Lindin

Árgangur

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 10

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 10
taka 'beygju sjálfkrafa. Loksins þegar löggan leit við var frændi kominn alveg að henni, og ég veit ekki fyrr, en þeir eru hara báðir komnir á bóla kaf í tjömina, maður. Nú, ég hleyp auðvitað af stað í einum grænum, ,til J>ess að reyna að redda þeim. En begar ég kem niður eftir eru þeir að skreið- ast upp á bakkana, alveg kol-bik-sót-svartir upp fyrir haus. Já, þeir voru laglega villtir í geiminu þá stundina, blessaðir. Jæja, svo var ekki meira með það, en frændi var kallaður fyrir umferðardómstólana, eftir að ég hafði farið með hann heim og skipt á honum. hað er að segja, látið hann hafa fata- skipti. Ég fór auðvitað með honum niður á stöð og var látinn gefa skýrslu. Ég sagði þeim þar, að þeim væri óhætt að bóka það, að þetta skyldi ekki kom fyrir aftur, því ég vissi nefni- lega að frændi rnimdi fara úr bænum fljótlega. Ég reddaði því svo þannig, að frændi slapp með að borga 500 krónur í sekt, af því að ég sagðist ekki hafa verið búinn að gefa honum próf. Svo er það með hjólið, meður, það fór auðvitað allt í klessu, og kostar aðrar 500 krónur að gera við það. En ég er búinn að segja franda það, að ég skuli sjá um það og senda honum það bara seinna vestur gegn póstkröfu. Já, svona fór nú um sjóferð þá, strákar mínir," sagði Geiri vaðall að lokum, þegar hann hafði lokið frásögronni.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.