Lindin

Árgangur

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 7

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 7
"Ja, þií ert ekki klankur, frændi, að gefa keypt hjól fyrir 500 krónur," sagði Geiri á meðan þeir voru á leiðinni upp í Pálka. "Hvað segirðu, drengur "blankur", hvað þýðir það nú eigin- lega," spurði Ketill imdrandi. "Hvað, hefurðu ekki heyrt þetta orð áður," spurði Geiri, "ekki síður undrandi. "Það þýðir víst eitthvað í áttina að vera auralaus, eða fátækur." Ketill virtist gera sig ánægðan með þessa skýringu, en hrissti höfuðið hálf-mæddur yfir þessum einkennilegu orðum, sem hann hafði heyrt í höfuðborginni. Nokkru seinna voru þeir félagarnir á heimleið. G-eiri sat á hjólinu og gerði allskonar kúnstir fyrir frænda sinn, sem horfði hugfanginn á drenginn, hvað hann var leikinn á hjólinu. Hann lét það prjóna, og stökk af baki á fullri ferð. Stóð á annari löppinni á sætinu og teygði hina hátt upp í loft. Sleppti stýrinu og snarbremsaði rétt fyrir aftan gamla konu, sem gekk um götuna, svo að aumingja Ketill var með öndina í hálsinum af hræðslu. "Ég er alveg viss um, að ég get aldrei lært þetta," sagði hann' hálf mæddur, því að hann hélt að þetta allt þyrfti hann að læia, ef hann ætti að kunna á hjóli. "Blessaður vertu, þetta kemur alveg eins og skot," sagði Geiri, brosandi út undir eyru af vandræðasvipnum á frænda."Hven- ær á ég að fara að taka þig í gegn í hjólreiðum?" "Hvað, taka mig í gegn? Áttu við að kenna mér? Það er víst bezt að gera það eins og skot. eins og þið kallið það," muldraði Ketill og virtist ekki hrifinn af talsmátanum í Geira. "Eða kannske það sé betra að byrja kl. 5 í fyrramálið, mér líst ekki á alla þessa umferð hérna á götunum, ætli hún sé ekki eitthvað

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.