Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 25
Rafmótorinn er þar
sem dísilvélin hefði
annars verið og raf-
geymirinn er undir
gólfinu svo að rými
innan í Proace EV er
ekkert minna en í dísil-
bílnum.
Grunnverð: 8.790.000 kr.
Hestöfl: 136
Tog: 260 Nm
Hröðun 0-100 km: 13,1 sek.
Hámarkshraði: 130 km
Rafhlaða: 75 kWst.
Drægi: 330 km
L/B/H: 4.959/1.920/1.890 mm
Hjólhaf: 3.275 mm
Eigin þyngd: 2.140 kg
Farangursrými: 603 l
Dráttargeta: 1.000 kg
Toyota Proace Verso EV
KOSTIR
n Gott aðgengi
n Pláss
n Verð
GALLAR
n Þungur af stað
n Ekkert aðgerðastýri
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall
@frettabladid.is
Fyrsti rafbíll Toyota er ekki
bZ4X sem væntanlegur er
á þessu ári, heldur rafdrifin
útgáfa Proace-sendibílsins í
útgáfu fyrir átta farþega. Að
vísu má deila um hvort um
fólksbíl sé að ræða, eða jafn-
vel hvort bíllinn sé yfirhöfuð
frá Toyota, því að rafdrifinn
Proace er í grunninn Peug-
eot Traveller eða Citroen
SpaceTourer og byggir á
EMP2-undirvagninum.
Bíllinn kemur í átta sæta útfærslu
og ef öll sætin eru tekin úr honum
aftur í er komið 4.900 lítra flutn-
ingsrými. Rafmótorinn er þar sem
dísilvélin hefði annars verið og
rafgeymirinn er undir gólfinu svo
að rými innan í Proace er ekkert
minna en í dísilbílnum. Þess vegna
má segja að um fjölhæfan bíl sé að
ræða fyrir þá sem þyrftu stóran bíl
og kjósa að hafa hann rafdrifinn.
Það er auðvitað hið fínasta pláss í
Proace og gildir einu hvort maður
sest fram í eða í öftustu sætaröð.
Til að komast í öftustu sætaröðina
er kippt í handfang fyrir aftan
miðjusæti og fellur þá bakið aðeins
fram. Þar sem bíllinn er stór kemur
það ekki að sök við að koma sér
aftast í bílinn. Það hlýtur að vera
dálítið út úr kú að selja bíl fyrir
rúmar 10 milljónir og hann er ekki
með aðgerðastýri, en sú var raunin
í þessum bíl. Var blaðamanni tjáð
að það væri á leiðinni en Toyota
hefði lent í einhverjum vand-
ræðum með það í fyrstu útgáfunni
og þess vegna hefði það ekki verið
í boði. Þar fyrir utan er snertiskjár-
inn í miðjustokki af minnstu gerð
eða aðeins 7 tommur og hverfur
því í mælaborð þessa stóra bíls.
Proace Verso er með drægi
allt að 330 km sem ætti að duga
flestum til daglegra nota. Reynslu-
aksturinn fór fram í talsverðum
kulda og þess vegna stóðust
væntingar um gott drægi ekki,
enda var bíllinn fljótur að hrapa úr
því 307 km drægi sem stóð í mæla-
borðinu þegar bíllinn var sóttur.
Í Proace Verso eru þrjár aksturs-
stillingar, Power, Eco og Normal.
Það er reyndar ekkert kraftmikið
við bílinn en í Power-stillingunni
skilar hann 136 hestöflum og 260
Nm togi, sem þýðir að hann er 13,1
sekúndu í hundraðið. Í Eco-still-
ingunni fer hann svo niður í 82
hestöfl og 190 Nm enda veitir ekki
af til að ná þeirri drægni sem þarf.
Í þeirri stillingu er bíllinn mjög
latur af stað og alls ekki með því
togi sem maður er vanur í raf-
bílum.
Bíllinn er nokkuð þungur í
akstri þótt hann sé léttur í stjórn-
tækjum. Hann liggur þó ágætlega
og er þokkalega lipur fyrir bíl af
þessari stærð þótt aksturseigin-
leikarnir minni stundum á járn-
brautarlest. Um tvær útgáfur er að
ræða í rafdrifnum Porace Verso,
annars vegar Live-útfærsluna
sem kostar 8.790.000 kr. og svo
nokkuð vel búinn Active Plus sem
kostar 10.190.000 kr. Keppir við
Mercedes-Benz EQV og kannski
hinn sjö manna Maxus Euniq
MPV. Mercedes-Benz EQV kostar
frá 11.990.000 kr., reyndar með
stærri 90 kWst rafhlöðu og betri
búnaði. Hinn kínverski Maxus
Euniq MPV er hins vegar aðeins á
6.690.000 kr. en kemur aðeins í sjö
sæta útfærslui. n
Rúmgóður
en svifaseinn
Um stóran bíl
er að ræða í raf-
drifnum Proace
sem hentað
gæti vel stórum
fjölskyldum.
MYNDIR/TRYGGVI
ÞORMÓÐSSON
Með öftustu sætin í notkun er farangursrýmið samt rúmir 600 lítrar.
Mælaborðið er
frekar einfalt og
þá líka skipting-
in sem er aðeins
flipi neðst í
miðjustokki.
Active Plus útgáfan er búin stórum
og vel læsilegur framrúðuskjá.
Rafmótornum
er komið fyrir
þar sem vélin
hefði annars
verið og hverfur
hann nánast
ofan í vélar-
salinn.
Pláss og aðgengi er mjög gott
gegnum rafdrifnar hliðarhurðirnar.
BÍLABLAÐIÐ 5ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 2022