Fréttablaðið - 02.03.2022, Síða 15

Fréttablaðið - 02.03.2022, Síða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 2. mars 2022 „Okkar von er að niðurstöður rannsóknanna muni auka skilning á útbreiðslu og ástæðum eineltis og styrkja um leið forvarnarstarf hér á landi,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Heilbrigðissvið Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eitt mikilvægasta lýðheilsuverkefni hvers samfélags Rúnar Vilhjálmsson, pró- fessor í félagsfræði, rann- sakar ásamt samstarfsfólki afleiðingar eineltis á börn og unglinga en það getur haft mikil og langvinn áhrif á líðan og lífshlaup þeirra síðar á lífsleiðinni. 2 Þeir í BTS voru kosnir tónlistarmenn ársins 2021 á amerísku tónlistar- verðlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is K-poppsveitin BTS er gríðarlega vinsæl í Asíu og í Bandaríkjunum. Þann 12. mars mun hljómsveitin eiga sögulega stund þegar hún sendir út tónleika í beinni útsendingu frá Seúl, beint í kvik- myndahús um allan heim. Áður hefur BTS sett nokkur heimsmet á YouTube. Hljómsveitin mun halda að minnsta kosti þrenna tónleika í Seúl en aðeins einir þeirra fara í bíóhús. Allir tónleikarnir fara fram í Seoul Olympic Stadium og er miðasala á netinu. BTS verður líklega fyrst til að halda popptónleika í beinni útsendingu í kvikmyndahúsum. Viðburðurinn, sem nefnist BYS Permission to Dance on Stage – Seoul, mun standa í þrjár klukku- stundir. Fluttir verða stærstu smellir bandsins en BTS saman- stendur af sjö strákum frá Suður- Kóreu. Síðasta tónleikaferðalag BTS bar sama nafn og tónleikarnir sem verða sýndir í kvikmynda- húsum. Uppselt var á ferna tón- leika í Los Angeles þar sem 813 þúsund áhorfendur fylgdust með á staðnum og í streymi. Gríðarlega vinsælt strákaband Í október var hljómsveitin efst á Billboard-vinsældalistanum í Bandaríkjunum með lagið My Uni- verse sem var samstarfsverkefni með Coldplay og er vel þekkt hér á landi. Þegar BTS kynnti lagið sitt Dynamite á YouTube í ágúst 2020 horfði 101,1 milljón manns á þá á aðeins einum degi. n BTS beint í bíó ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.