Friðarboðinn og vinarkveðjur - 18.03.1943, Qupperneq 8

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 18.03.1943, Qupperneq 8
On His Majesty’s Service Hr. skáld Jóh. Kr. Jóhannesson, Sólvallagötu 20, Rvík. Hr. Jóhannes Kr. Jóhannesson friðar-frelsisforingi. Reykjavík, 27. febr. 1943. Þú emperor skáldanna! Það sem hér fer á eftir, er það, sem gerðist í aðalat- riðum á stórmerkum miðilsfundi hér í bæ 1 7. febr. 1943. Miðillinn vill ómögulega láta nafns sfns getið. Mér er þó óhætt að segja, að þetta er ofur-gáfaður kvenmiðill, sem hlotið hefir miðilsmentun sína í Vínlandi hinu góða. Eftir að miðiliinn (medium) var kominn í sambands- ástand (trance), talaði af vörum hans stjórnandinn er kallar sig Theobald; lét hann þess getið, að mikil ös væri ,,hinumegin“ og vildu andarnir ólmir koma ein- hverju mikiívægu á framfæri við jarðarbúa. Fóru fund- armenn nú að heyra ýmsar raddir og töluðu þær á ýms- um tungumálum og voru all óskýrar, svo erfitt var að greina hvað þær sögðu. Er þetta hafði gengið um hríð, fór hvítleiftrandi geisli um fundarherbergið ásamt sterku rafniagnsútstreymi, sem flestir fundarmenn fundu glöggt. Um leið heyrðist ógurleg rödd sem sagði: Kæru jarðar- börn! Gjörið iðrun, því syndir yðar eru miklar og sljó- leikinn mikill gagnvart fræðurum yðar. Fundarmaður A: Hvaða fræðurum? 8

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.