Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Blaðsíða 3
Söjjur og skrhiuf
í "
b/
gætir komið meö viðarskíðin alveg til mín. Úr því ég
hefi barist við að sjá fyrir þér í tölf ár, þá ættir þú
að geta gengið þessi tvö þrjú sporin vegna hans föður
þíns«.
Herra Tollerup hefir nú hlaðið tvær þrjár álnir upp
með vegnum. Hlaðinn er allur skakkur og grunsam-
lega bambamikill.
»Bara að hlaðinn velti nú ekki, góði Júlfus«, áræðir
kona hans að segja.
»Eg er ekki að heimta, að þú eigir að strita eins
og ég«, segir herra Tollerup og lítur á hana ásökun-
araugum. »Til þess hefir þú hvorki verksvit né krafta;
en mér finnst nú samt, að þú ættir að minnsta kosti
— barnanna vegna — að láta vera að koma meö svona
vitlausar athugasemdir. Þú getur auövitað ekki gert
að því, að þú fæddist f smágötu úti á Amakri og hefir
ekki haft tækifæri til að litast neitt um í heiminum,
en þú ættir þó að geta þagað, þegar um þau málefni
er að ræða, sem þú hefir ekkert vit á. Og viðarhlaði
á að vera bogadreginn aö framan, það hélt ég, að þú
vissir«.
»lá — en, bara að hann hafi ekki orðið of mikiö
bogadreginn*, stundi frúin upp.
Tollerup snyr sér snöggt að henni, en áður en hann
hefir opnað munninn, heyrist heilmikill skruðningur, og
viðarhlaðinn hrynur fram á gólf. Tollerup, sem hafði
snúið baki við hlaöanum til þess að áminna konu sína,
steypist áfram á steingólfið og lá nú flatur í miðri við