Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 16
Þessi ólíklegi hópur leggur í hættuför út í geim- inn á ögur- stundu til að reyna að bjarga heiminum. Með honum í för er Abe, kaldhæðin skjald- baka, og Meg, bardaga- listaskunk- ur, til að stoppa hann. Ef það sem þú þekkir bregst þér er svarið ef til vill fólgið í því sem þú þekkir ekki. Í andartaks innblás- inni sturl- un ákveð- ur Kat að giftast Charlie. Kat Valdez og Bastian eru vin- sælasta tónlistarpar í heimi. Nýi smellurinn þeirra, Marry Me, þýtur upp vinsældalistana og þau eru að fara að gifta sig í athöfn á tónleikum sem verður streymt um víða veröld í alls kyns miðlum. Heimurinn stendur því sem næst á öndinni af spenningi yfir ríka, fallega glimmerparinu. Svo virðist sem parið svífi um á dúnmjúku hamingjuskýi og lífið brosir við því. Charlie Gilbert er fráskilinn menntaskólastærðfræðikennari. Dóttir hans, Lou, og besta vinkona hans, Parker Debbs, draga hann á tónleikana. Þegar tónleikarnir eru að hefjast kemst Kat að því að Bastian hélt fram hjá henni með aðstoðarkonu hennar. Líf Kat umturnast í einu vet- fangi, hún brotnar saman á sviðinu og missir trúna á ást, sannleikann og tryggð. Er brothættur heimur hennar molnar fyrir augum hennar kemur hún auga á ókunnugt andlit í fjöldanum. Ef það sem þú þekkir bregst þér er svarið ef til vill fólgið í því sem þú þekkir ekki. Í andartaks inn- blásinni sturlun ákveður Kat að giftast Charlie. Það sem byrjar sem hvatvísi þróast út í óvænt ástarsamband. Þegar öflugir kraftar reyna að stía þeim í sundur vaknar hin aldagamla spurning: Geta tvær manneskjur sem koma úr ólíkum heimum brúað bilið og búið sér stað sem er heimili og griðastaður þeirra beggja? n Laugarásbíó, Smárabíó, Háskóla- bíó, Sam-Egilshöll, Sam-Álfabakka, Selfossbíó og Borgarbíó Akureyri Getur hvatvís ást verið lykillinn að ævilangri hamingju? Fróðleikur n Vegna Covid-19 faraldursins þurftu Jennifer Lopez og Maluma að leika eitt atriði heima hjá sér til að hægt væri að ljúka tökum. JLo sagði að A-Rod og börnin hefðu verið teymið hennar í þeirri töku. n Jennifer Lopez og Owen Wilson léku áður saman í myndinni Ana- conda (1997). n Marry Me er byggð á teiknimyndasögu á netinu með sama nafni eftir Bobby Crosby. n Marry Me er fyrsta kvikmyndin með Owen Wilson sem sýnd er í kvikmyndahúsum frá því Father Figure var sýnd 2017. Dularfullur kraftur skekur tunglið af sporbraut sinni um jörðu og allt stefnir í árekstur sem muni enda allt líf sem við þekkjum. Þegar Pink Floyd samdi The Dark Side of the Moon, hafði hljómsveitin varla heimsendi í huga, eða hvað? Hver veit. Í öllu falli er ljóst að Moonfall afhjúpar dekkri hlið tunglsins vinalega sem snýst um jörðina. Sennilega hafa fáir áhyggjur af því að ógn stafi af tunglinu. Moon- fall fær ef til vill einhverja til að hugsa sig um tvisvar. Sumir vilja stofna nýlendu frá jörðu á tungl- inu. Vitum við hvað tunglið er? Aðeins eru nokkrar vikur þar til tunglið rekst á jörðina og þá verður heimsendir. Jo Fowler (Óskars- verðlaunahafinn Halle Berry), yfirmaður hjá NASA, Geimferða- stofnun Bandaríkjanna, og fyrr- verandi geimfari, er sannfærð um að hún hafi ráð við þessari vá og geti bjargað heimsbyggðinni. Einungis einn geimfari sem áður starfaði með henni, Brian Harper (Patrick Wilson – Midway) og samsæriskenningasmiðurinn K.C. Houseman (John Bradley – Game of Thrones) hafa trú á henni. Þessi ólíklegi hópur leggur í hættuför út í geiminn á ögur- stundu til að reyna að bjarga heiminum og skilja alla ástvini sína eftir á jörðu niðri. Þau komast að því að tunglið er ekki það sem við höldum. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskóla- bíó, Sam-Egilshöll, Selfossbíó og Borgarbíó Akureyri Æsispennandi kapphlaup við tímann – örlög heimsins í húfi Frumsýnd 4. febrúar Aðalhlutverk: Halle Berry, Patrick Wilson, John Bradley, Michael Peña og Donald Sutherland Handritshöfundar: Spenser Cohen, Roland Emmerich og Harald Kloser Leikstjóri: Roland Emmerich Frumsýnd 11. febrúar Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, Owen Wilson, Maluma, Chloe Coleman, Sarah Silverman og Jimmy Fallon kemur fram sem hann sjálfur Handritshöfundar: Harper Dill, Bobby Crosby, John Rogers og Tami Sagher Leikstjóri: Kat Coiro Hanahérinn fjallar um unga hetju sem fæddist hálfur kjúklingur og hálfur héri. Hann er ólíkur öllum en vill ólmur falla í hópinn og vera elsk- aður. Þrátt fyrir að hann sé dálítið klaufskur á ævintýramennska hug hans allan. Sviðið er glæsileg ævintýra- veröld. Í myndinni er fylgst með ævintýrum Hanahérans. Pétur konungur ættleiddi hann eftir að hann fann hann í einum af leiðöngrum sínum en Pétur konungur er frægur ævintýra- maður. Hanahérinn gerir allt sem hann getur til að passa í hópinn og þrátt fyrir talsverða klaufsku helgar hann sig ævintýramennsku af lífi og sál. Þegar versti þrjótur konungs- ríkisins – sjálfur föðurbróðir Hanahérans – strýkur úr fangelsi og hótar að velta föður hans af stóli leggur Hanahérinn upp í stórkost- lega ævintýraför sem reynist sann- kölluð manndómsvígsla. Með honum í för er Abe, kald- hæðin skjaldbaka, og Meg, bar- dagalistaskunkur, til að stoppa föðurbróðurinn. Hanahérinn gerir svipuna að sínu tæki, alveg eins og Indiana Jones gerði á sínum tíma og þrátt fyrir klaufalega tilburði til fótanna nær Hanahérinn mikilli leikni með svipuna og sýnir að eljusemi skilar sér. Hvert ævintýrið á fætur öðru rekur á fjörur þríeykisins og ferða- lagið minnir stundum á ævintýri Indiana Jones. n Laugarásbíó, Smárabíó, Háskóla- bíó, Selfossbíó og Borgarbíó Akureyri Stundum er vilji allt sem þarf þrátt fyrir að á móti blási Frumsýnd 25. febrúar Aðalhlutverk: Árni Beinteinn Árnason, Stefanía Svavarsdóttir, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Erlendur Eiríksson, Þórhallur Sigurðs- son (Laddi) og Steinn Ármann Magnússon Handritshöfundur: David Collard Leikstjórar: Ben Stassen og Benja- min Mousquet Fróðleikur n Harald Kloser tók upp tónlistina í hljóðveri þar sem áður var kvik- myndaverið Rosenhügel í Vín í Austurríki í september 2021. Hvert hljóðfæri var tekið upp á sérstaka hljóðrás til að auka sveigjan- leika við eftirvinnslu. n Josh Gad hafði verið ráðinn í hlutverk K.C. Houseman en þurfti að hætta við vegna annarra verkefna. n Kvikmyndataka fór fram í nóvember 2020 í Beaconsfield í Mont- real í Kanada. Fróðleikur n Hanahérinn og myrkrahamsturinn er byggð á myndabókaseríu eftir Chris Grine. n Fyrstu tvær sögurnar um Hanahérann komu út í bók en sú þriðja kom út sem vefútgáfa. n Undirbúningur myndarinnar hófst árið 2011 og tekið hefur nær 11 ár að koma myndinni á hvíta tjaldið. 4 kynningarblað 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.