Fréttablaðið - 02.03.2022, Side 20
Alþjóðablaksam-
bandið ætlar að halda
HM í Rússlandi í ágúst.
Þeirri ákvörðun verður
ekki breytt.
16 Íþróttir 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR
Íþróttasambönd hafa sagt
skilið við Rússa í kjölfar
stríðsbrölts þeirra yfir til
nágranna sinna í Úkraínu.
UEFA hefur fært úrslitaleik
Meistaradeildarinnar frá
Sankti Pétursborg og FIFA
hefur útilokað Rússa frá HM
í Katar. Meira að segja litla
Ísland hefur mótmælt.
benediktboas@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnusamband
Íslands hefur ákveðið að íslensk
landslið muni ekki leika gegn lands-
liðum frá Rússlandi og ekki spila í
Hvíta-Rússlandi í leik sem átti að
fara fram í apríl. KSÍ bættist þar með
hóp landa sem hafa mótmælt stríðs-
rekstri Rússa gegn Úkraínu.
Rússneskt íþróttafólk hefur
verið gert afturreka eftir að
stríðið hófst í austri. Þannig mælti
Alþjóðaólympíu nefndin með því að
íþrótta menn frá Rússlandi og Hvíta-
Rússlandi yrðu útilokaðir frá alþjóð-
legum íþróttakeppnum.
Rússneskir knattspyrnumenn
munu ekki taka þátt í HM í Katar
og afar ólíklegt er að rússneska
kvennalandsliðið spili á EM í sumar
á Englandi.
UEFA tók úrslitaleik Meistara-
deildarinnar af Sankti Pétursborg
og færði hann til Parísar.
Fastlega er búist við að Rússar og
Hvítrússar fái ekki að taka þátt í
Vetrarólympíuleikum fatlaðra sem
hefjast í Beijing í vikunni.
Þá tilkynnti Alþjóðaíshokkísam-
bandið að HM ungmenna færi ekki
fram í Síberíu eins og áætlanir gerðu
ráð fyrir. Finnar vilja að sambandið
gangi lengra og taki HM af Rúss-
landi sem fara á fram í maí.
Alþjóðarúgbýsambandið hefur
bannað Rússum að taka frekar þátt
fyrir HM í Frakklandi sem fram fer
á næsta ári. Þar eru Rússar í fimmta
sæti og konunum hefur verið bann-
að að taka þátt á HM í Suður-Afríku
sem fram fer síðar á þessu ári.
Þá verður enginn Formúlu-kapp-
akstur í Rússlandi og Alþjóðaskíða-
sambandið hefur f lautað af eða
fært fimm viðburði sem áttu að fara
fram í Rússlandi. Alþjóðaskáksam-
bandið hefur ákveðið að færa FIDE-
skákþingið og undanúrslitunum
í vatnapóló sem áttu að fara fram
um helgina hefur verið slegið á frest.
Það eru þó ekki allir að snúa
baki við Rússum vegna stríðsins.
Alþjóðablaksambandið ætlar að
halda HM í Rússlandi í ágúst. Þeirri
ákvörðun verður ekki breytt.
Ekki í fyrsta sinn
Rússar eru ekki fyrsta þjóðin sem
fær rauða spjaldið frá fótbolta-
samfélaginu. Þjóðverjar og Japanir
fengu ekki að taka þátt í HM árið
1950 vegna framgöngu sinnar í
heimsstyrjöldinni síðari.
Rússar fá rautt spjald í heimi íþrótta
Cafu dregur Ísland upp úr hattinum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Falleg stund á Goodison Park í Bítlaborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Úr leik Íslands og Rússa í körfubolta. Tryggvi Snær í baráttu undir körfunni.
Samstaða með Úkraínu var á Wem-
bley á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
benediktboas@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Þróttarar eru verulega
ósáttir við Dag B. Eggertsson og
borgarstjórn hans og skrifa ítarlega
grein um það á vef sínum sem birtist
í gær. Félagið telur það hafa verið
svikið um loforð um uppbyggingu
í Laugardalnum. Jón Arnór Stefáns-
son, einn besti körfuboltamaður
landsins, bætti um betur og skrifaði
harðorðan pistil á fréttavefinn Vísi.
Áköll eru um uppbyggingu í
Laugardalnum en það er ekki bara
Þróttur sem fer fram á slíkt. Laugar-
dalshöllin sem hýsir landsleiki í
körfu og handbolta er ónothæf og
þá er hugað að uppbyggingu Laugar-
dalsvallar sem hýsir karlalandsliðið
í fótbolta.
„Það kom því fulltrúum íþrótta-
félaganna í Laugardal verulega á
óvart að sjá tillögur borgarstjóra
nýverið um uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja í dalnum þar sem
bygging þjóðarhallar er fyrsti
kostur en horfið frá byggingu
íþróttahúss fyrir íþróttafélög og
skóla sem þjóna eiga börnum og
unglingum. Þessar tillögur ganga
þvert gegn áherslu fyrrnefndrar
viljayfirlýsingar og taka með engu
móti tillit til brýnnar þarfar á nýju
íþróttahúsi í hverfinu. Óhætt er
að fullyrða að þessar nýju tillögur
séu í andstöðu við skýran vilja
íbúa hverfisins og geri samráð og
samstarf fulltrúa borgarinnar og
íþróttafélaganna undanfarin mörg
ár að engu,“ segir í yfirlýsingu frá
aðalstjórn Þróttar.
Telur aðalstjórn Þróttar að sá
hluti viljayfirlýsingarinnar sem
fjallar um byggingu íþróttahúss
sé fallinn um sjálfan sig, enda hafi
borgin ekki staðið við nein þau
tímamörk sem í yfirlýsingunni
voru tilgreind.
Jón Arnór benti á að Laugar-
dalurinn, sem er stærsta uppbygg-
ingarsvæðið í dag, væri eina borgar-
hverfið þar sem íþróttahús vantar
fyrir íþróttafélögin sem þar halda
úti starfsemi. Hann spyr einfaldrar
spurningar. „Stendur til að byggja
fjölnota íþróttahús fyrir íþrótta-
félögin í hverfinu, eða er Degi og
félögum alveg sama um íþrótta-
iðkendur hverfisfélaga Laugar-
dalsins?“ skrifar Jón. ■
Jón Arnór og Þróttarar ósáttir við borgarstjóra
Jón Arnór Stefánsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Suður-Afríka var útilokuð frá
alþjóðlegri knattspyrnu til ársins
1990 vegna aðskilnaðarstefnu sinn-
ar. Mexíkóar fengu ekki að taka þátt
árið 1990 fyrir að hafa notað eldri
leikmenn á HM ungmenna árinu
áður og Chile fékk rauða spjaldið
árið 1994 fyrir svindl.
Þá þót t ist ma rk vörðu r inn
Roberto Rojas meiða sig alvarlega
þegar blys lenti skammt frá honum.
Þegar myndbönd voru skoðuð kom
í ljós að Rojas var með rakvélablöð í
markmannshönskunum og skar sig
í framan. ■
Ronaldo í leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI Í gegnum tíðina hefur
enginn efast um Cristiano Ronaldo
sem knattspyrnumann en undan-
farnar vikur hefur borið á því. Þann-
ig er sagt frá því í enskum blöðum
að Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri
Manchester United, sé byrjaður að
efast um Ronaldo og hæfni hans til
þess að leiða sóknarlínu liðsins.
Ronaldo hefur skorað eitt mark í
síðustu tíu leikjum sínum hjá Uni-
ted en hefur samt sem áður haldið
sæti sínu undir stjórn Rangnick.
Staðarblaðið í Manchester fjallar
um þetta og segir að þolinmæði
þýska stjórans sé nánast á þrotum,
vandamálið er hins vegar að United
hefur fáa aðra kosti. Félagið ákvað
að losa sig við Anthony Martial í
janúar, Mason Greenwood er grun-
aður um gróft of beldi gagnvart
fyrrum unnustu sinni og þá er Edin-
son Cavani oft á tíðum meiddur sem
eykur álagið á 37 ára Ronaldo. ■
Efast um Ronaldo
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI Jurgen Klopp, stjóri Liver-
pool, hefur lofað því að Harvey
Elliott, leikmaður félagsins, muni
ekki fagna með blysi aftur. Þessi 18
ára gamli piltur fékk blys hjá stuðn-
ingsmanni Liverpool til að fagna
sigri í deildarbikarnum á sunnudag.
Enska knattspyrnusambandið
hefur tekið Elliott á teppið fyrir
að fagna sigri liðsins með þessum
hætti. „Ég get lofað því að hann
gerir þetta ekki aftur. Er þetta það
versta sem við höfum séð gerast í
heimi fótboltans? Nei,“ sagði hinn
geðþekki þýski stjóri en Liverpool
vann sigur á Chelsea í vítaspyrnu-
keppni í úrslitaleiknum. ■
Elliott litli leggur
blysið á hilluna
Elliott og blysið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY