Fréttablaðið - 02.03.2022, Page 28

Fréttablaðið - 02.03.2022, Page 28
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Fyrir lifandi heimiliAF ÖLLUM SÓFUM OG STÓLUM* TAX FREE 2. - 7. MARS * Taxfree tilboðið gildir af öllum sófum og stólum nema sérpöntunum og Skovby. Afsláttur jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. SCOTT Hornsófi úr sterku koníaksbrúnu bonded leðri (leðurblöndu). Sterkir fætur úr svörtu járni. Hægra eða vinstra horn (ekki færanlegt). Stærð: 293 x 217 x 85 cm. 225.812 kr. 279.990 kr. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Dýpra reyndist á ljósmyndum frá löngu liðnum öskudögum en ráð var fyrir gert þegar Fréttablaðið freistaði þess að fá fullorðin öskudagsbörn til þess að deila minningum sínum með alþjóð. Enda öll þau sem leitað var til komin af léttasta grímubúningaskeiði áður en snjallsímavæðingin leysti filmumyndavélar og framköllun af hólmi. odduraevar@frettabladid.is toti@frettabladid.is Ragnhildi Steinunni, Manuelu Ósk, Birgittu Líf og Laufeyju Haraldsdótt- ur tókst þó af harðfylgi og útsjónar- semi að grafa upp gamlar myndir af til dæmis ljóni, engli, lítilli mús og hjúkrunarfræðingi með Madonnu- klippingu sem staðfesta rækilega að heimagerðir búningar rúma mikla gleði og ljúfar æskuminningar ekk- ert síður en Marvel- og Disney-hetjur og uppblásin furðufyrirbæri. ■ Öskudagsminningar fyrir tíma Marvel og snjallsíma Alltaf elskað engla Birgitta Líf Björnsdóttir „Ég hef alltaf elskað engla og verið mikill engill sjálf. Þetta á því vel við mig enn þann dag í dag,“ segir Birgitta Líf sem heldur að hún hafi verið níu ára gömul þegar hún skartaði þessum öskudagsbúningi. Alltaf elskað öskudaginn Laufey Haraldsdóttir „Ég hef alltaf elskað öskudag- inn því mér finnst svo gaman að vera í búningi. Ég man að ég var mjög fúl að vinna ekki búningakeppnina þegar ég var næturdrottningin,“ segir Laufey sem gat betur og töfraði fram hvorki fleiri né færri en fjórar öskudagsmyndir. „Hér koma krúttlegustu myndir af mér í heimin- um!“ segir hún um myndirnar þar sem hún birtist sem tveggja ára mús, þriggja ára kanína, fjögurra ára álfaprinsessa og sjö ára næturdrottningin sem missti af verðlaununum. Ég heiti Manuela, ég er ljón Manuela Ósk Harðardóttir „Þetta er ljón, augljóslega,“ segir Manuela við heldur kjánalegri spurningu um hvort þarna hafi verið á ferðinni köttur eða ljón. Hún telur öruggt að hún hafi verið níu ára þegar myndin var tekin. Hjúkrunarfræðingur með Madonnu-klippingu Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir „Sko, ástæðan fyrir að ég er snoðuð fjögurra ára gömul er sú að ég fékk Madonnu-plötuna á heilann 1983. Hlustaði á Holiday, Borderline og öll þessi lög daginn út og daginn inn og heimtaði að vera stutthærð eins og átrúnaðargoðið,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem féll ung fyrir tónlist Madonnu af fyrstu plötu poppdívunnar. „Af klippingunni að dæma hefur þetta líklegast verið „hjemmelavet“ en við fjölskyldan bjuggum í Danmörku á þessum tíma þar sem foreldrar mínir voru í námi,“ segir Ragnhildur Steinunn og bætir við að eftir að næsta plata Madonnu, Like a Virgin, kom út hafi ekki verið aftur snúið. „Ég er nokkuð viss um að dans- spor frumburðar foreldra minna hafi valdið þeim töluverðum áhyggjum af því sem koma skyldi og örugglega nokkuð góð ástæða fyrir því að þau töldu mig af því að vera Madonna þennan öskudag og sannfærðu mig um að snoð- aður hjúkrunarfræðingur væri töff.“ „Ekki eru myndgæðin mikil en fjögurra ára gömul var ég snoðaður hjúkrunar- fræðingur,“ segir Ragnhildur Steinunn. MYND/AÐSEND 24 Lífið 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 2. mars 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.