Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 21

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 21
Bæjarfulltrúar aö reyna fyrir sér gangstéttaleiðina í gegnum bæinn á hjólastólum. Hjóla- stólarall á Húsavík Linda, starfsmaöur íslandsbanka. Sú stofnun fékk viðurkenningu meöal annarra. Haldiö var hjólastólarall á Húsavík 16. ágúst sl. í samvinnu Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Húsavík og félags- málastjóraembættisins. Mark- miöiö meö hjólastólarallinu var aö vekja athygli á aðgengi fyrir hreyfihamlaö fólk aö fyrirtækj- um og opinberum stofnunum í bænum. Fimm hjólastólar vom á ferð- inni allan daginn. Forsvarsmenn fyrirtækja og opinberra stofnana, sem höfðu skráð sig til leiks, fengu tækifæri til að kynnast af eigin raun hvernig það er fyrir fólk í hjólastól að sækja þjónustu og sinna erindum í þeim fyrir- tækjum og stofnunum sem þeir eru í forsvari fyrir. Bæjarstjómar- fulltrúar fengu einnig að setjast í hjólastóla og spreyta sig við að komast hjálparlaust í gegnum bæ- inn og að sundlauginni. Þar lauk rallinu á að forstöðumaður sund- laugar reyndi að komast inn í sundlaugina án aðstoðar. Að- standendur rallsins vissu að það myndi ekki ganga þrautalaust, en vildu vekja sérstaka athygli á brýnni nauðsyn þess að aðgengi þar yrði lagfært. Fosrtöðumanninum tókst að lok- Rúnar forstöðumaöur sundlaugarinnar reynir aö komast inn um bakdyr á vinnustaö sínum. um, með miklum bamingi og eftir króka- gengi leiðum, að komast inn í sundlaugina. unum Guðríður Ólafsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, veitti 6 fyrirtækjum viður- kenningu fyrir gott aðgengi. Þessi fyrirtæki voru: KÞ Matbær, KÞ Naustagil, Islandsbanki, Póstur og sími, Verkalýðsskrifstofurnar og Heilsugæslan. Sundlaug Húsavík- ur var hinsvegar úthlutað skammarverðlaununum „Þrándi í Götu“. Hjólastólarallið á Húsavík þótti takast með miklum ágætum og ætlunun er að það marki upp- hafið að hjólastólaralli á landsvísu. Formönnum Sjálfsbjargar á Akur- eyri og Vopnafirði voru sendar á- skoranir um að halda hjólastólarall að ári hjá sér og þeim tilmælum jafnframt beint til þeirra að senda slíkar áskoranir áfram til ná- grannasveitarfélaga þar sem Sjálfsbjargarfélög em starfandi, og svo koll af kolli þar til rall hefur verið haldið hringinn í kringum landið. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra vill þakka félagmálastjóra og Sjálfsbjörg á Húsavík fyrir þetta lofsverða frumkvæði, sem von- andi á eftir að skila sér í bættu að- fyrir alla að fyrirtækjum og stofn- um allt land á komandi árum. SJÁLFSBJÖRG tí

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.