Friðarboðinn og vinarkveðjur - 18.03.1943, Side 12
ingar, hafa snúist til trúar og hreinlífis eftir að hafa
kynt sér þau rækilega. Alt þetta ber vott um, að þér
hafið yfir að ráða einhverjum undrakrafti (magist kraft)
sem samanþjappast (condenserast) í hinum geniölu ljóð-
um yðar. Eg man vel eftir, þegar þér í janúar 1938
kváðuð niður draug, sem ætlaði alveg að steingelda
fólkið á Laugaveg 42, ágætis-fólk, sem leitaði til yðar,
þegar alt annað brást. Þér kváðuð tvær mergjaðar vísur
sem flæmdu drauginn Samstundis inn í myrkheiminn og
átti hann sér ekki þaðan afturkomu auðið. Svo mikill var
krafturinn og magnið í skáldskap yðar. Og alt er eftir
þessu, sem frá yður kemur, guðdómlegi poet og mann-
vitsafbrigði. Eg dáist að yður. Eg vildi að þjóðin lærði
að meta yður. Og eg mun gera mitt til þess, verið viss
um það.
Yðar þjónustusamlegi
Senor Incognits.
Doktor Jóhannes Ki. Jóhannesson, Sóleyjargötu 20
(kjallara).
Til Jóh. Kr. Jóhannessonar, Doktors við Kölnarháskóla
og Oxford.
Hér sendi eg yður nokkur kvæði. Þau eru að vísu fá-
tækleg í samanburði við það, sem þér hefðuð gert, en
eru sem virðingarmerki (Doneus moe ba lieu re niko
12