Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Blaðsíða 4
68
áÖgur cs skrítinr
aihrúgunni. Hann spriklaöi og brauzt úm, og konan
og börnin íiýttu sér nú honum til hjálpar.
»Nei. nei, verið þið nú kyrr*, segir hann; >Ég get
bjargað mér sjálfur«. Hann reis upp hægt og gæti-
lega, Þau störðu öll á hann, en enginn þorði aö niæla
orð af munni.
^Éetta var sorglega slysalegt fyrir mig*, sagði hann
loksins skjálfraddaður.
»Já — en, Túlíus«, segir frú Júlía ósköp blítt og
gætilega.
ífú átt að þegja, Júlía!« svarar Tollerup reiðilega.
»Geturðu hreint ekki skilið. hve örlagarík stund þetta
er. Éað eru þvílík augnablik, sem grafa grundvöllinn
undan striti föðursins, þegar hann er að skapa fjöl-1
skyldunni heimili.
Sjá, hér stendur faðir ykkar, börn, meiddur og mar-
inn um allan líkamann, og hverjum er það að kenna?
Nú verð ég, ef til vill veikur, ég datt á veiku hliðina;
en það kærið þið ykkur auðvitað ekkert um. En eitt
skal ég segja ykkur, börn, að þegar ég er dáinn og
horfinn, þá munuð þið minnast þessarar stundar, og þá
munuð þið iðrastt.
»En góði Tollerup!« greip frú Júlía fram í.
»Éú ættir ekki að grípa fram í fyrir mér, Júlía, þu
ættir að hjálpa mér. Þetta er miku mikilvægara, held-
ur en þú hefir hugmynd um. Hver var það, sem henti
viðarskíðinu í hlaðann? Ég keyrði það vel, en ég fæ
sennilega aldrei að vita, hver sökudólgurinn er«.