Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 9
Ég var búsettur í Noregi þegar út kom bókin Den svarte vikingen eftir Bergsvein Birgisson. Sagan er í bland byggð á fræðilegum grunni og jafnframt skáldskapur. Bókina las ég í einni samfellu af áhuga og hallast mjög að því að Bergsveini hafi tekist að segja einkar trúverð- uga sögu þótt auðvitað geti verið skiptar skoðanir þar um. Bókin var síðan ágætlega þýdd á íslenskt mál undir heitinu Leitin að svarta víkingnum. Í stuttu máli um sögu- þráðinn. Hjör konungur á Ögvaldsnesi í Noregi siglir leiðangur norður með Noregi og til Bjarmalands (Síberíu) og gerir félag við innfædda um rost- ungsveiðar. Fær innfæddrar konu Ljúfvinu og eignast með henni tvo syni, Geirmund og Hámund, sem voru sagðir bæði svartir og ljótir. Sögusviðið berst einnig til Írlands og Íslands, þar sem Geirmundur verður ríkasti maður landsins. Efni sögunnar tók áratugi að safna, smábrot frá sagnfræði, fornminja- fræði, Íslendingasögum og skyn- samlegum ályktunum, sannkallað stórvirki. Hvet ég alla sem ekki hafa lesið söguna að gera svo. Það var nokkuð ritað um að gera ætti sjónvarpsmynd eftir sögunni árið 2017 en ekki veit ég hvort verð- ur af því. Allavega er sagan vel þess virði að kvikmynda hana, en verk- efnið stórt með víðlent sögusvið en hvar er hægt að komast í vöður af rostungum til að kvikmynda veiðar og síðan vinnslu hinna verðmætu svarðreipa? Hugsanlega hægt með nútíma tölvutækni. Á einum stað í sögunni segir frá Snorraskjólum nálægt Skarði á Skarðströnd. Á þessum stað er … yfirnáttúrulegt seiðmagn eða útgeislun í loftinu sem veldur því að að hver sá karl eða kona sem á leið hjá verður gripin óskýranlegum losta; körlum rís hold en konum slaknar skaut ... eins og ritað er í íslensku þýðingunni. Höfundurinn Bergsveinn reyndi þetta á sjálfum sér og holdrisið kom yfir hann. Ekki truf laði þessi frásögn mig við lestur sögunnar en norskir fræðimenn tóku upp þetta atriði þegar þeir voru spurðir um sann- fræði sögunnar enda ljóst að höf- undur gefur þarna færi á sér. Ekki truf laði það heldur lífs- kúnstnerinn og Íslandsvininn Håkon Karlsen jr. sem býr við Lyngs pollinn í Norður-Noregi, því hann sigldi með félaga sínum siglingaleið Hjörs frá Ögvaldsnesi norður allan Noreg og finnst sagan af siglingunni trúverðug. Håkon er stofnandi svokallaðra FabLab-verk- stæða sem nú eru um allan heim. Í bókinni Leitin að svarta vík- ingnum er vísað í heimild varðandi frásögnina um Snorraskjól, tilvísun númer 477 Steinólfur Lárusson og Finnbogi Hermannsson 2003. Svo bar til í jólabókaflóði síðasta árs að Bergsveinn Birgisson bar upp á Ásgeir Jónsson sem ritaði bókina Eyjan hans Ingólfs ritstuld. Ekki hef ég lesið bók Ásgeirs og fjalla því ekki beint um þann áburð. Jafnframt kom í fréttum frásögn Finnboga Hermannsonar um sam- skipti hans og Bergsveins vegna ævisögu Steinólfs Lárussonar þar sem ritað er um ofannefnd Snorra- skjól og lýsingu Bergsveins í bók- inni Svar við bréfi Helgu þar sem lýst er sama náttúrufyrirbrigði án þess að geta heimildar og Finnbogi taldi jafnvel að um ritstuld væri að ræða. Um Svarta víkinginn og Einræður Steinólfs Þetta vakti áhuga minn og varð ég mér úti um bækurnar Einræður Steinólfs sem var gefin út 2003 og endurútgáfu með inngangi, Skarð- strandarrolla og einræður Stein- ólfs, en þær bækur hafði ég ekki lesið fyrr. Báðar eru bækur þessar uppseldar í bókabúðum en fáan- legar til láns á bókasöfnum. Bækur þessar eru áhugaverðar lestrar og Steinólfur Lárusson (1928-2012) sem ævisagan fjallar um var merkur maður með hæfileika og kímni- gáfu. Ævisagan sem Finnbogi Her- mannson skráði að beiðni Steinólfs kom út árið 2003. Bæði Finnbogi og Steinólfur eru skráðir saman sem höfundar enda verkið unnið í sam- starfi þeirra. Nú er það svo að Bergsveinn skráir heimildina í bókina Leitin að svarta víkngnum en hafði ekki gert það í Svari við bréfi Helgu. Bergsveinn segist hafa haft heim- ildina beint frá Steinólfi sjálfum með þessu orðalagi löngu áður en Finnbogi heyrði hana. Það breytir því ekki að þetta orðalag fór á prent hjá Finnboga og Steinólfi 2003 meðan Svar við bréfi Helgu er ritað 2010 og fullkomlega eðlilegt að geta heimildar þar jafnt sem í Leitinni að svarta víkingnum síðar. Við endurútgáfu á Einræðum Steinólfs ritar Finnbogi ágætan formála sem hann kýs að nefna Skarðstrandarrollu. Ekki sé ég neitt athugavert við þetta og fyllir formálinn út í söguna sem kom út mörgum árum fyrr. Yfirlýsingar Bergsveins og f lestra Steinólfs- barna sem birst hafa í dagblöðum, finnst mér ekki viðeigandi og snúa þar menn upp á sig en lítillæti fyrir- finnst ekki þótt Finnbogi hafi ekki sagst hafa ætlað í siðanefnd eða dómstóla. Hvers vegna þessi hörðu við- brögð? Eru þau ef til vill vegna ásakana Bergsveins á hendur Ásgeiri Jóns- syni um ritstuld? n Hallgrímur Axelsson verkfræðingur Markaðurinn miðvikudaga kl. 19.00 Vikulegur þáttur um íslenskt viðskiptalíf þar sem farið er yr helstu viðskiptafréttir vikunnar ásamt öðru því sem hæst ber í efnahagslínu hverju sinni. Þættinum stýra þau Helgi Víll Júlíusson, Magdalena Anna Torfadóttir og Elín Hirst. ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.