Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 2
Lifi ljósið Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Draumarúmið er frá Dupen Þú finnur draumarúmið hjá okkur. Dupen gæðarúmin eru með yfir 20 ára reynslu á Íslandi. Heilsukoddi fylgir öllum rúmum í febrúar Eftir aflýst flug fyrri Covid- tíma og tregar bókanir vegna faraldursins ríkir gleði á ný í herbúðum þeirra sem starfa við að selja Íslendingum ferðir út fyrir landsteinana. Þre- faldar bókanir síðustu tvær vikur hjá Heimsferðum. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG „Salan hefur tekið mik- inn kipp, hún hefur þrefaldast á ferðum hjá okkur á síðustu tveimur vikum,“ segir Tómas Gestsson, for- stjóri Heimsferða. Eftir að af létting Covid-tak- markana hófst víða um heim hafa ferðaskrifstofur hér á landi fundið fyrir stórauknum bókunum og margföldum ferðavilja Íslendinga út fyrir landsteinana. Tómas segir að bæði sé sótt mikið í sól og skíði. Tvær síðustu vikur hafi verið mjög mikið um bókanir. Sé nú svo komið að ferðir sem farnar verða á sama tíma og vetrarfrí grunnskólabarna stendur yfir séu nálægt því að vera uppseldar. „Það er greinilegt að þessar aflétt- ingar hafa mikil áhrif,“ segir Tómas. Þá sé mikið um bókanir fyrir vorið og sumarið fram undan og hafa starfsmenn annarra ferðaskrif- stofa svipaða sögu að segja. Viðsnúningurinn er sagður sér- lega ánægjulegur í því ljósi að áður hafa f lugfélög og ferðaskrifstofur margoft þurft að aflýsa ferðum eftir að Covid kom upp. Þannig greindi Fréttablaðið frá því að Heimsferðir og Vita aflýstu síðast í haust nokkr- um ferðum til Malaga og Alicante og hefur ferðaframboð eftir Covid þó aðeins verið hluti þess sem hefði getað orðið án faraldurs og margvís- legra takmarkana. Mörg smit greinast enn daglega á Íslandi. Fólk sem starfar í ferða- þjónustu segist hafa þá tilfinningu að þótt bókanir séu nú orðnar líf- legar á ný eftir magra tíma haldi margir enn að sér höndum. Von gæti verið á enn frekari bókana- bylgju innan nokkurra vikna. Utanferðir fjölda Íslendinga hafa legið niðri í tvö ár vegna farald- ursins. Deilur hafa komið upp um endurgreiðslu og ferðaskilmála. Segir fólk í greininni viðbúið að fyrst þegar faraldurinn verður horfinn úr sögunni sem ógn taki landsmenn f lugið sem aldrei fyrr. „Við vonum að það sé bjart fram undan,“ segir Tómas Gestsson. Meðal þess heitasta þessa dag- ana eru skíðaferðir til Evrópu- landa auk þess sem sólarstrendur laða marga að, ekki síst til Kanarí og Tenerife. n Sprenging í sölu utanferða á sólarströnd og í skíðalönd Tenerife heillar marga Íslendinga og ekki síst um jól. Mikið verður sótt í hlýindi og skíðaferðir á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ingunnlara@frettabladid.is COVID-19 Heilbrigðisstarfsfólk hefur mætt í fangelsi til að skima fyrir kórónaveirunni hjá föngum eftir athugasemdir frá umboðsmanni Alþingis. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, heimsótti Litla-Hraun eftir yfirlýsingu frá Afstöðu – félagi fanga um ólíðandi ástand í fangelsum landsins vegna sóttvarna ráðstafana og tafa á rannsóknum lögreglu. Skúli sagði helst kvartað um töf á prófum til að staðfesta smit eða losa fanga úr sóttkví. Að hans mati er mjög brýnt að prófanir fari fram eins fljótt og frekast er kostur þar sem fangar eru í talsvert ann- arri stöðu en al mennir borgarar sem geta sjálfir leitað eftir þessum prófum eða haft frumkvæði að því. Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður fangelsa, segir fangelsismála- yfirvöld taka heils hugar undir með honum. „Við erum jafnframt sammála því að einangrun og sóttkví komi öðru- vísi niður á mönnum sem eru frels- issviptir og þess vegna höfum við lagt okkur öll fram um að hafa þessi mál eins lítið íþyngjandi og frekast er kostur innan þess sem okkur er unnt,“ segir Halldór Valur. n Skimað fyrir veirunni í fangelsum Halldór Valur Pálsson, for- stöðurmaður fangelsa Það er greinilegt að þessar afléttingar hafa mikil áhrif. Tómas Gestsson helenaros@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Árið 2020 voru 962 þungunarrofsaðgerðir fram- kvæmdar hér á landi. Þungunarrof var oftast framkvæmt hjá konum á þrítugsaldri, nærri 52 prósent allra framkvæmdra þungunarrofsað- gerða. Þetta er í fyrsta sinn sem tölfræði um þessa tegund heilbrigðisþjón- ustu er birt eftir gildistöku nýrra laga um þungunarrof sem tóku gildi 1. september 2019. Nokkur munur var á tíðni þung- unarrofs eftir búsetu kvenna. Oftast var þungunarrof gert hjá konum búsettum á Suðurnesjum og sjaldnast hjá konum búsettum á Vestfjörðum, Austurlandi og Norðurlandi. Mikill meirihluti kvenna sem gekkst undir þungunarrof 2020 voru gengnar skemur en níu vikur, eða rúmlega 83 prósent. n Þungunarrof tíðast hjá konum á þrítugsaldri 83% þungunarrofsaðgerða árið 2020 voru fram- kvæmd innan níu vikna. Vetrarhátíð var sett í gær og stendur yfir fram á sunnudag. Á hátíðinni er lögð áhersla á list í almannarými. Í lykilhlutverki er svokölluð Ljósaslóð, gönguleið frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg og á Austurvöll. Verkin verða tendruð á milli klukkan 18.30 og 22.00 alla hátíðardagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 Fréttir 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.