Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 4
Þau upplifa áföll, ótta, kvíða, geðraskanir, áráttu- hegðun, hræðslu, einangrun, reiði, vonleysi og skömm. Kristján Vigfússon, aðjúnkt við HR UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F JEEP COMPASS LIMITED TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 7.479.000 KR. EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX. KOMDU OG REYNSLUAKTU! Jeep rafknúnu jepparnir henta íslenskum aðstæðum um allt land JEEP RENEGADE TRAILHAWK TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.499.000 KR. ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU Einstaklega miklar Mjög miklar Miðlungs Smávægilegar Engar 27% 32% 25% 11% 5% Hve miklar áhyggjur hefur þú af loftslagsbreytingum? Byggt á 10.000 svörum 16-25 ára ungmenna um allan heim. Sextíu prósent ungmenna telja mannkynið dauðadæmt vegna hnattrænna loftslags­ breytinga. Hægt er að tala um faraldur er kemur að versn­ andi geðheilsu ungmenna, að sögn aðjúnkts við HR. Vantrú á stjórnvöld fer vaxandi. bth@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Kristján Vigfús­ son, sérfræðingur í stefnumótun og aðjúnkt við Háskólann í Reykja­ vík, segir loftslagskvíða barna og ungmenna gríðarlegt áhyggjuefni. Nýleg könnun sýni að 60 prósent ungs fólks hafi svo miklar áhyggjur að þau telji mannkynið dauða­ dæmt. „Ég hef kennt námskeið um sjálf­ bærni í mörg ár og sé marktækan mun á hvað nemendur mínir, bæði hér innanlands og í Boston, eru orðnir miklu svartsýnni frá 2007,“ segir Kristján. „Loftslagsmálin eru risastórt mál en annað og vaxandi vandamál er hvaða áhrif sú fram­ tíðarsýn sem við blasir að óbreyttu hefur á andlega heilsu barnanna okkar,“ bætir hann við. Sem dæmi um áhrif internetsins nefnir Kristján að sá sem gúgli „cli­ mate change“ eða „global warming“ fái upp fjóra milljarða af heimild­ um, fleiri síður en leitarniðurstöð­ ur þegar slegið er inn „viðskipti“, „stjórnmál“ eða „fátækt“. „Það sem er við að eiga eru stans­ lausar fréttir af heimsendaspá.“ Kristján segir að nemendur hans í námskeiði um sjálf bærni hjá HR spyrji æ oftar hvort baráttan sé ekki vonlaus. „Krökkunum finnst að þróunin sé svo langt gengin. Von þeirra liggur helst í nýrri tækni en vonbrigði þeirra eru stjórnvöld.“ Þá heyri hann æ oftar í kennslustund­ um að nemendur hans ætli ekki að eignast börn, þar sem framtíðin sé svo óviss. Áhyggjur nema í HR skera sig ekki úr frá viðhorfum ungmenna í öðrum löndum. Í nýrri alheims­ könnun, samstarfsverkefni fjöl­ margra háskóla, sögðust 75 prósent ungmenna á aldrinum 16­25 hafa áhyggjur eða miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Kristján segir að í raun telji um 60 prósent ungmenna mannkynið dauðadæmt. „Þau upplifa sig valdalaus,“ segir Kristján. „Þau upplifa áföll, ótta, kvíða, geðraskanir, áráttuhegðun, hræðslu, einangrun, reiði, vonleysi og skömm.“ Kristján segir að stjórnvöld verði að bregðast við með auknum krafti. „Þetta er að verða faraldur og mun bitna á geðheilsu núverandi og komandi kynslóða. Loftslagsmálin eru nógu kvíðvænleg ein og sér en afleiðingar kvíðans einar og sér eru líka grafalvarlegt mál.“ Hann bendir á að á sama tíma sé rifist um hvort sálfræðiþjónusta og þjónusta fagaðila á þessu sviði eigi að vera niðurgreidd eða ekki. „Við erum kannski að tala um stærsta markaðsbrest sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Hið kapít­ alíska hagkerfi ræður ekki við verk­ efnið. Það er þörf á aukinni mið­ stýringu. Ríkið þarf að stíga fastar inn og setja sérstaklega fyrirtækjum fastari skorður.“ Áhersla f y rirtækjanna sé á skammtímauppgjör, hagnað. „Þess vegna verða stjórnvöld að stíga inn, fyrirtækjunum er einum og sér ekki treystandi til að leysa þennan vanda.“ ■ Loftslagskvíði nemenda í háskólum og framhaldsskólum orðinn faraldur Rauður þráður í áhyggjum íslenskra nem- enda er vantrú á stjórnvöld. Myndin er af rík- isstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem mynduð var undir lok síðasta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR jonthor@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Í skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er nýtt samræmt sorphirðu­ kerfi lagt til. Tillögurnar eiga við um öll heim­ ili á höfuðborgarsvæðinu og varða úrgang sem yrði skipt í fjóra flokka. Ættu því heimili að flokka úrgang sinn í lífrænan eldhúsúrgang, blandað heimilissorp, pappír og pappa, og plastumbúðir. Þá er lagt til að grenndargámar verði fleiri. Vonast er til að aðildarsveitar­ félög SSH ljúki umræðu og nái niðurstöðu um tillögurnar á næstu vikum. ■ Innleiði nýtt kerfi fyrir sorpflokkun Heimilissorp. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is VEIÐAR Börkur NK kom til Seyðis­ fjarðar í vikunni með fullfermi af loðnu, alls rúmlega 3.400 tonn. Líklega hefur loðnuskip aldrei fært jafnmikinn afla að landi, segir í frétt Síldarvinnslunnar. Börkur landaði 3.200 tonnum fyrir tveimur vikum. Það er ekki hægt að kvarta yfir slíkum aflabrögðum,“ sagði Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri við SVN. Aðeins þrjú skip í f lotanum geta komið með álíka af la að landi, systurskipið Vilhelm Þorsteinsson EA og Beitir NK. ■ Lönduðu á fjórða þúsund tonnum adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Enn er óák veðið hvernig valið verður á framboðs­ lista Sjálfstæðisf lokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ákvörðun sem samþykkt var á stjórnarfundi í Verði stuttu fyrir jól, um leiðtogapróf kjör og upp­ stillingu, hefur enn ekki verið staðfest af fulltrúaráði f lokksins í Reykjavík, en ekkert varð af fundi fulltrúaráðs sem til stóð að boða 4. janúar. Þá hefur stjórn Varðar heldur ekki komið saman síðan fyrir jól, til að ákveða hvert framhaldið verður, en í kjölfar mikils þrýstings frá f lokksfólki hefur verið boðað til stjórnarfundar á fimmtudaginn. Eins og Fréttablaðið greindi frá vakti fyrrnefnd ákvörðun stjórnar Varðar mikla reiði, bæði vegna þess hvernig hún var borin upp á fundi, stjórnarmönnum að óvörum, en einnig vegna sterkrar próf kjörs­ hefðar í f lokknum. Flokksmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við lýsa stöðunni þann­ ig að algert stjórnleysi hafi ríkt hjá Verði undanfarnar vikur enda f lestir aðrir f lokkar búnir að boða prófkjör eða annars konar f lokks­ val og barátta frambjóðenda farin af stað. Á meðan ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig valið verður á lista bíður f lokksfólk sem hyggur á framboð í Reykjavík átekta uns málin skýrast. Líklegast þykir að á fundinum á fimmtudag verði ákveðið að falla frá fyrri áformum og lagt til að fram fari hefðbundið prófkjör. ■ Enn óvissa um val á framboðslista hjá Sjálfstæðisflokknum Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 Fréttir 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.