Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Side 32

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Side 32
Finnskir fulltrúar á þinginu í forgrunni. Þing samtaka fatlaðra á Norðurlöndum haldið á Islandi Dagana 28. - 31. ágúst var haldið hér á landi þing „Nordisk Handikap Forbund" (NHF) sem samanstendur af samtökum hreyfi- hamlaðra á Norðurlöndum og er Sjálfsbjörg fulltrúi íslands í þeim hópi. Þinghaldið fór fram í Súlnasal Hótels Sögu og sóttu það um 80 manns frá löndunum fimm: Dan- mörku, Finnlandi, Noregi, íslandi og Svíþjóð. Mikill tími ráðstefnunnar fór í um- ræður um Evrópusambandið og svokallaða HELIOS-áætlun þess, sem fjallar um málefni fatlaðra og hvernig hægt er að tryggja jafnrétti þeirra á sem flestum sviðum gagn- vart öðrum þjóðfélagsþegnum. Einnig bar að sjálfsögðu hátt um- ræðuna um Norðurlandasamstarfið sem virðist vera að taka nýja stefnu eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóð- ar í Evrópusambandið. Danir hafa verið þar meðlimir síðan 1974 svo nú eru það bara Noregur og ísland sem standa utan við sambandið. Ekki verður öll sú umræða sem fram fór á þinginu rakin hér í smáat- riðum en látum þess í stað myndirn- ar tala. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaöra, Siguröur Einarsson, ræðir málin við formann Sjálfsbjargar í Bolungarvík, Kristínu Bjarnadóttur. Baldur Bragason fylgist með. Finn Petrén, fram- kvæmdastjóri nor- rænu nefndarinnar um málefni fatlaðra. © SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.