Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 9
n Í dag Guðmundur Andri Thorsson Vel af sér vikið hjá Spotify að hafa náð að sameina loksins eftir öll þessi ár hina sundruðu sveit Crosby, Stills, Nash & Young, sem hefur árum saman átt í illskiljan- legum deilum og hörmulegum fyrir svo vel samhljómandi menn. Og Joni sjálf Mitchell stendur með samlanda sínum, Neil Yong, sem kvað upp úr með að hann vildi ekki deila vettvangi með hlað- varpsmanni, sem veitan eys fé í til að halda úti þáttum sínum þar sem iðulega er lagst gegn bólusetningum vegna Covid-19, og ýmislegt sagt sem ekki þykir standast skoðun vísindamanna. Þetta er snúið mál og snertir ýmis grundvallaratriði um það hvernig við högum samfélagi okkar. Látum liggja milli hluta að sinni sambúð listamanna og þeirra tæknifyrirtækja sem tekið hafa að sér að skapa vettvang fyrir listaverkin, og hirða af því bróður- partinn. Þekkingarsamfélagið Málið varðar til dæmis þekk- ingu – miðlun þekkingar, vald á þekkingu, tilkall til þess valds sem þekkingunni fylgir. Við búum í þekkingarsamfélagi, þar sem við skiptum með okkur verkum eftir ólíkri kunnáttu okkar og þekk- ingu: trésmiður selur færni sína og þekkingu lyfsala sem selur þekkingu sína hársnyrtifræðingi sem selur þekkingu sína trésmið. Samfélagið er net af fólki sem hefur hvert sína sérþekkingu og hefur aflað sér hennar með ástundun og æfingu, lestri og þjálfun. Vissulega klippum við stundum hvert annað í fjölskyldum og við smíðum mis- skakka palla en við setjum ekki á fót hárgreiðslustofu eða tökum að okkur húsasmíðar í uppmælingu, þótt laghent séum – hvað þá að við fúskum við að sulla saman lyfjum til að selja. Fyrr á öldum var þekkingar- valdið á Vesturlöndum í höndum kirkjunnar sem túlkaði veru- leikann og lögmál hans út í æsar og gaf út boð og bönn og leyfi eftir sínu hugmyndakerfi, sem mótað var á lokuðum ráðstefnum karla sem höfðu sína hagsmuni af því að viðhalda þessu kerfi. Það voru svo prestarnir sem höfðu það með höndum í nærsamfélaginu að fylgja eftir þessum kennisetn- ingum og líta eftir því að fólk færi eftir þeim, samkvæmt guðsótta og góðum siðum; lestrarkennsla hér var órofa tengd innrætingu á þessu kerfi, börnin lærðu að lesa á guðsorð og prestarnir litu eftir því að þau tileinkuðu sér það. Þetta var einokun á þekkingu. Nútímasamfélag á Vestur- löndum byggist ekki síst á afnámi þessarar einokunar, sem á sér rætur í Upplýsingunni á 18. öld og í kjölfar hennar, Stjórnarskrá Bandaríkjanna og frönsku bylt- ingunni þegar skilið var á milli ríkis og kirkju; þekkingin gefin frjáls svo að segja. Vegatálmum þekkingarleitarinnar var kippt í burtu. Afraksturs þeirrar þekk- ingarleitar njótum við í mörgu nú á dögum – og súpum seyðið af henni í öðru. Smám saman hafa orðið til í akademísku umhverfi ákveðnar aðferðir við að setja fram stað- hæfingar sem eiga að styrkja tilkall til þekkingarinnar – maður þarf að sýna fram á tiltekin vinnu- Þekkingarvaldið brögð í þekkingaröfluninni, birta niðurstöður með ritrýni og viðurkenndum framsetningar- máta. Hlaðvarpsmaður í Banda- ríkjunum hefur ekki sama vægi í umræðu um bóluefni og óþekktur vísindamaður á hvítum slopp með ritrýnda grein – jafnvel þótt hlaðvarpsmaðurinn hafi vottun upp á að vera orðheppinn og skemmtilegur. Við getum ekki lagt staðhæfingar hans að jöfnu við það sem vísindasamfélagið telur réttast hverju sinni og síðan tekið afstöðu eins og við séum að fylgjast með fótboltaleik. Og þó ekki sé í vísindalegu samhengi þá hljótum við líka að gera kröfur til rök- stuðnings og þekkingar á efninu þegar við hlustum á fólk tjá sig um hvað eina. Afl listarinnar Þar með er ekki sagt að hlað- varpsmaðurinn megi ekki tala við alls konar fólk með alls konar skoðanir. Það er grundvallarat- riði: Orðið er frjálst. Og það er alls ekki víst að allt það sem staðhæft er undir merkjum vísinda – og sett fram með tilhlýðilegum hætti – sé endanlegur sannleikur. Við höfum ótal dæmi um að nýjar rannsóknir kalli á endurskoðun þess sem við töldum áður satt og rétt. Og efa- semdir um þekkingu og hugmynd- ir er dyggð: engin hugmynd er svo heilög að ekki megi efast um hana eða draga dár að henni. En hér er í húfi líf og heilsa milljóna manna. Heilu samfélögin og innviðir þeirra. Og þegar þannig háttar þá getum við ekki látið sem svo að ein skoðun sé jafn góð og hver önnur um það hvernig bregðast skuli við. Við eigum ekki aðra kosti en að láta þá þekkingu sem aflað er með vísindalegum aðferðum á hverjum tíma ráða för – þótt sömu aðferðir geti leitt nýrri og aðra þekkingu í ljós síðar. Orðið er frjálst. En við stjórnum ekki afleiðingum þess sem sagt er. Spotify má setja sinn hlaðvarps- mann í öndvegi og ausa í hann milljónum. En sýpur seyðið af því með hríðfallandi hlutabréfum. Það eru nefnilega listamennirnir sem gefa veitunni afl sitt, og án þeirra er hún hætt komin. n Bílaapótekið Hæðasmára Pössum sóttvarnir Afgreiðsla beint í bílinn Öruggt, fljótlegt og afar þægilegt - sjö lúgur Bílaapótekið Hæðasmára Opið 10 – 23 alla daga Apótek Suðurnesja Opið virka daga 09.00 – 19.00 Laugardaga 12.00 – 16.00 Lyfjaval Mjódd Opið virka daga 08.45 – 18.15 Laugardaga 12.00 – 16.00 Lyfjaval Hæðasmára Bílaapótek Opið alla daga 10.00 – 23.00 Þú finnur apótek Lyfjavals í Mjódd, bílaapótek Hæðasmára og í Apóteki Suðurnesja Heimprófin fyrir Covid-19 fást hjá okkur FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.