Fréttablaðið - 02.03.2022, Qupperneq 32
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is
Láru G.
Sigurðardóttur
n Bakþankar
Rúm hálf öld er liðin síðan John
Lennon gaf út lagið Imagine þar
sem hlustendur eru hvattir til að sjá
fyrir sér mannkynið sameinast um
frið. Síðar sendi hann frá sér lagið
Give Peace a Chance í tilefni loka
Víetnamstríðsins 1975.
Nú standa 44 milljónir Úkra-
ínubúa andspænis stríði. Hálf
milljón er nú þegar á flótta. Þá
skýtur skökku við að horfa á
roskinn mann taka jafn afdrifa-
ríkar ákvarðanir sem stríði fylgja
– flestir róast með aldrinum. Eins
hefði maður talið að nútíma sam-
skiptafærni kæmi í veg fyrir stríð.
Á meðan við getum talað saman
í lifandi mynd milli heimsálfa og
læknað sjúkdóma sem voru áður
ólæknandi, þá grípa menn til vopna
líkt og á miðöldum. Hermenn eru
strengjabrúður valdsins og þeir sem
standa uppi eftir stríðið eiga ekki
alltaf afturkvæmt í samfélagið, því
stríð rænir þá innri friði. Nýlegar
rannsóknir sýna að um 250 þúsund
hermenn úr Víetnamstríðinu þjást
af áfallastreituröskun mörgum ára-
tugum eftir að því lauk.
Þá kveikir það von að horfa á
viðbrögð ríkja heims, sem sýnir
að meirihluti mannkyns kýs frið.
Þjóðir bjóða aðstoð sína eða leggja
á höft til að þvinga Pútín til að
draga herlið sitt heim.
Ísland hefur verið álitið frið-
sælasta land í heimi síðan Global
Peace Index var fyrst mældur árið
2008. Þá er táknrænt að Yoko Ono
valdi Ísland fyrir Friðarsúluna
sem var vígð árið áður en Ísland
hreppti fyrst titilinn. Á súluna eru
orðin Imagine Peace áletruð á 24
tungumálum, en að sjá fyrir sér
frið er einmitt fyrsta skrefið í átt að
friði. Ísland hefur í gegnum tíðina
stuðlað að friði, samanber leiðtoga-
fundinn í Höfða. Okkur er treyst
fyrir Friðarsúlunni, en hvað erum
við að gera núna til að stuðla að
heimsfriði? n
Heimsfriður
Er þitt fyrirtæki
tryggt fyrir
netárásum? Hugsum í framtíð
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is
UMHVERFISVÆN
PRENTUN
islenskt.is
Borðaðu hana í heilu lagi; skorna í helminga, langsum
eða þversum, í sneiðar, stilka eða litla safaríka teninga.
Vatnsmælirinn: Gúrka 96% íslenskt vatn
Grúka
Það er svo létt að breyta íslenskri gúrku
í eitthvað alveg nýtt og ferskt.