Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
tsh@frettabladid.is
Hinn tíu ára gamli Auðunn Sölvi
Hugason er með mörg járn í eld-
inum en auk þess að stunda nám í 5.
bekk við Setbergsskóla ritstýrir hann
sínum eigin fréttavef undir nafninu
Skólafréttir. Auðunn er búinn að
halda Skólafréttum úti síðan í októ-
ber í fyrra en faðir hans, Hugi Hall-
dórsson, hjálpaði honum að setja
upp vefinn.
„Ég byrjaði með skólablað í skól-
anum mínum en svo hætti ég með
það því það var ekki nógu umhverf-
isvænt,“ segir Auðunn spurður um
hvernig hugmyndin hafi kviknað.
„Þá kom hugmyndin að því að smíða
einhvern vef, svona fréttavef. Þá tók
ég nokkra daga í að byggja hug-
myndina upp og svo kom sú hug-
mynd að fá fréttir frá krökkum.“
Hugmyndin með Skólafréttum
er að krakkar víða um land geti
sent inn fréttir úr skólastarfi sínu
sem Auðunn mun svo birta á skola-
frettir.is. Auðunn byrjaði að lýsa eftir
fréttum á sunnudag og segist þegar
hafa fengið nokkur fréttaskot.
„Við fengum nú eina frétt frá
Árskóla á Sauðárkróki, já og smá frá
Setbergsskóla. En svo erum við aðal-
lega með svona jákvæðar og hressar
fréttir. Núna svolítið svona almennar
fréttir til að halda lífinu uppi en svo
fara að koma fleiri fréttir frá skólum.“
Auðunn er sannarlega maður
margra hatta því auk blaðamanna-
ferilsins stundar hann einnig leiklist.
Hann lék til að mynda í leikritinu
Mamma klikk! eftir Gunnar Helga-
son í Gaflaraleikhúsinu og fer með
hlutverk í sýningunni Umskipting-
ur eftir Sigrúnu Eldjárn sem verður
frumsýnd síðar í mánuðinum.
Hefurðu tíma fyrir þetta allt, er
ekki rosa mikil vinna að standa í
þessu öllu?
„Jú, þetta er svolítil vinna en
stundum á ég ekki að mæta á æfingar
fyrr en klukkan ellefu og þá nýti ég
morguninn aðeins í þetta.“
Spurður um hvort hann stefni
frekar á blaðamennskuna eða leik-
listina í framtíðinni segist Auðunn
vilja halda báðum dyrum opnum.
„Það er örugglega einhvern veginn
hægt að gera bæði!“ Krökkum sem
hafa áhuga á að senda fréttaskot til
Skólafrétta er bent á að hafa sam-
band við Auðun á netfangið skola-
frettir@skolafrettir. is. ■
Tíu ára ritstjóra vantar fréttaritara
Nýtt ferðalag um ævintýra-
eyjuna Tulipop hefst í dag
með þrettán þátta teikni-
myndaseríu í Sjónvarpi
Símans þar sem áhorfendur
fá að kynnast sveppasystkin-
unum Búa og Gló og Fredda
og Maddý sem öll eru góðir
vinir þótt ólík séu.
svavamarin@frettabladid.is
„Eldfjallaeyjan Tulipop er lauslega
innblásin af Íslandi þar sem hver
þáttur færir íbúum eitthvað óvænt
og spennandi með vináttu að leiðar-
ljósi,“ segir Helga Árnadóttir, eigandi
Tulipop, og bætir við að þáttaröðin
sé bæði fyndin og skemmtileg með
fjölbreytileikann í forgrunni.
„Við vildum endilega fá krakka til
að tala fyrir krakkapersónurnar og
komu um 500 krakkar í prufurnar,
sem var ótrúlega gaman, sem og
hvað þau voru hæfileikarík,“ segir
Helga en fyrr í vetur var auglýst eftir
röddum átta til tólf ára krakka .
Krefjandi reynsla
Fjórir krakkar hrepptu síðan jafn-
mörg hlutverk. Vilhjálmur Hauks-
son, á þrettánda ári, er einn þeirra og
talar fyrir glaðværa skógarskrímslið
Fredda.
„Ég trúði ég ekki mínum eigin
eyrum þrátt fyrir að ég vissi alveg
að það væri einhver séns,“ segir Vil-
hjálmur um tilfinninguna þegar
hann fékk hlutverkið.
Hann segir talsetningu virðast
auðveldari en hún er í raun og veru.
„Þegar maður byrjar þá er þetta
rosalega erfitt. Það tók oftast einn
klukkutíma að gera einn þátt, sem er
aðeins sjö mínútur hver,“ segir hann.
Kolbrún Helga Örnólfsdóttir sem
er tíu ára ljær Gló, hugrökku og orku-
ríku sveppastelpunni, rödd sína. Kol-
brún segir Gló passa vel upp á vini
sína og að hún sé mjög ævintýra-
gjarn og einstakur karakter.
Kolbrún segir talsetningarvinn-
una hafa verið dálítið krefjandi en
skemmtilega. „Ég er búin að gera
þetta oft og er orðin frekar vön
núna,“ segir hún glaðlega og bætir
við að hún hafi talað inn á Disney-
kvikmyndina Encanto og þættina
Blæju, sem eru sýndir á RÚV.
„Ég er mjög mikið fyrir leiklist og
svo finnst mér líka gaman að syngja
lögin í þáttunum og heyra í mér í
sjónvarpinu þegar ég er að horfa,“
segir Kolbrún, stolt af árangrinum.
Stórt skref í ævintýraheimi
„Þetta er afar stór áfangi, að setja
þessa þáttararöð í loftið,“ segir
Helga um þáttagerðina sem hafi
tekið fjöldamörg ár. Hún bendir
einnig á að íslenskt teymi, hún sjálf
og Signý Kolbeinsdóttir hjá Tuli-
pop, hafi þróað sagnaheiminn og
þættina. „Ásamt fjöldanum öllum
af hæfileikafólki sem hefur komið
að þessu, bæði handritshöfundar,
tónlistarmenn, leikstjóri og fleiri.
Þættirnir fara núna í sýningu á
Sjónvarpi Símans og við erum einn-
ig byrjuð að gera samninga um sölu
víða um heim. Fyrir sumarið mun
norska sjónvarpsstöðin NRK hefja
sýningar auk þess sem finnska sjón-
varpsstöðin YLE hefur staðfest kaup
á þáttunum,“ segir Helga stolt. „Við
erum að vonast til að þessi íslenski
ævintýraheimur mun ná til krakka
úti um allan heim.“ ■
Tulipoparar mættir á skjáinn
Helga Árnadóttir og Signý Kolbeins-
dóttir sem teiknar ævintýraheiminn
Tulipop. MYND/AÐSEND
Ævintýri Tulipop
er skemmtileg
þáttaröð um
litríkan vinahóp
sem býr á töfra-
eyjunni Tulipop.
Á hverjum degi
gerast ný ævin-
týri á eyjunni
sem geta haft
áhrifaríkar
afleiðingar í
för með sér
en vináttu-
böndin reynast
ævinlega traust.
MYND/AÐSEND
Við vildum endilega fá
krakka til að tala fyrir
krakkapersónurnar.
Helga Árnadóttir
Auðunn Sölvi, ristjóri Skólafrétta.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
18 Lífið 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18
Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Draumarúmið
er frá Dupen
Einstaklega þægilega dýna
samtvinnuð af sjálfstæðum
vasa gormum og memory
foam.
Þú finnur draumarúmið hjá
okkur. Dupen gæðarúmin
eru með yfir 20 ára
reynslu á Íslandi.
Dupen Titanium
Klassísk dýna með gormakerfi.
Dýnan er bólstruð með
ofurmjúku lúxus teygjuefni
og mjúkum hliðum.
Fjórar stærðir í boði.
Dupen Ortopetica
Handunnin hágæðadýna
úr náttúrulegum efnum.
Fjórar stærðir í boði.
Dupen Gold
Heilsukoddi
fylgir öllum rúmum
í febrúar