Fréttablaðið - 02.03.2022, Page 4
Þetta var þannig að við
máttum ekki hugga
börnin ef þau grétu.
Þorbjörg Guðrún Sigurðardóttir,
fyrrverandi forstöðukona
birnadrofn@frettabladid.is
VINNUMARK AÐUR Á tímabilinu
janúar til júní á síðasta ári voru þrjú
prósent þeirra sem hlutu þjónustu
hjá VIRK tuttugu ára eða yngri. 26
prósent voru á aldrinum 20-29 ára.
Á sama tímabili höfðu 35 prósent
þjónustuþega einungis lokið grunn-
skólaprófi. Alls leituðu 1.111 nýir ein-
staklingar til VIRK á tímabilinu.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
í gær eru ellefu prósent nítján ára
einstaklinga hér á landi hvorki í
skóla né vinnu. Eysteinn Eyjólfsson,
verkefnastjóri almannatengsla og
útgáfumála hjá VIRK, segir sérstaka
áherslu lagða á starfsendurhæfingu
fyrir ungt fólk hjá VIRK. Árið 2019
hafi verið sett af stað samstarfsverk-
efni um bætt lífskjör ungs fólks með
skerta starfsgetu, UNG19.
„Við erum með ákveðna nálgun
og ákveðin sérúrræði hjá okkur sem
henta þessum hóp en til þess að eiga
kost á þeim þurfa einstaklingarnir
Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu
Eysteinn
Eyjólfsson,
verkefnastjóri
almannatengsla
og útgáfumála
hjá VIRK
Fyrrverandi forstöðukona
Vöggustofu Thorvaldsens-
félagsins málaði veggi í falleg-
um litum og keypti leikföng
handa börnunum, en mætti
andstöðu vegna breytinganna
sem hún vildi gera.
elinhirst@frettabladid.is
BARNAVERND Þorbjörg Guðrún
Sigurðardóttir sem tók við forstöðu
Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins
árið 1972 segir að sér hafi blöskrað
það sem við henni blasti á vöggu-
stofunni. Hún veitti vöggustofunni
forstöðu frá 1972 til 1975 og gerði
miklar breytingar á starfseminni.
„Þetta var hreint út sagt hræði-
legt,“ segir Þorbjörg. „Ég tók við
af Gyðu Sigvaldadóttur sem þó
var búin að beita sér fyrir ýmsum
umbótum þegar ég tók við árið
1972.
Ég kynntist vöggustofunni fyrst
þegar ég var við nám í Fóstruskól-
anum árið 1964, en þá fórum við
nokkrar námskonur saman og
vorum á vöggustofu Thorvaldsens-
félagsins í fjóra daga. Okkur varð
svo mikið um að sjá hvernig þetta
var að við kvörtuðum við doktor
Sigurjón Björnsson sálfræðing
sem var einn af kennurum okkar í
Fóstruskólanum og ég veit að hann
fór lengra með málið, meðal annars
var það tekið fyrir í borgarstjórn.
Þetta var þannig að við máttum
ekki hugga börnin ef þau grétu. Við
áttum að gefa þeim pela á fjögurra
klukkustunda fresti og skipta á
þeim, en ekki að skipta okkur af
þeim annars. Síðan var okkur uppá-
lagt að baða börnin en það mátti
aðeins taka fimm mínútur. Það var
allt á þennan veg. Börnin áttu mjög
bágt, þau voru hrædd við snertingu
og mjög inn í sér,“ segir Þorbjörg.
Frétt avak tin á Hr ingbraut ,
Fréttablaðið og frettabladid.is
hafa fjallað ítarlega um svokallað
vöggustofumál á undanförnum
dögum. Borgarstjóri sagði í gær að
nauðsynlegt væri að öll kurl kæmu
til grafar í þessu alvarlega máli og
ætlar að leggja tillögu fyrir borgar-
ráð í næstu viku um að málið verði
rannsakað.
Rætt hefur verið við þá Viðar
Eggertsson leikstjóra og Árna Krist-
jánsson sagnfræðing sem báðir voru
vistaðir á vöggustofunni, sem þá hét
Hlíðarendi, sem smábörn og hafa
lýst óhugnanlegum aðstæðum þar
og hve vanrækt börnin hafi verið
hvað snertir andlega örvun og hlýju.
„Síðan kom ég aftur að heimilinu
árið 1972 og þá sem forstöðukona
eins og áður segir. Þá beitti ég mér
fyrir breytingum en mætti mikilli
andstöðu. Ég lét mála allt í glaðari
litum, keypti leikföng handa börn-
unum og passaði það að ef komið
var með systkini á vöggustofuna
að þau væru ekki skilin að. Ég fann
f ljótlega mun á börnunum því að
þau fengu aðeins meiri örvun og
umhyggju og ég fann að starfs-
fólkið, meira að segja læknirinn
sem var mjög mótfallinn þessu, sá
framfarirnar,“ segir hún. n
Máttu ekki hugga börnin sem grétu
Þorbjörg Guðrún Sigurðardóttir var forstöðukona á vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1972 til 1975 og
gerði þar miklar breytingar til góðs. MYND/HALLA HARÐARDÓTTIR
Kristjana Stefáns
JAMES OLSEN
ssveeiifflunnarrr
1. APRÍL, ELDBORG
Róbert Spanó,
forseti Mann-
réttindadóm-
stólsins
adalheidur@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Róbert Spanó, forseti
Mannréttindadómstóls Evrópu,
ákvað í gær að fallast á beiðni
Úkraínustjórnar um að gripið yrði
til bráðabirgða ráðstöfunar vegna
hernaðaraðgerða Rússlands, degi
eftir að hún var send inn.
Beiðnin er vegna „stórfelldra
mannréttindabrota sem framin
hafa verið af hálfu rússneska hersins
í árásarstríði Rússlands gegn Úkra-
ínu og á yfirráðasvæði hennar.“ Hún
er sett fram vegna máls sem úkra-
ínska stjórnin hefur þegar höfðað
gegn Rússlandi.
Að mati dómsins valda hernað-
araðgerðir Rússa víða innan Úkra-
ínu mikilli hættu á alvarlegum og
ítrekuðum brotum á ákvæðum
mannréttindasáttmálans, meðal
annars um bann við pyndingum
og ómannúðlegri meðferð eða refs-
ingu, réttinum til lífs og réttinum til
friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.
Með það að markmiði að koma
í veg fyrir slík brot og í þágu máls-
aðilanna beggja og þeirrar máls-
meðferðar sem fram undan er fyrir
réttinum skorar dómstóllinn á rúss-
nesku ríkisstjórnina að hún beiti
hvorki her sínum gegn almennum
borgurum né geri svæði almennra
borgara, svo sem íbúðarhús, skóla
og sjúkrahús, að skotmörkum.
Mælst er til að Rússar tryggi tafar-
laust öryggi spítala, sjúkraskýla,
heilbrigðisstarfsmanna og sjúkra-
bifreiða á hernumdum svæðum eða
þeim sem ráðist hefur verið á. n
Brást fljótt við
að fara fyrst til læknis og fá beiðni
um starfsendurhæfingu,“ segir
Eysteinn.
„Það er mikilvægt að sinna þessum
hópi sérstaklega vel en allar rann-
sóknir sýna að því lengur sem fólk er
frá vinnumarkaði og dettur í minni
virkni eða óvirkni því erfiðara er að
fara aftur inn,“ bætir Eysteinn við.
Hermundur Sigmundsson prófess-
or benti á það í samtali við Frétta-
blaðið í gær hversu kostnaðarsamt
það væri fyrir samfélagið að missa
mannauð út af vinnumarkaði og úr
framhaldsnámi. „Ef bætur eru um
300 þúsund krónur þá eru þetta háar
upphæðir,“ sagði Hermundur.
Á síðasta ári voru 6.369 einstakl-
ingar sem einungis höfðu lokið
grunnskólanámi eða sambærilegri
menntun á atvinnuleysisskrá. Árið
á undan voru þeir tæplega 6.800.
Árið 2020 voru 1.568 einstaklingar á
aldrinum 16-24 ára á skrá hjá Vinnu-
málastofnun, 170 þeirra voru á aldr-
inum 16-19 ára. n
4 Fréttir 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ