Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Side 12
76
Sögur og skrítlur
hún gleymdi þessu aldrei síðan. Það er sumt, sem
konur geta hvorki gleymt né fyrirgefið.
En er dóttir hennar, sem fæddist í þennan heim
fyrir 15 árum, vildi allt í einu vera 17 ára, þá tók
móðirin að ruglast í reikningnum, og nú ásetti hún sér
að eldast i hvelli.
Á fáeinum vikum varð hún 33, 34, 36 og 38 áta,
svo náði hún aftur mér, sem var á 40. ári, og hlióp
svo 5 ár fram úr mér á skömmum tíma.
>Já, maður fer að verða gamall*, sagði hún.
»Já, en það getur engin séð á yður«.
»Æ, jú, svona, er það nú. því miður«.
Og nú hríðvesnaði það. Daginn eftir hafði hún elzt
um 2 ár.
Ekki leið á löngu, áður en dóttir hennar fór að yngj-
ast aftur. Og þannig leið tíminn.
í dag er ég 80 ára. Ég tek »Morgunblaðið« og les:
»100 ára
er í dag heiðurskonan frú Nelly fædd Gwin, og heldur
enn öllum líkams- og sálar kröftum sínum óskertum.
Fjöldi vina og ættingja — — —
Systir mín var stórhreykin af þessu. Blaðið flutti
mynd hennar og ævisögu. Hún hafði sjálf sagt frá
öllu, þvf hún mundi glöggt jafnvel smáviðburði frá
árinu 1848. En hún gleymdi samt því, að hún fæddist
ekki fyrr en 1858, en það verður maður að fyrirgefa
100 ára konu.
»Já og jæja«, sagði hún og klappaði yngstu dóttur