Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það er afdrifaríkt að sofna á verðinum núna og ætla sér að gera eitt- hvað í mál- inu þegar málið er dautt. Slík þjón- usta þarf að vera til staðar óháð búsetu í ljósi þess aug- ljósa, við munum öll deyja. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Umræðan um framtíð íslenskunnar skýtur reglulega upp kollinum og mætti að ósekju vera plássfrekari. Ógnin sem steðjar að örtungumáli sem einungis um 370 þúsund manns tala er augljós. Framtíð íslenskunnar, sjálf æskan, ver mestum tíma í stafrænum heimi enskunnar. Afleiðing mikillar aukningar snjalltækja og afþreyingar- efnis á ensku er sú að fjórtán prósent málum- hverfis íslenskumælandi barna á aldrinum þriggja til tólf ára eru ensk og það hlutfall fer vaxandi með auknum aldri. Þetta kemur fram í rannsókninni „Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis“ eftir þær Irisi Eddu Nowenstein og Sigríði Sigurjóns- dóttur. Ógnin sem stafar af hinu nána sambýli við enska tungu gæti hljómað yfirþyrmandi en samkvæmt téðri rannsókn hefur það enn ekki haft alvarleg áhrif á stöðu íslenskunnar. Samkvæmt umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um málefnið nú í vikunni er stærsta áhyggjuefnið neikvætt viðhorf ungs fólks til íslenskunnar. Þau tengja enskuna við það sem er skemmtilegt, svo sem ferðalög, afþreyingarefni og tölvuleiki, en íslenskuna við skólaverkefni, leiðréttingar og eldra fólk. Aðalverkefnið er því að gera íslenskuna og notkun hennar aðlaðandi og notkunarvæna fyrir unga fólkið sem ver miklum tíma í rafrænum heimi. Samkvæmt höfundum rannsóknarinnar erum við í góðri stöðu – en teikn eru á lofti, ein- hverjum þeirra erum við farin að bregðast við en á öðrum sviðum megum við gera betur. Mikil- vægt er að hlúa betur að börnum á máltöku- skeiði og þeim sem nota íslensku sem annað mál. Á öðrum sviðum hafa yfirvöld tekið betur við sér og var máltækniáætlun, ætluð til að þróa tækniinnviði þá sem þarf til að íslenska haldi velli, sett af stað árið 2018. Nýverið var svo farið að bjóða upp á nám á meistarastigi í gervigreind og máltækni sem samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Þar útskrifast fólk sem býr yfir þekkingu sem getur skipt sköpum þegar kemur að því að bjarga íslenskunni. En eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófess- or emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, benti á í Kveiksþættinum, þurfum við að gera upp við okkur hvort við viljum leggja í þann kostnað sem fylgir því að tala tungumál sem aðeins 370 þúsund manns tala. Stutta svarið hlýtur auðvitað að vera já! Enda afdrifaríkt að sofna á verðinum núna og ætla sér að gera eitthvað í málinu þegar málið er dautt. n Og málið dautt 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. Nýverið vakti sveitarstjórn Múlaþings athygli á stöðu líkhúsa og hver ætti að standa að geymslu látinna. Í mörgum sveitarfélögum er um þröngan kost að ræða þar sem helst er aðstaða innan heilsu- gæslu sem ekki er alltaf heppilegt. Í Múlaþingi hefur farið fram nokkur umræða um rekstur slíks húsnæðis enda með öllu óljóst hver á samkvæmt lögum að halda utan um og veita slíka þjónustu. Sjálf verð ég að viðurkenna að hafa ekki hugleitt það nánar hvar mér er ætlað að gista frá dauðdaga og að greftrun og virðist sem sama tómrúm ríki um þetta millibilsástand innan íslenskrar löggjafar. Ég hef því sett saman þingsályktunartillögu þess efnis að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á aðstöðu til umönnunar látinna, geymslu þeirra, aðgengi að líkhúsum eða viðeigandi húsnæði auk regluverks þar að lútandi og mögulegts úrbóta á núverandi lagaumhverfi. Lagalegt tómarúm Það virðist sem aðstaða okkar, frá því læknir hefur staðfest andlát okkar og fram að greftrun, sé heldur ekki eins um allt land. Aðstæður eru mismunandi eftir landshlutum og aðgengi að þjónustu sömuleiðis. Það er vegna þessa sem mikilvægt er að lögfesta jafnt aðgengi að líkhúsum og aðstöðu til að annast hin látnu. Slík þjónusta þarf að vera til staðar óháð búsetu í ljósi þess augljósa, við munum öll deyja. Sjálfsögð þjónusta Þá má heldur ekki gleyma að þjónusta sem þessi, sem ég tel vera sjálfsagða, er þjónusta við aðstandendur látinna og nokkuð víst að við þurfum öll að reiða okkur á hana á einhverjum tímapunkti. Þessu þarf að vinna að af virðingu og alúð jafnt við hin látnu og aðstandendur þeirra, hvar sem þau eru búsett. Það er fullt tilefni til að ganga í þetta þarfa mál af krafti. n Eins og kveðið er – Við munum öll deyja Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna arib@frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is Fall Það mætti halda að einhver í stjórn SÁÁ hafi fallið eftir tíðindi gærdagsins um að frambærileg- asti formannsframbjóðandinn frá upphafi ákvað að draga sig í hlé. Sannleikurinn er alltaf fyrsta fórnarlambið í stríði og því hæpið að hægt verið að komast til botns í samsæriskenningunum sem þar grassera innandyra. Auðvelt er að ráðast á fortíðina í ljósi þess að allir hafa gengið á vegg eða veggi í einkalífinu. Barningurinn innan SÁÁ undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá neinum, allra síst sjúklingunum, og er farinn að minna á Rósastríðin eða Krúnu- leika. En það er fyrrverandi framkvæmdastjóri sem kyndir eldana og bíður máske færis. Keppni í óstarfhæfni Önnur samtök, nær óstarfhæf vegna innanhússdeilna, eru Efl- ing. Mætti halda að keppni stæði yfir milli þessara tveggja félaga um fyrirsagnir og dálksenti- metra fjölmiðlanna. Reyndar er deilan þar inni orðin svo skrýtin að erfitt er að átta sig á henni. En sagan er einhvern veginn á þann hátt að formaðurinn sagði af sér út af deilum við skrifstofufólkið og ætlar nú aftur inn án þess að nokkuð hafi breyst í þeim efnum, nema síður sé. Hvað kenna þessar deilur okkur? Nú kannski að Íslendingum er hreinlega ekki fært að starfa í félagasamtökum. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.