Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 28
Frumsýnd 25. febrúar 2022 Aðalhlutverk: Channing Tatum, Q’orianka Kilcher, Aqueela Zoll, Kevin Nash og Jane Adams Handritshöfundur: Reid Carolyn og Brett Rod­ riguez Leikstjórar: Reid Carolyn og Channing Tatum Myndinni var lýst erlendis sem þrosk- aðri frumraun leikstjóra- tvíeykisins Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen. Á gömlum Ford Bronco þeysa þeir eftir Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Rammíslensk spennumynd Frumsýnd 18. febrúar 2022 Aðalhlutverk: Ásgeir Sigurðsson, Jónas Björn Guðmundsson og Ís­ gerður Elfa Gunnarsdóttir Handritshöfundur: Ásgeir Sigurðsson Leikstjórar: Ásgeir Sigurðsson og Anton Karl Kristensen Eftir ellefu ára bið er Jackass- teymið komið aftur á kreik og Jack- ass Forever er sögð verða síðasta myndin frá þeim. Hér er fólk sprengt í loft upp á ferðaklósettum, bundið fast í skilvindum og neytt til að drekka drykki þangað til það ælir. Það lendir í bjarndýrum og snákum, fær stungur frá býflugum og sporð- drekum og er barið í kynfærin oftar en tími gefst til að telja upp. Roger Ebert, kvikmyndarýnir- inn þekkti, segir myndina vera þá bestu úr fórum Jackass-teymisins og gefur henni fjórar stjörnur, sem er sami fjöldi og hann gaf meðal annars Blazing Saddles og Raiders of the Lost Ark. Ebert segir að vissulega sé þetta ekki dýrindis nautasteik á dýru veitingahúsi heldur pylsa með öllu nema hráum en óíþróttamanns- Besta Jackass-myndin Frumsýnd 4. febrúar 2022 Aðalhlutverk: Johnny Knoxville, Steve­O, Chris Pontius, Eric André, Machine og Gun Kelly Handritshöfundar: Jason „Wee Man“ Acuña, Eric André og Derrick Beckles Leikstjóri: Jeff Tremaine legt væri að láta hana gjalda þess. Stundum er ein með öllu nema hráum nefnilega akkúrat málið. n Sambíóin, Smárabíó, Háskólabíó og kvikmyndahús um allt land Frumsýnd: 11. febrúar 2022 Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Gal Gadot, Armie Hammer, Annette Bening og Russel Brand Handritshöfundur: Michael Green (byggt á sögu Agöthu Christie) Leikstjóri: Kenneth Branagh Íslenska spennumyndin Harmur fjallar um fjölskyldu í Hólunum sem brestur eftir að fortíð móður- innar kemur aftur í mynd. Þegar hún byrjar aftur í neyslu og blandar yngri syni sínum inn í fjár- skuldir sínar neyðist Óliver til að leita að bróður sínum í undirheim- unum yfir eina örlagaríka nótt. Harmur er spennuríkur tryllir sem inniheldur eitthvað fyrir alla og dregur úr alvöru sögum frá íslenskum raunveruleika. Ólíkt móður hans, sem hefur átt í erfið- leikum með fíkniefni af og til í gegnum lífið, hefur Óliver náð að halda góðu starfi og sjá vel um litla bróður sinn sem gengur í grunn- skóla. Þegar Hrafn, yngri bróðir Ólivers, fer út af sporinu fer Óliver í kapp við tímann að leita hann uppi í gegnum örlagaríka nótt. Myndinni var lýst erlendis sem þroskaðri frumraun leikstjóra- tvíeykisins Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen. Hún sé hrífandi blanda spennu og sam- félagsdrama. Ásgeir, sem skrifaði handritið, fari á kostum í hlutverki Ólivers. Næmni og nærvera leikaranna fangi óheillavænlegt andrúmsloft sem komi vel fram. Tónlist myndarinnar, sem er eftir Kára Haraldsson, er lýst sem hjartslætti þar sem myndin kafar á myrka staði og sé í góðum takti við hættuna og vonskuna sem er alls staðar og fullkomlega miskunnar- laus (Oldenburg Film Festival 2021). Myndin vann aðalverðlaunin á Rhode Island International Film Festival sem frumraun nýrra leikstjóra (Directorial Discovery Award). n Sambíóin og kvikmyndahús um allt land 8 kynningarblað 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS Death on the Nile er sennilega ein mest spennandi ráðgátan úr smiðju morðgátudrottningar- innar, Agöthu Christie. Þegar það uppgötvast að Linnet Ridgeway hefur verið skotin í gegnum höfuðið er kyrrðin í rólegri skipsferð um ána Níl rofin. Ridgeway var ung og falleg, rík og glæsileg – stúlka sem hafði allt – þar til hún glataði lífinu. Belgíski einkaspæjarinn Her- cule Poirot er um borð. Fyrir honum rifjast upp að annar farþegi hafði haft á orði að hann langaði helst að setja litlu byssuna sína þétt upp að höfði hennar og þrýsta á gikkinn. En ekkert er sem sýnist. Death on the Nile er meðal vinsælustu og dáðustu morðgáta Agöthu Christie. Ást, af brýðisemi og svik blandast inn í ráðgátuna. Christie fékk innblástur fyrir bókina er hún var á ferðalagi um Egyptaland og nýtti sér eitt og annað úr umhverfi og sögu landsins. Þegar Christie bjó söguna til f lutnings á leiksviði skrifaði hún Hercule Poirot út úr handritinu vegna þess að hún óttaðist að of mikil athygli yrði á honum á sviðinu. Poirot rataði þó aftur inn í söguna og Peter Ustinov lék hann í stórmyndinni sem gerð var 1978. Árið 2004 var það David Suchet sem lék hlutverkið í sjónvarps- mynd frá ITV. Nú er það Kenneth Branagh sem bæði leikstýrir myndinni og leikur sjálfan Poirot. Hann hefur áður verið í þessum sporum en Hercule Poirot mættur til leiks og leysir gátuna Fróðleikur n Upphaflega átti að frumsýna Death on the Nile 2019 en tökum seinkaði og hún lenti í Covid svo það er ekki fyrr en nú sem hún kemst á hvíta tjaldið. n Gamanleikkonurnar Dawn French og Jennifer Saunders leika í myndinni og verða að hafa sig allar við til að vera alvarlegar. n Kostnaður við gerð myndarinnar er 120 milljónir Bandaríkjadala. n Myndin er öll tekin á 65 mm filmu. Murder on the Orient Express (2017) og mynd Branaghs um Hamlet (1996) voru einnig teknar á 65 mm filmu. Dog er gamanmynd um tvo fyrr- verandi landverði í hernum sem lenda í miklum ævintýrum saman. Briggs landvörður og Lulu (belg- ískur fjárhundur) ferðast saman gegn vilja beggja. Á gömlum Ford Bronco þeysa þeir eftir Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna til að reyna að ná í tæka tíð í útför besta vinar Briggs úr hernum sem var umsjónarmaður Lulu. Á leiðinni brjóta þeir helling af lögum og komast í hann krappan og læra loks að til að una sér saman verða þeir að vera eftirgefanlegir. Annar þeirra á viku ólifaða og hinn lifir eins og hver dagur sé hans síðasti. n Sambíóin og kvikmyndahús um allt land Ólíklegir félagar á ferð Murder on the Orient Express frá 2017 naut mikilla vinsælda. Óhætt er að segja að sú mynd sem Kenneth Branagh dregur upp af Hercule Poirot sé nokkuð frá- brugðin eldri útgáfum hans. Lúxussigling Hercule Poirot á Níl breytist í æsispennandi leit að morðingja og spennan magnast og magnast þar til allt upplýsist að hætti Poirots. n Sambíóin, Smárabíó og kvik­ myndahús um allt land

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.