Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.02.2022, Blaðsíða 6
Upphafsálagningu fasteignagjalda í Bláskógabyggð er nú lokið fyrir árið 2022. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagninu vegna ársins 2022. Álagningarseðlar eru ekki sendir út í bréfapósti en hægt er að nálgast þá á heimasíðunni www.island.is en þar eru þeir aðgengilegir í pósthólfi á „Mínar síður“. Innskráning á ,,Mínar síður“ er með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað en kröfur vegna fasteignagjalda koma inn í heimabanka viðkomandi gjaldanda og birtast þar. Allar nánari upplýsingar um álagningarreglur Bláskógabyggðar má finna inni á heimasíðu Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is. Eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í Bláskógabyggð er sérstak- lega bent á að skoða sinn rétt varðandi afslátt af fasteignagjöldum og bent á að kynna sér samþykkt um tekjuviðmið, sem er um afsláttarreglur. Þeim sem óska frekari upplýsinga um álagninguna er bent á að hafa samband við Sigríði Emilíu Eiríksdóttur, skrifstofu Bláskógabyggðar í síma: 480-3000 (mánudaga – fimmtudaga frá kl. 9 -12 og 13 – 15 en föstudaga frá kl. 9 – 12, eða í netfang: emma@blaskogabyggd.is. Bláskógabyggð Álagning fasteignagjalda 2022 ingunnlara@frettabladid.is DÝRAVERND Starfshópur ráðherra sem skoðar blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur hafið störf og safnar nú gögnum fyrir rannsókn sína. Til stendur að boða til viðtala á seinni stigum. Svandís Svavarsdóttir, sjávar­ útvegs­ og landbúnaðarráðherra, skipaði í desember starfshóp til að fjalla um blóðmerahald til fram­ leiðslu á frjósemislyfjum eftir að svissnesk dýraverndarsamtök gerðu heimildarmynd og skýrslu um dýra­ níð á íslenskum blóðtökubæjum. Starfshópurinn skoðar starfsem­ ina, regluverkið í kringum hana og eftirlit, löggjöf og mögulega fram­ kvæmd slíkrar starfsemi erlendis. „Hópurinn hefur fundað nokkr­ um sinnum, vinnunni miðar vel og þau eru að viða að sér gögnum. Búist er við fundahöldum eða viðtölum með utanaðkomandi á seinni stigum vinnunnar hjá hópnum,“ segir Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsinga­ fulltrúi ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. n Vinnu blóðmerastarfshóps miðar vel Gjaldmiðlamálin voru eitt af stóru málunum sem felldu sjálfstætt Skotland í þjóðar­ atkvæðagreiðslu árið 2014. Nú er hafinn undirbúningur að nýjum gjaldmiðli. kristinnhaukur@frettabladid.is SKOTLAND Skoski þjóðarflokkur­ inn hefur hafið undirbúning að stofnun eigin seðlabanka sem gefa á út eigin gjaldmiðil eftir sjálfstæði. Gjaldmiðlamálin voru einn af stóru þáttunum sem felldu tillögu um sjálfstætt Skotland í þjóðaratkvæða­ greiðslunni árið 2014. „Þeir sem vilja sjálfstætt Skotland sáu að ein af stóru ástæðunum fyrir því að fólk treysti sér ekki til að segja já var umræðan um gjaldmiðilinn,“ segir Jón Helgi Egilsson, sem hefur verið í viðræðum við flokkinn um ýmis mál tengd upptöku eigin gjald­ miðils. Jón Helgi, sem áður sat í banka­ ráði Seðlabankans, hefur búið í Edinborg síðan 2017 og ári áður var hann einn af stofnendum fjártækni­ fyrirtækisins Monerium. Fyrirtækið er meðal annars það fyrsta í heim­ inum til að gefa út hefðbundna gjaldmiðla á bálkakeðjum. Hann segir marga smeyka við að breyta um gjaldmiðil, fólk sé með sinn sparnað og húsnæðislán í breskum pundum og óttist hvað verði um það. Fyrir atkvæðagreiðsl­ una árið 2014 hafi Skoski þjóðar­ flokkurinn lofað myntbandalagi við Bretland eftir sjálfstæði. Nokkrum dögum fyrir kosningar hafi Mark Carney, þáverandi seðlabankastjóri Bank of England, slegið það út af borðinu og margir hrukku í kút. Eftir atkvæðagreiðsluna, sem sjálfstæðissinnar töpuðu með 45 prósentum gegn 55, hafi flokkurinn endurhugsað málið. Mest áberandi í þeirri umræðu var Tim Rideout, doktor í hagfræði, sem sagði einu leiðina fyrir Skota að taka upp eigin gjaldmiðil. Þann 28. nóvember síðastliðinn lagði hann fram tillögu á þingi f lokksins um undirbúning að stofnun seðlabanka fyrir Skotland og hún var samþykkt. Flokkurinn, sem er við völd í heimastjórninni, hefur því hafið undirbúning að lagabreytingum til að hægt sé að stofna hann og gefa út eigin gjald­ miðil. „Sjálfstætt Skotland getur ekki stutt eigið bankakerfi í eigin mynt nema vera með eigin seðlabanka, sem er lánveitandi til þrautavara,“ segir Jón Helgi. Með því að hafa eigin gjaldmiðil geti Skotar brugðist við krísum með því að auka pen­ ingamagnið, það er prenta peninga. En þá er komið að annarri spurn­ ingu, um Evrópusambandið og evruna. Skoski þjóðarflokkurinn og leiðtogi hans, Nicola Sturgeon, hafa margsinnis bent á að hver ein­ asta sýsla Skotlands hafi kosið með áframhaldandi veru í Evrópusam­ bandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Skotland vilji vera í Evr­ ópusambandinu og í dag verði ný aðildarríki að taka upp evru. Jón Helgi segir þessa umræðu ekki mjög djúpa í Skotlandi á þess­ um tímapunkti. Ekkert mæli gegn því að stofnun gjaldmiðils, sem hafi vinnuheitið skoskt pund, geti verið millileikur að inngöngu í Evrópu­ sambandið og upptöku evru. „Það er vandkvæðum bundið að taka upp aðildarviðræður við Evrópu­ sambandið ef þú ert með annarra manna gjaldmiðil,“ segir hann. n Ráðleggur Skotum við upptöku nýs gjaldmiðils Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, vill þjóðaratkvæði um sjálfstæði á þessu kjörtímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það er vandkvæðum bundið að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið ef þú ert með annarra manna gjaldmiðil. Jón Helgi Egilsson, með- stofnandi og stjórnarformað- ur Monerium olafur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Í svari Bjarna Bene­ diktssonar, efnahags­ og fjármála­ ráðherra, við fyrirspurn Ástu Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins, um fjölda og heildar­ fjárhæð útistandandi fasteigna­ og neytendalána, sem birt hefur verið á vef Alþingis, kemur fram að heildarskuldir heimila með veði í íbúðarhúsnæði námu í september 2.158,9 milljörðum króna. Óverðtryggð lán eru meirihluti lánanna, 1.117,5 milljarðar, en verðtryggð veðlán nema 1.041,4 milljörðum. Nánast engin lán eru gengisbundin, eða sem nemur 50 milljónum króna. Aðrar skuldir heimilanna nema 502,9 milljörðum og þar af nema verðtryggð lán 284,8 milljörðum og óverðtryggð lán 121,5 millj­ örðum. Íslensk heimili skulda 84,6 milljarða í yfirdrátt í bönkunum en vextir af slíkum lánum eru nú 9,75 prósent. Nær engin yfirdráttarlán, eða samtals um 20 milljónir, eru gengisbundin en gengisbundin lán heimila án veðtryggingar í íbúðar­ húsnæði nema 2,3 milljörðum. Yfirgnæfandi meirihluti lán­ takenda bæði verðtryggðra og óverðtryggðra veðlána velur jafn­ greiðslulán fremur en lán með jöfnum af borgunum. Stafar það án efa af því að greiðslubyrði jafn­ greiðslulána er lægri í upphafi láns­ tímans en greiðslubyrði lána með jöfnum af borgunum af höfuðstól. Greiningardeildir búast við að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 0,75 prósent í næstu viku. Slík hækkun kostar heimilin í land­ inu með óverðtryggð lán á breyti­ legum vöxtum alls um 6 milljarða á ári, velti bankarnir henni allri til lántakenda. n Líkleg hækkun stýrivaxta talin munu kosta heimili landsins sex milljarða Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra svaraði fyrirspurn þingmanns- ins Ástu Lóu Þórsdóttur. Skoða blóðtöku úr fylfullum hryssum. 6 Fréttir 4. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.