Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Side 6

Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Side 6
Æsku^ástir — Úr dönsku — Knútur var ungur og glaður og gekk út í skóg, Loítið var hreint og tært, og hugur hans bjartur og glaður. Hann hafði haft mikið andstreymi undanfarið, og virzt allur heiœurinn grár og drungalegur. En nú var allt orðið breytt. Hann var gagntekinn af gleði þennan fagra góðviðrisdag, og honum viriist lífið ein- tómt sólskin. Skófardúfa kurraði inn á milli trjánna. Tónar henn- ar voru blíðir og þýðir, eins og þeir kæmu frá hans eigin brjósti. Er hann hafði gengið spölkorn, heyrði hann létt fótatak, og í sömu svifum sá hann Grétu, sem hann einmitt var að bíða eftir. Hún hafði ekki enn orðið hans vör, og hann gat því virt hana fyrir sér, þar sem hún kom fram á milli trjánna. Hver hreyfing hennar var yndisþrungin og þýð og ljóðræn eins og tónar í fögru lagi. Hann fann sterkt til þess, hve heitt hann unni henni, og var hamingjusamur og sæll við tilhugsunina um, að hún ætti að verða unnusta hans og eiginkona,

x

Sögur og skrítlur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.