Lindin

Árgangur

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 17

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 17
JL í skut, og þar féll ég í ómegin. Þegar ég rankaði við mér aftur, var búið að draga "bátinn upp í fjöru. Ég ætlaði að fljúga þegar í stað úpp í skóginn, en þá fann ég til svo mikils sársauka í öðrum vængnum, að ég lá dyrr þar sem ég var. Ég kannaði meiðslin og fann, að annar vængurinn var stórskaddaður og þrír fætur brotnir. Auk þessa var svöðusár á bakinu á mér. Ég vissi, að það var til einskis að dvelja þarna í bá tnum til lengdar. Ég dkreiddist því út úr honum við illan leik á þessum þrem fótum, sem ég hafði eftir heila. Ég komst rétt aðeins upp í skóginn, og þar hefi ég legið síðan. Nú er ég orðin nokkurn veginn gróin sára minna, en þá er það þessi lungna- hólga." Hér þagnaði mýflugan og virtist verða þungt hugsi eins og hún væri að reyna gð muna eitthvað. Ég vildi ekki trufla hana. Skyndilega lyftist hún upp í eldspýtnastokknum og fékk heiftarlega hóstakviðu. Síðan lagðist hiín aftur, og það virtist hafa dregið mjög af henni. Ég flýtti mér að gefa henni inn hóftasaft og lýsi og sagði henni svo, að bezt mundi vera fyrir hana að reyna að sofna. Hún gerði það líka. Hún vaknaði rétt í svip um kvöldið, svona rétt aðeins til að taka inn hóstaéaft og lýsi. Þá var hún mjög þungt haldin. Hún sofnaði strax aftur. Klukkan þrjú um nóttina dó hún södd lífdaga fjarri öllum ættingjum í eldspýtnastokk á skrifborðinu mínu. Þau urðu endalok þessarar litlu mýflugu. Leirum í desember 1955. Leir Leirs

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.