Lindin

Árgangur

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 13

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 13
og mændi til mín bænaraugum. Mér var næst skapi að skella upp út. En þegar ég sá skelÆingarsvipinn á andliti mýflugunnar, hætti ég við það. "Hvað er þér á höndum, væna mín?" spurði ég og reyndi að leggja alla þá ástúð, sem ég á til inn í röddina. "Mig langar til að biðja þig að hýsa mig þessa fáu daga, sem ég á eftir að lifa." "Hvernig datt þér í hug að leita til mín?" "Ég sá þig uppi í Vatnaskógi í sumar, og mér sýndist þú eitt- hvað svo góðlátlegur á svipinn, svo að ég spurði þig uppi." "Nú , já, ! Svo að þú hefur þá verið í Vatnaskógi! Er langt síðan þú fórst þaðan?" "Nei, ég fór þaðan í gæj?. Eg náði í áætlunarbílinn frá Akranesi niður við veg. En hann vildi ekki stoppa, svo að ég flaug upp á þakið og kom mér fyrir í heljarmiklum gúmíhring, sem þar var. Mér Harð svo kalt á leiðinni, að ég held, að ég sé komin með lungnabólgu." Ég komst svo við af orðum mýflugunnar, að ég gat ómöfeulega fengið af mér að neita henni um húsaskjól. Ég bjó því um hana í eldspýtnastokk á skrifborðinu hjá mér. Ég setti bómull neðst í stokkinn og svo breiddi ég bómull vandlega ofan á mýfluguna, og skommu seinna var hún fallin í væran svefn, auminginn litli. Ég vifcti hana fyrir mér dálitla stund. Ég kenndi í brjósti um þennan vesaling, sem hafði leitað á náðir mínar. Mér þótti bara verst, hvað ég gat lítið líknað henni. Ég fór samt inn í apótek og keypti slímlosandi hóstasaft og þorskalýsi, ef það mætti verða til að bjarga lífi hennar. Það var komið langt fram á kvöld, þegar mýflugan vaknaði aftur. í>egar ég varð þess var, að hún væri vöknuð, spurði ég um líðan hennar. Hún kvaðst hafa hresstst mikið, en hélt þó, að hún væri með háan hita. Mér þótti bara verst, að ég átti engan hitamæli. Ég spurði svo, hvort hún, hefði ekki lyst á að borða eitthvað.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.