Sögur og skrítlur - 15.11.1938, Side 14
SÖgur og skrítiut.
það væri karl sinn, sem kæmi fullur heim, og tók á
móti honum, eins og hún var vön. Björninn slapp með
naumindum lifandi út aftur. Hann var svo skelkaður,
að hann hljóp 25 milur í sprettinum, og svo illa útleik-
inn, að félagar hans foröuðust hann í þrjár vikur á
eftir.
— Ég hefi auðvitað mína galla eins og aðrir. — —
— Já, það hefirðu efalaust!
— Svo, — hvaöa gallar eru það þá?
Karl nokkur hafði heyrt, að nágranni hans hefði
orðið bráðkvaddur. Karl varð dauðskelkaður og sagði:
sfað vona ég, að Guð almáttugur gefi, að ég verði
ekki sjálfdauður!*
»Hver hefir nú skorið af Tunglinu?* spurði strákur,
er hann í fyrsta sinni tók eftir því fyrirbrigði, að fullt
tungl fór minnkandi, —
Sami strákur sagði einnig, er hann heyrði manns-
lát í fyrsta sinni: — »Hver skar hann?*
— Hversvegna liggur svona illa á þér?
— Ég held svo sem, að ég hafi ástæðu til þess,
Ég fann ekki aftur ferðakoffortið mitt á afgreiðslunni
og heimtaöi svo 300 krónur í skaðabætur.
— Jæja, fékkstu svo peningana ?
-- Nei, þeir þurftu endilega að finna koífortið,
— Hvorn okkar lízt þér bezt á, Sigga ?
— Ég þori ekki að segja það, því þá verðurðu reiður.