Lindin

Árgangur

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 4

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 4
2 undur las. Minningar gamals Skógarmanns, sýningarþáttur eftir Sigurð G-uðjónsson og ferðasaga frá Noregi með litskuggamyndum, sem Þórður Möller slutti. Veitingar voru ffam bornar. Séra Friðrik ávarpaði hátíðagesti í upphafi, en séra Magnús Runólfsson endaði með hugleiðingu. V + ++A++®++A++Ij++I'++* + Hann Geiri er óskvikinn Reykvíkingur. Hér fæddist hann og hér hefir hann alizt upp, að svo miklu leiti, sem hægt er i að tala um uppeldi, þegar hann á í hlut, og síðast en ekki sízt; hér lærði hann að tala. Ég veit ekki hvort ég á að segja ykkur hvaða viðurnefni hann hafði meðal félaga sinna, og hvers vegna. - ö - jú, £að er bezt, að ég segi ykkur það. Hann var oft kallaður Geiri vaðall. og það var vegna bess, hve óð oft á honum, þegar hann sagði frá. Það væri synd að segja að hann kynni ekki að koma fyrir sig orði, drengurinn sá. En hvort allt sem út úr honum kom gat talizt kalssisk íslenzka, læt ég ó sagt. Það var hérna um daginn að Geiri kom stormandi út úr húsinu, sem hann á heima í og stefndi beitn á drengjahóp, sem stóð hinum megin á götunni. ••Strákar, eruð þið búnir að sjá hann frænda minn, sem kom í bæinn í gær?", kallaði hann til þeirra, pegar hann var kominn í málfæri við þá. "Nei, hvað með hann?", spurðu straákarnir for*vitnir. "Ja, - baö er nú svalur fýr, maður," sagði Geiri, "ég hef nú aldrei séð annan eins voðájaka, á minni viðburðarríku ævi. Hann er ábyggilega miklu stærri en löggurnar ^érna í bænum. Hann á heima einhversstaðar austur eða vestur á landi, og hefir víst aldrei séð hvíta menn fyrr en hann kom hingað í menninguna í gær."

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.