Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Síða 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Síða 12
Hjálpartœki Hertar reglur, stirðara viðmót Hjálpartœkjamiðstöð Tryggingastofnunar kefur einokun á þjónustu og Þeir sem þurfa aö reiða sig á hjálpartæki til þess að lifa líf- inu hafa rekið sig á það upp á síðkastið að starfsmenn Hjálpar- tækjamiðstöðvar Tryggingastofn- unar eru farnir að beita meira að- haldi en áður. Stundum birtist það með afar undarlegum hætti eins og Sigurður Björnsson launafull- trúi á vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar kann sögur um. - Eg heyrði af SEM-félaga sem var á dögunum að sækja um að fá rafmagnshjólastól af því hann vildi geta verið úti við. Hann var spurður að því hvort hann ætti ekki bíl, hvort það væri ekki nóg. Þetta er dæmigert fyrir þá tilhneigingu sem virðist vera í gangi. Annað dæmi er sú regla að íbúar hér á dvalarheimilinu fá ekki að eiga hjálpartækin sín sjálfir. Þeir fá tækin í gegnum heimilið og þau eru skráð á nafn þess en ekki viðkomandi not- anda. Ibúar hér hafa því greinilega ekki sömu mannréttindi og þeir sem búa annars staðar, segir Sigurður. Einokun á viðhaldinu Gangur mála þegar hjálpartæki eru keypt er þannig að fyrst fer við- komandi til sjúkraþjálfara sem metur þörf hans fyrir hjálpartæki. Síðan er farið með umsögn hans til Trygg- ingastofnunar sem gefur út leyfi til kaupanna og veitir fé til þeirra. Með það leyfi er farið til þeirra sem selja hjálpartæki en nú eru rúmlega 20 fyr- irtæki sem flytja inn eða framleiða hjálpartæki handa hreyfihömluðum hér á landi. viðkaldi kjálpartækja En eitt er að fá leyfi fyrir hjálpar- tækjum og útvega þau, annað er að fá þjónustu við tækin, viðhald og þess háttar, eftir að þau eru fengin. - Hjálpartækjamiðstöðin hefur einokun á viðhaldi hjálpartækja og allar viðgerðir á þeim verða að eiga sér stað á verkstæði miðstöðvarinnar í Kópavogi. Það þýðir að fólk úti á landi þarf að senda tækin þangað til viðgerðar. Og það er alveg sama hversu smávægileg viðgerðin er, hún verður að fara fram í Kópavoginum. Þjónustulundin minnkar — Þetta kemur sér bölvanlega fyrir „Það er reynt að pranga inn á fólk lélegri og verri tækjum en það þarfá að halda, “ segir Sigurður Björnsson. fólk, heldur Sigurður áfram, því verkstæðið í Kópavogi annar engan veginn öllum þeim viðgerðum sem það á að sinna. Þar er of fátt starfs- fólk. Afleiðingin er sú að tækin hrannast upp og biðtími eftir viðgerð lengist. Og það sjá allir hversu baga- legt það er fyrir fólk að þurfa að sjá af hjólastól, gervifæti eða öðru nauð- synlegu hjálpartæki vikum saman. Aður var það þannig að umboðs- menn tækjanna sinntu viðhaldinu og lögðu metnað sinn í að veita góða þjónustu því á milli þeirra ríkti sam- keppni. Svo var Hjálpartækjamið- stöðin sett á laggirnar til þess að taka við tækjunum þegar þeim er skilað. Þar var sett upp verkstæði til þess að gera tækin upp svo hægt væri að end- urleigja þau. Fyrir nokkrum árum var svo ákveðið að miðstöðin yfirtæki þjónustuna. Eftir það hefur hún versnað og þjónustulundin farið minnkandi. Þegar Hjálpartækjamiðstöðin fékk einokun á viðgerðunum var það rök- stutt með því að Tryggingastofnun ætti í raun hjálpartækin og hún þyrfti að hafa betri yfirsýn yfir þau. En ég trúi því ekki að þetta sé eina leiðin til að öðlast þá yfirsýn. Tryggingastofn- un er með umboðsskrifstofur um allt land, er ekki hægt að nota þær í þessu sambandi? Núverandi kerfi er bæði þungt í vöfum og áreiðanlega kostn- aðarsamt. Hvers vegna er ekki hægt að leyfa umboðsmönnum tækjanna að annast viðhaldið og þjónustuna? A sama tíma og hert er á einokun- inni á þessu sviði er samkeppnin auk- in í hinn endann með útboðum á hjálpartækjum. Það er af hinu góða ef hægt er að ná niður verði hjálpartækj- anna, en af hverju má ekki nýta kosti SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.