Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Side 5

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Side 5
Við setningu Sjálfsbjargarþings. Þrír lykilmenn frá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, f.v.: Sigurður Björnsson, Hannes Sigurösson og Arnór Pétursson. vanda vegna fötlunar hafi mannsæm- andi framfærslu. Æ oftar, í ræðu, riti, og með laga- og reglugerðarbreytingum, hafi stjórnmálamenn sýnt af sér það miskunnarleysi, að hætta að viður- kenna, þann umframkostnað sem hlýst af fötlun. Arið 1971 þegar tekjutryggingu var komið á, var hún hugsuð sem tímabund- in ráðstöfun til að brúa það bil, sem myndaðist þar til að lífeyrissjóðir færu að greiða mannsæmandi eftirlaun til þeirra sem unnið hefðu 35 til 40 ára starfsævi. Þar var ekki hugað að öryrkj- um sérstaklega, sem eiga oft og tíðum mun styttri ef þá nokkra starfsævi á al- mennum vinnumarkaði. Síðan þá hefur vægi lífeyrisins - ár frá ári - alltaf minnkað en vægi tekjutryggingar í framfærslunni aukist. Félags- og efna- hagslegur aðbúnaður öryrkja er í mörgu tilliti mun erfiðari en annarra þjóðfé- lagshópa. Sjálfsbjörg hefur bent á þá staðreynd í áraraðir. Að lokum sagði Guðríður það kröfu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, að örorkulaun verði ætíð greidd af rík- inu, þannig að aldrei komi til þess, eins og hjá nágrannaþjóðum okkar, að fatl- aðir gerist flökkufólk á milli sveitarfé- laga. Nýtt félag í Sjálfsbjörg Að þingsetningu lokinni fluttu þing- fulltrúar sig um set í Hátún 12 og hófu venjubundin þingstörf. Meðal þess fyrsta sem tekið var fyrir var umsókn Félags heilablóðfallsskaðaðra um inn- göngu í Sjálfsbjörg, lsf. Var hún sam- þykkt einróma og markar þessi inn- ganga nokkur tímamót því FHBS er fyrsta félagið sem gengur í Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra sem ber ekki nafnið Sjálfsbjörg. Fulltrúar Félags heilablóðfallsskaðaðra á þessu fyrsta Sjálfsbjargarþingi félagsins voru Hjalti Ragnarsson og Haraldur Steinþórsson. Kristín Jónsdóttir formaður kjör- bréfanefndar gerði síðan grein fyrir störfum nefndarinnar. Kjörbréf voru frá 12 félögum en vantaði frá 4 félögum: Vopnafirði, Vestmannaeyjum, Stykkis- hólmi og Höfn í Hornafirði. Að vanda fluttu formaður, Guðríður Olafsdóttir, og framkvæmdastjóri, Sig- urður Einarsson, skýrslu um starfið frá síðasta þingi árið 1994 en á þessum tíma hefur stórt skarð verið höggvið í raðir Sjálfsbjargar við sviplegt fráfall Jóhanns Péturs Sveinssonar, sem lést hinn 5. september 1994. Farið var yfir ársreikninga sambandsins og auk þess fluttar skýrslur um starfsemina á Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Kom fram tillaga frá starfsmönnum VDS um að breyta nafni þess í Sjálfsbjargar- heimilið og var hún samþykkt sam- hljóða áður en þingstörfum lauk. Nokkrar tillögur að lagabreytingum voru bornar upp og sumar samþykktar en aðra felldar, eins og gengur og gerist. Einna mestar umræður urðu um tillögu framkvæmdastjórnar um að opna sam- tökin, þannig að ófatlaðir gætu setið í stjómum og nefndum á vegum samtak- anna til jafns við fatlaða, þó með á- kveðnum fyrirvörum. Ekki náði þessi tillaga fram að ganga í þetta sinn og var ákveðið að fresta frekari umræðum um þetta mál a.m.k. fram að næsta þingi eftir tvö ár. Framkvæmdastjórn Þá var kosið í framkvæmdastjóm og nefndir á vegum landssambandsins. Formaður framkvæmdastjómar var kos- inn einróma Guðríður Olafsdóttir. Vara- formaður er Birna Frímannsdóttir, Ar- nessýslu; gjaldkeri Ragnar Gunnar Þór- hallsson, Reykjavík; ritari Sigurður Björnsson, Reykjavík og meðstjórnandi Baldur Bragason, Akureyri. Varamenn voru kosnir Björg Kristjánsdóttir, Bol- ungarvík, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Reykjavík og Guðmundur Magnússon, Reykjavík. Síðan voru kosnir fulltrúar í 19 nefndir á vegum Sjálfsbjargar og stjórn- ir annarra samtaka og fyrirtækja sem Sjálfsbjörg á aðild að. Alls voru þetta um 60 manns og er lista yfir þá að finna í septemberblaði Klifurs 1996. Stefna borgarinnar í málefnum fatlaðra Þrír fyrirlesarar fluttu erindi um hin ólíkustu málefni: SJÁLFSBJÖRG ©

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.