Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Síða 7
Sögur og skrítlur.
71
Nú stóð hun írammi !jrrir honum. Kveðja hennar
var hlédræg og nærri þvi kuldaleg; en samt var ein-
kennilegt blik í augum hennar, svo aö hjarta hans tók
að slá hraðara.
Er þau höfðu gengið samhliða um hrið, staðnæmdist
Knútur beint fyrir framan hana og snéri sér að henni.
»Nú verð ég að tala við þig aftur, Gréta, ég get
ekki látið það vera. Eg hugsa um þig nótt og dag,
og nú verð ég að segja þér allt saman», Hann horfði
á hana og var fölur af geðshræringu og eftirvænt-
ingu, —
»Þér eigið ekki að segja mér eitt einasta orð«, svar-
aði Gréta og kerrti hnakkann. »Er ég ekki búin að
segja yður, að þér verðið að bíða að minnsta kosti
eitt ár. Ef þér farið nú aftur að spjalla um ást og
þessháttar, þá vil ég ekki framar ganga út með yður.
Hvað haldið þér, að pabbi myndi segja, ef ég kæmi
allt í einu með yður til hans. Við verðum bæði að
hugsa um nám vort fyrst um sinn, það vitið þér svo
vel«. Gréta leit strangt og alvarlega á hann.
Knútur drap höfði í auðmýkt, og þau héldu áfram.
Svo fór hann að spjalla um hversdagslega hluti. Hann
Sagði henni frá litla hundinum hennar frænku sinnar,
sem var svo fjarska skemmtilegur og kunni svo marg-
ar kúnstir.
En hvaö það hlýtur að vera skemmtilegur hundur!«
sagði Gréta hæðnislega. Hún var alvarlega reið og
ákaflega vonsvikin. Alltaf hafði hún brosað yfirlætis-
lega, er hún hafði lesið um kvonbænir fyrr á dögum,