Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 16
Hann er nú kominn
með mildri tvinn-
tækni sem hjálpar upp-
taki og minnkar eyðslu
Grunnverð: 4.690.000 kr.
Hestöfl: 158
Tog: 270 Nm
Hröðun 0-100 km: 9,9 sek.
Hámarkshraði: 190 km
CO2: 156 g/km
Eyðsla á 100 km: 6,2 lítrar
L/B/H: 4.425/2.084/1.625 mm
Hjólhaf: 2.665 mm
Farangursrými: 479 lítrar
Eigin þyngd: 1.502 kg
Dráttargeta: 1.800 kg
Nissan Qashqai
KOSTIR
n Vel búinn
n Aðgengi
GALLAR
n Upptak
n Aðeins ein vél
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall
@frettabladid.is
Þriðja kynslóð Nissan Qash
qai er nú komin á markað
en fyrsta kynslóðin kom á
markað árið 2007 og hratt
þá af stað bylgju jepplinga
með fólksbílalagi. Sex árum
seinna kom önnur kynslóð
bílsins og undirritaður hefur
átt tvo slíka. Góð reynsla
hefur verið af þeim bílum og
því athyglisvert að sjá hvað
Nissan hefur gert með nýja
módelinu.
Nýr Qashqai er mikil breyting frá
fyrri kynslóð þótt það sjáist ekki
endilega útlitslega, en Nissan hefur
eflaust viljað halda í formúlu sem
virkar. Við sjáum reyndar breyttan
framenda með díóðuljósum og
stærra grilli og meira hjólhafi.
Dísilvélarnar eru búnar að kveðja
og komin er 1,3 lítra bensínvél
með forþjöppu sem skilar 158
hestöflum. Auk þess er bíllinn nú
kominn með mildri tvinntækni
sem hjálpar bílnum í upptakinu
og minnkar eyðslu. Bíllinn er enn
fáanlegur með sex gíra bein-
skiptingu en þannig fæst hann
aðeins með sérpöntun. Flestir
munu eflaust kjósa sjö þrepa
CVT-sjálfskiptinguna en þannig
var reynsluakstursbíllinn útbúinn.
Um vel búna Tekna-útfærslu var að
ræða með fjórhjóladrifi.
Að innan er bíllinn mikið
breyttur og munar þar mest um
nýtt upplýsingakerfi. Fyrir framan
ökumann er nú 12 tommu mæla-
borðsskjár og í miðjustokki nýr, 9
tommu upplýsingaskjár. Í stað þess
að sitja í miðjustokknum miðjum
er hann nú hærra uppi og því auð-
læsilegri. Miðstöðvarstokkar eru
nú fyrir neðan skjáinn, sem er mun
skýrari og fljótvirkari en áður.
Kannski er samt mesta breytingin
á innanrými fyrir aftan framsæti
en meira fótarými er í nýja bílnum,
þökk sé aðeins meira hjólhafi. Auk
þess eru hliðarhurðir með óvenju-
góðri opnun og opnast heilar 90
gráður sem gerir aðgengi í bílinn
með besta móti. Farangursrými
hefur einnig stækkað þótt það nái
ekki að verða það besta í f lokkn-
um, þá er það með hólfaskiptingu
og þægilegra í notkun.
Maður situr aðeins hærra í
nýjum Qashqai og það er líka betra
útsýni þar sem mælaborð skyggir
síður á og gluggar eru stærri. Það
er frekar þægilegt að keyra bílinn
og hann er hljóðlátur, nema þegar
hann er kominn á þjóðveg en þá
heyrist aðeins frá sjálfskiptingu
og stórum 19 tommu dekkjunum.
Bíllinn liggur vel og hann gefur
ágætis tilfinningu í stýri sem er
frekar létt. Hægt er að velja um
nokkrar akstursstillingar og þá
þyngir hann meðal annars stýrið.
Vélin er kannski ekki sú kraft-
mesta í f lokknum og upptakið
gæti verið betra en á móti kemur
að eyðslan er vel viðunandi. Það
er aðeins ein vél í boði sem er
kannski helsti ókostur bílsins,
því að keppinautarnir er margir
hverjir búnir fleiri driflínum, og
þá einnig kraftmeiri tengiltvinn-
útfærslum. Von er á nýrri útgáfu
á þessu ári sem er með 1,5 lítra
bensínvél og 195 hestafla rafmótor.
Bensínvélin sér þó ekki um að
drífa bílinn áfram heldur sér hún
um að halda hleðslu á rafhlöðunni
fyrir rafmótorinn.
Grunnverð Tekna-útfærslu með
19 tommu álfelgum og glerþaki
sem staðalbúnað er 5.990.000
kr. framhjóladrifinn og með
fjórhjóladrifi kostar hann frá
6.790.000 kr. sjálfskiptur. Helstu
keppinautar Qashqai hérlendis
eru án efa Toyota RAV4 og Kia
Sportage en einnig bílar eins og
Skoda Karoq. Kostar sjálfskipt
útgáfa fjórhjóladrifins RAV4 frá
6.990.000 kr. og sambærilegur Kia
Sportage 6.990.777 kr. og þá með
dísilvél. Fjórhjóladrifinn Skoda
Karoq kostar frá 6.490.000 kr.
svo að verð Nissan Qashqai með
fjórhjóladrifi liggur þarna mitt á
milli. ■
Lengi getur gott batnað
Nissan Qashqai hefur tognað aðeins og er með meira hjólhafi og stærri hliðarhurðum en áður. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Mælaborðið er alveg nýtt með stærri upplýsingaskjáum og nýju aðgerðastýri.
Aðeins er ein vél er í boði sem er 1,3
lítra bensínvél með tvinnútfærslu
og skilar hún 158 hestöflum.Hægt er að skipta upp gólfinu í farangursrýminu sem er nú 479 lítrar.Hliðarhurðir opnast óvenjuvel og ná langt niður sem bætir aðgengi til muna.
Hægt er að velja um nokkrar aksturs
stillingar í Teknaútfærslunni.
4 BÍ L A BL A ÐI Ð 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR