Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 21
 Líkaminn er vanur vissu magni af horm- ónum. Þegar magn þeirra flöktir geta komið fram ýmis sállíkam- leg ein- kenni. Hanna Lilja Til eru ýmsir meðferðar- möguleikar til að draga úr íþyngjandi ein- kennum breyt- ingaskeiðs. Fyrsta skrefið er að skrá vel ein- kennin og leita til heilbrigðis- starfsmanns sem er vel að sér í einkennum á breytinga- skeiði. getur leitt til frumubreytinga og í sjaldgæfum tilfellum til krabba- meins í legi. Því er mikilvægt fyrir konur með leg að taka prógesterón líka til að koma í veg fyrir ofvöxt slímhúðar. Mikroniserað prógeste- rón er hvað líkast því prógesteróni sem myndast í líkama okkar. Það er því öruggasta tegund prógeste- róns, hefur minni aukaverkanir og er öruggara hvað varðar hættu á brjóstakrabbameini. Hér á Íslandi heitir það utrogest/utrogestan. Það eru töflur sem eru teknar með glasi af vatni að kvöldi. Annar möguleiki er Mirena hormónalykkja. Hún dugar í 5 ár og virkar líka sem getnaðarvörn. Prógesterón fæst einnig sem fram- leidd prógestógen í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun þeirra fylgi aðeins aukin hætta á brjósta- krabbameini, sem samsvarar þeirri auknu hættu á brjóstakrabbameini sem fylgir því að drekka tvö vínglös á dag eða vera í yfirþyngd. Sumar konur kjósa samt sem áður að nota hormóna í töfluformi eða samsetta plástra sem innihalda tilbúin prógestógen því það er ekkert eitt sem hentar öllum. Mikil- vægt er að eiga samtal um hættur og ávinning af meðferð og að kona sé upplýst um aðeins aukna áhættu tengda þessari tegund af hormóna- meðferð, til að geta valið meðferð sem hentar best hverju sinni. Testósterón er ekki bara karl- hormón heldur framleiða eggja- stokkar kvenna talsvert magn af testósteróni líka. Testósterón gegnir ýmsum hlutverkum í líkama kvenna og í sumum tilfellum getur kona haft gagn af testosterón-við- bót ef ekki næst ásættanlegur bati með estrógeni og prógesteróni. Leggangaþurrkur og þvagfæraeinkenni Hormónið estrógen viðheldur heilbrigðri slímhúð í leggöngum og þvagfærakerfi. Það viðheldur raka og teygjanleika, stuðlar að eðlilegri leggangaflóru og verndar gegn ýmsum sýkingum. „Þegar estró- gengildin lækka á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf geta komið fram ýmis óþægindi frá leggöngum og þvagrás. Einkennin geta versnað með tímanum og valdið konum miklum óþægindum. Staðbundin estrógenmeðferð virkar best gegn einkennum frá kynfærum og þvagfærum. Þessi meðferð er mjög örugg, eykur ekki hættu á krabbameini eða blóð- tappa. Óhætt er að halda meðferð áfram svo lengi sem hver kona vill og hefur ávinning af henni. Með- ferðina má nota samhliða horm- ónauppbótarmeðferð eða eina og sér. Þessi meðferð er lyfseðilsskyld og fæst til dæmis í gegnum heimilis- lækni og kvensjúkdómalækni. Einnig fást töflur, vagifem, sem settar eru upp í leggöng dag hvern fyrstu 14 dagana og eftir það 2-3 sinnum í viku. Einnig er hægt að fá mjúkan silíkonhring, sem hér nefnist estring, sem settur er upp í leggöng og gefur þar frá sér estrógen í 90 daga. Hringnum þarf að skipta út á þriggja mánaða fresti. Ef kona treystir sér ekki til að skipta sjálf getur læknir eða hjúkrunarfræð- ingur á heilsugæslu fjarlægt þann gamla og sett nýjan hring upp. Auk þessa eru til estrógenkrem sem hægt er að bera á sig, eins og ovestin. Ýmis rakagefandi krem og sleipiefni sem fást án lyfseðils geta líka komið sér vel og duga mörgum konum.“ Aðrir meðferðarmöguleikar „Það er ekki neitt eitt sem hentar öllum þegar kemur að því að bæta líðan á breytingaskeiði. Á þessu tímabili er mikilvægt að viðhalda heilbrigðum lífsstíl og huga að mataræði, en ákveðnar fæðu- tegundir og drykkir geta haft áhrif á einkenni. Regluleg hreyfing er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu, léttir lund, eykur orku og hefur jákvæð áhrif á heilbrigði beina og hjarta- og æðakerfis. Hugræn atferlismeðferð hjá sálfræðingi getur hjálpað sumum. Aðrar leita í óhefðbundnar aðferðir eða náttúrulyf. Til eru ýmis bæti- efni og náttúrulyf sem hafa verið markaðssett með það í huga að bæta einkenni kvenna á breytinga- skeiði. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum efnum og eru áhrifin yfirleitt sambærileg við lyf- leysu. Athugið að þótt bætiefni séu náttúruleg eru þau ekki endilega án aukaverkana. Önnur lyfseðilsskyld lyf eru stundum notuð til að slá á einkenni ef frábending er fyrir hormóna- meðferð. Þá er átt við þung- lyndislyf, gabapentin, clonidine eða betablokkera. Heimilislæknir eða kvensjúkdómalæknir geta veitt frekari upplýsingar um meðferðar- möguleika.“ Svefninn skiptir máli Svefntruflanir eru algengt vanda- mál hjá konum á breytingaskeiði. „Ástæðurnar geta meðal annars verið hitakóf, svitakóf, tíð þvaglát, liðverkir, hjartsláttartruflanir og kvíði. Flest þessara einkenna má tengja flöktandi hormónafram- leiðslu, en hormónin estrógen, prógesteron og testósterón hafa jákvæð áhrif á bæði gæði og lengd svefns. Góðar svefnvenjur skipta líka miklu máli fyrir góðan svefn. Mikil- vægt er að byggja upp svefnþrýsting frá því að við vöknum á morgnana uns við förum að sofa á kvöldin. Þættir sem hjálpa til við það eru til dæmis að fara út í dagsljósið fljót- lega eftir að þú ferð á fætur, regluleg hreyfing og að hafa vökutímann sem lengstan. Þættir sem geta haft neikvæð áhrif á svefnþrýsting eru meðal annars að leggja sig á daginn, að sofa út um helgar, fara í rúmið fyrr en venjulega, of mikið koffín og streita.“ Áhrif á heilsu til framtíðar Skortur á kynhormónum veldur ekki bara þrálátum einkennum sem nefnd hafa verið hér að ofan og margar konur upplifa. Kyn- hormónin, sérstaklega estrógen, eru mikilvæg fyrir líkamsstarfsemi okkar. Eftir tíðahvörf, þegar horm- ónagildi lækka, eykst hætta á að konur þrói með sér ýmsa sjúkdóma eins og beinþynningu, hjarta- og æðasjúkdóma og fleira. „Estrógen styrkir beinin en með lækkandi estrógengildum á breyt- ingaskeiðinu verða konur útsettari fyrir beinþynningu en karlar. Beinþynning er ástand sem veikir beinin og eykur líkurnar á því að þau brotni. Konur missa allt að 10 prósent af beinþéttni á fyrstu 5 árunum eftir tíðahvörf. Aðrir þættir sem hafa áhrif á beinþéttnina eru fjölskyldusaga, reykingar og mikil áfengisdrykkja. Estrógen tekur þátt í að halda æðum líkamans heilbrigðum og teygjanlegum og hefur jákvæð áhrif á kólesterólgildi. Flöktandi gildi estrógens í líkamanum eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Þar má telja kransæðasjúk- dóma, heilablóðföll og elliglöp. Aðrir þættir sem hafa áhrif eru háþrýstingur, reykingar, offita og fjölskyldusaga. Estrógen gegnir einnig mikil- vægu hlutverki í starfsemi heilans. Konur eru misnæmar fyrir lækk- andi estrógengildi. Margar upplifa áberandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Þetta getur verið minnisleysi, einbeitingarskortur og erfiðleikar við að taka við upp- lýsingum. Þetta getur haft áhrif á starfsgetu kvenna og einfaldar athafnir daglegs lífs eins og að lesa bók eða hlusta á útvarp. Sumar konur upplifa minnkað sjálfstraust í tengslum við þetta og hætta til dæmis að treysta sér til að keyra sjálfar og annað sem þær hafa gert áður. Hjá sumum konum verða þessi einkenni það hamlandi að konur geta ekki hugsað sér að lifa við þessar aðstæður og fá jafnvel sjálfsvígshugsanir,“ segir Hanna. Breyting til framtíðar Það er mikilvægt að auka þekkingu og fræðslu og opna umræðuna um þetta stóra breytingatímabil. „Mikil valdefling er falin í því að konur skilji hvað er að gerast á þessu tímabili, af hverju það gerist og viti að það er hægt að fá samtal og hjálp. Þetta er ekki bara hjálp- legt fyrir konurnar sjálfar og fjöl- skyldur þeirra heldur einnig fyrir samfélagið og atvinnulífið. Konur sem fá tíð og flókin einkenni, sem þær jafnvel skilja ekki til fulls, virðast í mörgum tilfellum detta út af vinnumarkaði í styttri eða lengri tíma, vegna vangreiningar eða mismunagreininga og rangrar meðferðar. Kona sem skilur hvað er að gerast og af hverju, þekkir ein- kennin og veit hvaða meðferð er í boði, er betur í stakk búin til að taka ábyrgð á eigin lífi, leita sér aðstoðar og meðferðar við hæfi og gera lífsstílsbreytingar sem geta skipt sköpum fyrir andlega líðan og heilsu til framtíðar,“ segir Hanna að lokum. n 5FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2022 HJARTAÐ ÞITT 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.