Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 6
arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Aðgerðaáætlun gegn of beldi verður lögð fram í borgar- stjórn Reykjavíkurborgar í dag. Um er að ræða 55 aðgerðir sem er ætlað að veita yfirsýn yfir verkefni borgar- innar sem beinast gegn ofbeldi, list- inn er þó ekki tæmandi og er hann einnig hugsaður sem vegvísir. „Eitt af verkefnunum sem lögð er áhersla á er að þróa fræðslu um afleiðingar vændis og leiðir til að styðja þolendur vændis sem vilja stuðning,“ segir Heiða Björg Hilmis- dóttir, formaður of beldisvarnar- nefndar. „Þarna viljum við þróa eins konar exit-plan fyrir fólk sem vill hætta í vændi en þó nokkuð hefur verið um slík mál undanfarið og viðbrögð mættu vera samhæfðari.“ Hvað varðar ungt fólk og for- varnir er lögð áhersla á fjölbreytta fræðslu alla skólagönguna um mörk, staðalmyndir, of beldi almennt og þegar börn hafa aldur til bætist við fræðsla um heilbrigð sambönd, of beldi í samböndum, kynlíf og kynferðisof beldi. „Þannig að þau þekki muninn og geti auðveldar greint á milli og viti hvert á að leita eftir ráðum og hjálp,“ segir Heiða Björg. „Farið verður yfir alla ferla um viðbrögð við grun um of beldi og teymi í hverjum skóla auk þess sem starfandi er sérstakt teymi fagfólks sem tekur á kynferðisbrotamálum sem því miður koma upp meðal grunnskólabarna í Reykjavík.“ ■ Vilja þróa útgönguleið fyrir fólk sem vill hætta í vændi Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar- innar og for- maður ofbeldis- varnarnefndar bth@frettabladid.is AKUREYRI „Nei, þetta eru engin sér- stök vonbrigði, það eru margir liðir sem lækka hjá okkur og ekki óeðli- legt að ánægja með skipulagsmál minnki vegna ágreinings um Odd- eyrina og Tónatröð.“ Þetta segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar- bæjar, en aðeins 25 prósent íbúa eru ánægð með skipulagsmál í bænum samkvæmt nýrri viðhorfakönnun Gallup. „Það eru skiptar skoðanir um mál og óánægjuraddirnar eru háværar þótt þær séu ekki almennar,“ nefnir Þórhallur sem frekari skýringu. Hann segir að vegna þéttingar byggðar hafi skipulagsyfirvöld líka fengið mikil viðbrögð um að bæjaryfirvöld séu að gera rétt. Til að mynda sé mikil ánægja hjá fag- aðilum um lóðamál. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar á Akureyri, segir vegna niðurstöðunnar að bær- inn þurfi að gera betur. ■ Óánægð með skipulagsmál á Akureyri Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR „Eðlilegt væri að aðeins þyrfti í mesta lagi einn dag til að ná þessum 9.000 rúmmetrum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en Landeyjahöfn er lokuð vegna sands. Samkvæmt Vegagerðinni gæti tekið þrjá til fjóra daga við góðar aðstæður að hreinsa sandinn. „Umhverfisdýpið er nægt sam- kvæmt þeim mælingum sem gerðar hafa verið og því bara þessi tappi í mynninu sem stoppar siglingar,“ segir Íris og bendir á að bæjarstjórn hafi margoft sagt að tæknileg geta þess aðila sem sinni dýpkun sé mjög takmörkuð og engan vegin ásættan- leg. „Það skiptir máli hversu mikið er hægt að afkasta á dag þegar veð- urgluggarnir eru fáir,“ segir hún. ■ Dýpka ekki nema veðrið sé gott Íris Róberts- dóttir, bæjar- stjóri í Vest- mannaeyjum Lagaóvissa ríkir um rekstur líkhúsa þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á vandann. Formaður Kirkjugarðasam- bandsins segir aðstöðu lík- húsa líða fyrir og vera á eftir því sem er í nágrannaríkjum. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Samband íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélög ættu ekki að vera knúin til þess að reka líkhús. Vandamál hafa komið upp í tveimur sveitarfélögum á landsbyggðinni þar sem tekist er á um rekstur líkhúss en reksturinn er hvergi skilgreindur í lögum. „Sveitarfélag ætti ekki að vera knúið til að sinna verkefnum sem því er ekki falið samkvæmt lögum. Kjarninn í sveitarstjórnarlögunum er að sveitarfélög sinni þeim verk- efnum sem þeim eru falin. Til þessa hefur rekstur líkhúss ekki verið tal- inn þar undir. Síðan geta þau valið önnur verkefni í þágu íbúanna,“ segir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sam- bandsins. Í Múlaþingi er deilt um hver eigi að reka líkhús á Egilsstöðum, sveitarfélagið, kirkjugarðurinn eða heilsugæslan sem vill losna við reksturinn. Fyrir rúmu ári kom upp sambærilegt mál í Langanes- byggð þar sem sóknarnefnd vildi losna við rekstur líkhússins í Þórs- hafnarkirkju en samdi að lokum við sveitarfélagið um áframhald. Sveitarfélögin hafa lýst yfir óánægju með lagaóvissuna. Í svari dómsmálaráðuneytis- ins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að svo virðist sem engin stofnun sé skyldug til að reka líkhús. „Ekki virðast nein ákvæði í lögum um skyldur til að reisa eða reka líkhús. Dómsmálaráðuneytið mun kanna hvort og þá hvernig slíkt ætti að koma fyrir í lögum,“ segir í svarinu. Lík eru geymd í allt að þrjár vikur í líkhúsi við 6 til 8 gráða kælingu. Á landsbyggðinni eru það yfirleitt heilsugæslur sem reka líkhús eða þá kirkjan eins og til dæmis á Akureyri og í Hornafirði. Til eru þó einka- rekin líkhús. Alls eru geymslur fyrir á þriðja hundrað lík á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu reka Kirkju- garðar Reykjavíkurprófastsdæm- anna (KGRP) líkhús í Fossvoginum og óvissan snertir það líka. „Það er enginn áhugi á að vinna að þessum málum,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri KGRP og for- maður KGSÍ, Kirkjugarðasambands Íslands. „Við höfum margsinnis vakið athygli á þessu, við ráðuneytið og Alþingi, sem hafa daufheyrst við.“ Árið 2004 bar KGSÍ þá tillögu upp við dómsmálaráðuneytið að sam- bandið tæki yfir rekstur líkhúsanna á landinu. Því var ekki svarað. Hefur beiðnin verið margítrekuð síðan. Ári seinna komu líkhúsamál inn á borð Umboðsmanns Alþingis, sem taldi KGRP ekki eiga að innheimta líkhúsgjöld þar sem líkhús væri ekki nauðsynlegur hluti af kirkjugarði samkvæmt lögum. Í þeim úrskurði stóð einnig að lög um kirkjugarða væru ekki skýr um rekstur líkhúsa. Frumvarp um breytingu á kirkju- garðalögunum var lagt fram árið 2012. Samkvæmt greinargerð var talið nauðsynlegt að setja reglur um líkhús vegna heilbrigðissjónarmiða, svo sem um stærð og lágmarks- búnað, en það tók hins vegar ekki á rekstrinum. Frumvarpið var ekki afgreitt sem lög og síðan þá hefur ekkert sambærilegt frumvarp verið unnið. Þórsteinn segir þessa lagaóvissu bitna á starfseminni. Í Fossvoginum sé reynt að hafa líkhúsið eins vist- legt og unnt er en húsið sé komið til ára sinna og svari engan veginn þeim kröfum sem gerðar séu í nágrannaríkjum. Meðal annars séu stór og vel búin líkhús í hinum höfuðborgum Norðurlandanna. Því sé ekki að fagna hér. „Öll vinnuað- staða er langt á eftir tímanum,“ segir Þórsteinn. ■ Kanna á lagaumhverfi líkhúsa vegna vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni Aðbúnaður lík- húsa er á eftir því sem gerist í nágranna- löndum enda engar reglur til. MYND/KGRP Við höfum margsinnis vakið athygli á þessu, við ráðuneytið og Alþingi, sem hafa daufheyrst við. Þórsteinn Ragn- arsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæmanna jonthor@frettabladid.is BRETLAND Boris Johnson, for- sætisráðherra Bretlands, fékk í gær skýrslu um viðburði sem haldnir voru í Downingstræti 10 er strangar samkomutakmarkanir giltu. Í henni segir að sumir viðburðanna hefðu ekki átt að eiga sér stað. Boris baðst í gær afsökunar í yfir- lýsingu. Kollegar hans á þingi kalla enn eftir afsögn hans. ■ Baðst afsökunar Boris Johnson, forsætisráð- herra Bretlands 6 Fréttir 1. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.