Lindin

Árgangur

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 9

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 9
að að ýta á hann því að hann hafði ekki vitglóru til þess að stíga tíkina. En þetta fór allt í hönk hjá honum fyrst í stað, maður, því hann vildi alltaf stýra í vitlausa átt. Auðvitað fór hann margsinnis á hvínandi kúpuna og alltaf var hellingur af strákum og stelpum kominn í kring til þess að horfa á, úr því klukkan var orðin átta. Einu sinni var frændi nærri búrinn að keyra á strák, sem varð alveg hullandi vondur. Ég sagði £>á við frændai Láttu mig dobla þennan, ég er vanur að fást við svona fýra. Svo spurði ég bara strákinn hvort hann væri með pínu, og gaf honum einn lítinn og sagði honum að ef hann væri nokkuð að pumpa sig, skyldi ég dobbla hann upp úr skónum. Dreng-greyið varð auðvit- að strax eins og rotuð rotta og hypjaði sig í burtu eins og s skrugga, maður. Svo hélt frændi áfram að aka. Já, hann var sannarlega úti að aka, skal ég ykkur segja. En vitið þið svo mesta brandarann í því öllu saman, maður. í morgun hélt ég að hann væri orðinn svo klár á bátinn, að pað væri óhætt að leyfa honum að reyna eitthvað nýtt í faginu. Eg var nefnilega alveg farinn að sleppa honum og hann gat alveg hjólað einn, og ég var meira að segja búinn að hlýða honum yfir umferðarreglurnar. Svo að ég fór alveg kaldur með hann upp í Skothúsvegsbrakku og ætlaði að láta hann renna ség niður og beygja fyrir homið á frímúraratúninu og gefa merki með hægri hendinni um leið, hvaða leið hann ætlaði að fara. En hvað haldið þið að hafi komið fyrir, tegar hann var kominn á fullt span mimdi ég allt í einu eftir því, að ég hafði gleymt að kenna honum að bremsa, maður. 0g ekki nóg með það. Þegar hann er kominn neðst niður í brekkuna, á fullu gasi, haldið þið að ég sjái i>á ekki glampa á gyllta hnappa á einni löggunni, sem var að fara á vakt, og gekk þvert yfir Skothúsveginn eftir Sóleyjargötunni. Eg sé að frændi réttir út hendina, en hann hefir líklega haldið að þá mundi hjólið

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.