Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Max hlakkar til
að finna nýja
fjölskyldu.
Dýraverndunarfélagið Villikettir
eru samtök rekin af sjálfboðaliðum
sem hafa það að markmiði að
hjálpa villiköttum með skipulegum
aðgerðum. Villikettir hópa sig oft
saman á svæðum þar sem fæðu er
að finna en sjálfboðaliðar Villi
katta hafa fangað kettina í búr, látið
gelda þá og skila þeim svo aftur
þangað sem þeir fundust eftir að
þeir hafa jafnað sig eftir geldinguna.
Einnig gefa þeir kisunum að borða
og passa almennt upp á velferð
dýranna.
„Þessar aðgerðir okkar hafa
skilað sér í því að villiköttum hefur
fækkað mikið. Þegar við vorum
að byrja komu aðallega villikisur
í búrið hjá okkur og einn og einn
vergangskisi, eins og við köllum
þá. En vergangskisur eru heimilis
kisur sem eru týndar eða hafa af
einhverjum ástæðum þvælst frá
heimili sínu,“ útskýrir Arndís.
Kisi ekki velkominn heim
Arndís segir að undanfarin fjögur
ár hafi vergangskisum fjölgað
mikið og sífellt fleiri sem komi í
búrið hjá Villiköttum.
„Við upplifðum það alltaf
þannig áður, þegar við fönguðum
vergangs kisu í búr, að þá var alltaf
gleði hjá eigendunum yfir að fá
kisuna aftur heim. Það kom einu
sinni frétt í sjónvarpinu um kisuna
Frosta sem Villikettir fönguðu og
skiluðu heim til sín eftir að hann
hafði verið týndur í tvö ár. Það var
mikil gleði þegar hann kom heim
aftur,“ segir Arndís.
„Þegar við finnum vergangs
kisur þá auglýsum við þær alltaf.
Oft fáum við ábendingar um kisur
sem hafa verið lengi á einhverju
svæði og virðast týndar. Við förum
þá með búr og náum í kisa. En því
miður er það að gerast oftar og oftar
að við fáum enga svörun þegar við
auglýsum kisurnar. Oft eru þær
ekki örmerktar og geldar. En þegar
ógeld kisa lendir á vergangi er hætta
á að nýjar villikattanýlendur mynd
ist. Í dag við erum búin að gelda
alveg óhemju mikið af villikisum
og höfum yfirsýn og þekkingu á
þeim svæðum sem við höfum verið
að vinna á. En það er óþægileg stað
reynd að vergangskisum fjölgar og
við höfum meira að segja lent í því
að þegar eigandinn finnst er kisi
ekki lengur velkomin heim til sín.“
En hver skyldi vera ástæðan fyrir
því að vergangskisum hefur fjölgað?
„Ég get svo sem bara giskað á það.
En í Covid voru margir sem tóku
að sé kött. Þeir voru kannski einir
heima að vinna eða álíka. Ég held
að það sé mikið af fólki sem gerir
sér ekki grein fyrir að það er 1820
ára skuldbinding að taka að sér
kettling,“ segir Arndís.
„Svo flytur fólk og skilur kisa
eftir, sem mér finnst óskiljanleg
hegðun. Núna síðast lentum við í
hjónum sem skildu og fóru hvort í
sína áttina og kisa var bara skilin
eftir. Fólk hefur líka flutt til útlanda
og skilið kisu eftir.“
Arndís segir að þegar sjálfboða
liðar Villikatta finna kött á vergangi
sé alltaf reynt að finna út úr því
hvort einhvern tímann hafi verið
auglýst eftir honum. Til dæmis á
Kattavaktinni eða í hópum þar sem
er lýst eftir týndum kisum.
Aflífa engar kisur
Síðasta kisa sem kom til Villikatta
er heimilisköttur sem hafði verið
á vergangi í tvö ár. Arndís segir að
þegar kettir hafa verið á vergangi
svona lengi breytist hegðun þeirra.
Þeir hætti að treysta mannfólki og
fari að hegða sér líkt og villikettir.
„Þeir koma ekki til þín, það er
ekki hægt að klappa þeim og þeir
hlaupa í burtu þegar þeir sjá fólk.
Þannig að þegar við náum þeim í
hús þá þurfa kisurnar mislangan
tíma til að jafna sig. Ég man eftir
einum kisa sem við fundum í
Borgarnesi. Það tók hann þrjá
mánuði eftir að hann var kominn í
hús að fatta að við værum allt í lagi.
Við gáfum honum að borða daglega
og nammi og dekruðum hann og
hann endaði á að verða hinn mesti
kelikisi,“ segir Arndís og brosir að
minningunni.
„Það var ákveðið frá upphafi að
við myndum ekki láta aflífa neinar
kisur. Ekki nema dýralæknir segi að
hún sé veik og ekki hægt að hjálpa
henni, en þá er það dýralæknirinn
sem ákveður það. En út af þessu
erum við með margar kisur. Við
hjálpum öllum kisum.“
Rekið af hugsjón í sjálfboðastarfi
Félagið Villikettir er rekið af sjálf
boðaliðum og enginn fær greitt
fyrir störf sín þar. Það er hægt að
gerast meðlimur í félaginu og greiða
mánaðarlegan styrk til þeirra.
„Við lifum á styrkjum frá
almenningi. Án þeirra værum
við ekki til. Það er töluvert um
að einstaklingar styrki okkur
mánaðarlega um 500 til 1.000
krónur á mánuði. Svo er einn mjög
hugsandi ungur drengur sem hefur
gefið okkur sem samsvarar and
virði einnar pitsu á mánuði. Hann
sagðist alveg eins geta gefið okkur
þá upphæð frekar en að panta
pitsu. Mér finnst það mjög flott hjá
honum,“ segir Arndís.
Villikettir starfa um allt land og
starfa í samráði við bæjarfélög víða
um landið. Félagið er með svo
kölluð kisukot þar sem kisur dvelja
á meðan verið er að meta þær, áður
en þær fara á heimili eða fóstur
heimili.
„Áður en kisurnar geta verið með
hinum kisunum þarf samt að orma
hreinsa þær og gelda. Ef enginn
svarar auglýsingu um kisurnar eru
þær settar í geldingu eftir um það
bil tvær vikur og þá geta þær verið
lausar með hinum kisunum. Þegar
við erum svo búin að finna út hvort
hún henti á heimili með börnum
eða þurfi að vera inni eða útikisa,
þá óskum við eftir fósturheimili þar
til varanlegt heimili finnst,“ segir
Arndís og leggur áherslu á að þau
vandi vel valið á heimili fyrir kis
urnar með þeirra hagsmuni í huga.
„Við hugsum fyrst og fremst
um velferð dýranna. Það er alltaf
eftirspurn eftir kisum, þó hún sé
misjöfn eftir árstímum. Ég held
að almennt séu Íslendingar miklir
dýravinir og kisur eru svo þægi
legar og sjálfstæðar. Þær biðja ekki
um mikið, bara knús og mat. Sumar
vilja að vísu ekki knús og sumar
vilja ekki láta halda á sér meðan
aðrar vilja alltaf vera í fanginu.
Við reynum alltaf að finna rétta
heimilið fyrir hverja kisu fyrir sig.“
Arndís bætir því við að lokum
að þau hjá Villiköttum vanti alltaf
góða sjálfboðaliða. Bæði í útigjafir,
til að taka kisur í fóstur eða sinna
kisum í kotum. n
Arndís segir
að vergangs-
köttum hafa
fjölgað en henni
finnst óskiljan-
leg ef fólk flytur
og skilur kettina
bara eftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Fallegar villikisur sem búa í Hafnarfirði og sjálfboðaliðar Villikatta gefa að
borða. MYND/AÐSEND
2 kynningarblað A L LT 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR