Lindin

Árgangur

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 6

Lindin - 01.02.1956, Blaðsíða 6
annars hreppstjórinn hann á líklega handvagn, en hað er víst einhverskonar gamli-Ford, módel 1905« En hann er líka fínasti maðurinn í sveitinni. Eörlunum finnst meira að segja allt vera í fúnkis hjá sér fyrir hessu. Það var svei mér ekki seinna vænna fyrir hann frænda minn að koma þessum fuglum í samband við heimsmenninguna, með því að gefa syni sínum hjólhest, maður. Pinnst ykkur hann ekki vera flott á því, gamli maðurinn, hann er sko ekkert blávatn, skal ég segja ykkur, maður.” Strákamir hlustuðu þólinmóðir á vaðalinn í G-eira, og þeir höfðu í raun og veru gaman að heyra bullið í honum, hann var alltaf svo frumlegur. "Bíðið þið strákar - Þegið - Þið nú, hann er að koma." Strákamir litu allir í áttina að húsi Geira, og horfðu kringlóttum augum á risavaxinn náiinga, með rostungs-skegg, sem kom út úr húsinu. "Sjáið Þið stælinn á honum, strákar, glanna stæll er þetta. Er hann ekki Jaka-legur, maður, " hvíslaði G-eiri, "hann er víst að leita að mér, svo að ég verð víst að stinga af. Jæja, verið þið bless, strákar, " kallaði G-eir til drengjanna um leið og hann rölti á móti frænda sínum. "Halló frændi," kallaði G-eir til frænda síns, þegar hann sá að hann ætlaði ekki að taka eftir honum. "Nú ertu þarna, kunningi," sagði Ketill frændi, þegar hann sá Geir. "Mér finnst þið allir vera eins, drengimir héma í henni Reykjavík. Eigum við ekki að fara að koma okkur af stað og kaupa þennan blessaðan njólhest, dengur minn." "Jú, maður lifandi," sagði G-eir, "það er ekki ástæða til sð draga það." Síðan gengu þeir hlið við hlið eftir götunni, strákarnir horfðu á eftir þeim og mældu þá út með augunum. Þeim virtist Geiri ekki vera stærri en meðal kettlingur við hlið frænda síns.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.