Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Side 8

Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Side 8
72 Sögur og skrítlur, með háfleygu málsskrúði og miklum orðalengingum. 0g hún hafði hlegið innvortis, er amma hennar hafði sagt frá því, hvernig afi hennar hefði beðið hennar fyrir 70 árum síðan. Þá hafði Gréta heitið sjálfri sér því, að það skyldi nú verða ó allt annan veg, er röðin keemi að henni. Djarflega og hlátt áfram í algengum einföldum orðum. En þrátt fyrir það hefði Knútur farið að biðja hennar hérna um daginn nákvæmlega á sama hátt, og afi hennar hafði gert. Hann sagðist elska hana og ekki getað lifað án hennar, og margt fleira af sama tagi hafði hann sagt. Og það var ennþá fleira, sem hún hafði áhyggjur af. Hún haföi sagt, að hann yrði að biða heilt ár. Hún hafði ekki einu sinni sagt það sérlega ákveðið; en samt hafði Knútur undir eins sætt sig við það, Og nú var hann stilltur og rólegur eins og riddari, sem unnið hefir heilagt heit. Og nú gai hann spjallað um litla hunda, sem kunnu allskonar kúnstir. Að hann skyldi ekki geta skiJið það, að nú lifðu þau á allt öðruin tfmum! Það var alveg, eins og Knútur hefði lesið hugsanir hennar. Er þau rétt á eftir komu inn á milli hárra grenitrjáa, tók hann hana allt í einu í faðm sinn og kyssti hana mörgum sinnum. »Þú tókst líklega eftir því, að ég sagði ekki eitt einasta orð«, sagði hann, er hann sleppti henni aftur. • ‘Þó að þú þyrðir það nú ekki!« svaraði Gréta »En það var nú samt einskonar snuð, og það má ekki koma fyrir aftur«, bætti bún við í ströngum tón,

x

Sögur og skrítlur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.