Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Qupperneq 15
Sogur og skrítluf.
79
— Kanntu aö setja í gang mótorhjól?
— Nei.
— Þá ertu kannske svo vænn aö gá að hjólinu
mínu, meðan ég er inni í búðinni,
— En að hún skyldi geta gífst svona lúpulegum og
mannfælnum náur.ga!
— Hann var ekki svona, áður en hann giftist.
— Hvernig stendur á því, að þú hefir allt af með
þér tvær samanbundnar regnhlífar?
— Jú, ég er svo gleyminn. Ef mér skyldi verða það
á, að gleyma annari regnhlífiinni, þá hefi ég samt
hina eftir.
Litli bróðir kemur háorgandi inn til móður sinnar,
rifinn og blóðugur í andliti, og klagar Pétur bróður
sinn. Móðirin verður æst og segir ógnandi:
Guö náði endann á þér, drengur minn, ef þú hefir
gert þetta með ásetningi!
Pétur verður dauðhræddur og er í standandi vand-
ræðum. Loksins stynur hann upp:
— Nei, ég gerði það ekki með ásetningi, mamma
mín, — ég gerði það með nöglunum!
Prestur nokkur auglysti eftlr ungum manni til jtmis-
legra heimilisstarfa. Morguninn eftir kom ungur maður
inn á skrifstofu hans,
— Getið þér lagt í oíninn á morgnana og haft morg
unverðinn tilbúinn kl. 7? spurði presturinn.