Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Blaðsíða 10

Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Blaðsíða 10
Nelly Gwin — Úr ensku. — Jpekkirðu Nelly Gwin? — já, ég held það nú, hún sem er systir mín. Og við erum meira að segja tví- burar, þótt hún sé tuttugu árum eldri en ég. Þegar við komum fyrst í þennan heim, vorum við jafn gömul, eins og tvíburar eru venjulega. Fáeinar mfnutur frá eða til telur maður ekki. Ég var samt elztur, þar eð ég sá dagsins ljós nákvæmlega I2V2 mínútu á undan systur minni. Hún hét þá ekki Nelly Gwin. í’að nafn fékk bún í skírninni. Ég var því ábyggilega eldri. Foreldrar okkar eru vitnisbær um það. Og í mörg ár vorum við jafn gömul að undanskildum þessum fáu mínútum. Ég var víst 12 ára, þegar skollaleikurinn hófst, »Hvað ertu gömul?< sagði ungur maður við systur mína og kleip í kinnina á henni. »Ég? 14 ára«, svaraði hún og blóðroðnaði. Ég hélt það væri af því, að hún skrökvaði. »En Nelly!* sagði ég eftir á. •Í’ví varstu að skrökva að jnanninum?«

x

Sögur og skrítlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.