Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 2
Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þær fela meðal annars í sér að einungis tíu manns verður leyft að koma saman, og sagði Hall- dór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, í samtali við mbl.is í gærkvöldi að aðgerðirnar væru augljóslega mjög íþyngjandi og myndu setja strik í reikninginn hjá fjölda fyrir- tækja. Hann væntir þess að stjórn- völd kynni frekari stuðningsaðgerðir fyrir fyrirtæki eftir helgi. „Ljóst er að tíu manna samkomu- bann og lokun fjölda fyrirtækja mun þýða að ríkissjóður þarf að stíga fram með trúverðugar efnahags- aðgerðir sem stuðning við þau fyrir- tæki sem er gert að loka eða þurfa að þola verulega skerta starfsemi,“ sagði Halldór Benjamín. Sagðist hann hafa lagt áherslu á að komið yrði til móts við þau fyrir- tæki sem yrðu verst úti í aðgerð- unum. „Ég vænti þess að strax eftir helgi verði nánari útfærsla birt á þeim efnahagsaðgerðum sem sýnt var á spilin með í dag. Enda má ís- lenskt atvinnulíf engan tíma missa.“ Erfitt fyrir alla Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala og formaður farsóttanefndar, sagð- ist í gær vonast til að nýju sótt- varnaaðgerðirnar myndu duga til þess að ná daglegum smitfjölda nið- ur og þar af leiðandi minnka álagið á heilbrigðiskerfinu. „Það eru allir með sting í hjartanu yfir að þurfa gera þetta enda erfitt fyrir alla,“ sagði Már í samtali við mbl.is. Már telur að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að herða sótt- varnaaðgerðir enn frekar hafi verið skynsamleg með tilliti til hagsmuna spítalans og heilbrigðiskerfisins í heild. Bindur hann vonir við að þær verði til þess að verkefnið sem spít- alinn hefur staðið frammi fyrir verði viðráðanlegra. Mönnun efld Spurður út í stöðuna segir hann spítalann halda sjó eins og er. Lítið aðstreymi hafi verið á bráða- móttökuna síðastliðna daga og það hjálpi til við að draga úr álaginu. „Svo hefur maður líka gengið und- ir manns hönd. Starfsemi hefur víða verið endurskipulögð, mönnun efld á gjörgæsludeildum og dregið hefur verið úr skurðstofu- og daggöngu- deildarstarfsemi svo hægt sé að endurraða inn á legudeildirnar.“ „Íslenskt at- vinnulíf má eng- an tíma missa“ - Ríkið komi með trúverðugar efna- hagsaðgerðir - Skynsamlegt að herða Már Kristjánsson Halldór Benjamín Þorbergsson 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 ÍTALÍA 2022 ÚRVAL ÚTSÝN SÍMI 585-4000 | WWW.UU.IS SKÍÐAFRÍ Á MADONNA Nú eru örfá sæti laus í skíðaferðirnar okkar í janúar og febrúar til Ítalíu. Í skíðaferðunum okkar geta farþegar valið um tvenn skíðasvæði, Madonna og Pinzolo. Kláfur tengir svo bæði skíðasvæðin saman, svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin á meðan á ferðinni stendur Þaulvanir skíðafararstjórar Úrval Útsýn þau Dinna og Helgi taka vel á móti þér í fjallinu. 22. - 29. JANÚAR VERÐ FRÁ 146.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA’ 29. JAN.- 05. FEB. VERÐ FRÁ 146.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 05. - 12. FEBRÚAR VERÐ FRÁ 136.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil loðnuveiði síðustu dægur hefur orðið til þess að vinnslan í landi ann- ar ekki aflanum. Tvö loðnuskip á vegum Síldarvinnslunnar sigldu í gær með aflann, Beitir NK áleiðis til Noregs með 3.000 tonn en síðdegis var ekki ákveðið hvert Polar Amma- sak sigldi. Loðnan er orðin hæf til manneldis og hófst manneldisvinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í gær. Afar góð loðnuveiði var í fyrradag og skipin voru einnig að fá góð hol í fyrrinótt, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar. Vilhelm Þor- steinsson EA landaði um 2.600 tonn- um í Neskaupstað og fór hluti aflans til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, að því er fram kemur á vef Samherja. Fram til þessa hafði öll loðnan farið til fram- leiðslu á mjöli og lýsi. Loðnan sem veiðist er að stækka og þess vegna líkur á að meira fari til manneldis. Löndun á frystingarloðnu úr Hákoni hófst í gær og Bjarni Ólafsson AK kemur í kjölfar hans. Barði NK fyllti sig í fyrrakvöld og var á leið til Akra- ness. Sömuleiðis var Polar Amaroq á landleið eftir að hafa fyllt sig í tveim- ur holum. Fyrstu norsku loðnuskipin sigldu áleiðis á loðnumiðin í gær. Beitir NK og Polar Ammasak, skip á vegum Síldarvinnslunnar, voru á miðunum í gær og var talið líklegt að þau myndu sigla með aflann. Beitir hélt áleiðis til Noregs með 3.000 tonn en ekki lá fyrir hvert grænlenska skipið myndi sigla. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, segir að mikil veiði sé ástæða þess að siglt er með aflann. Í jafn stórum vertíðum og nú er vanti afkastagetu í landi til að nýta loðnukvótann. Bendir hann á að afkastagetan í landi sé um 12 þús- und tonn á sólarhring en veiðigetan geti farið upp í 50 þúsund tonn. Hins vegar sé næg afkastageta í vinnslum við Norður-Atlantshaf og sjálfsagt að nýta hana. Gunnþór segir alltaf jákvætt þeg- ar loðnufrysting hefst. Hins vegar taki tíma að stilla saman strengi í fiskiðjuverinu í upphafi nýrrar ver- tíðar. Hann segist gjarnan hefðu vilj- að sjá stærri loðnu í frystiöskjunum en það standi vonandi til bóta. Skip sigla með loðnu til Noregs - Vinnslan í landi hefur ekki við veið- unum þegar vel gengur á miðunum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Loðna Mokveiði hefur verið hjá loðnuskipunum og vinnslurnar í landi hafa ekki undan. Biðröð er við sumar vinnslurnar og skip að sigla með aflann. Þessi tignarlega álft beið fyrir utan Ráðhús Reykjavík- ur í gær og heilsaði þar gestum og gangandi sem lögðu leið sína í húsið, sem og þeim sem áttu bara leið hjá. Lífið gekk enda sinn vanagang við Tjörnina þar sem álftir og endur synda flesta daga í mestu makindum og kynna sér mannlífið í miðborginni. Morgunblaðið/Eggert Álft í mestu makindum við Ráðhúsið Fram undan er annasöm helgi í sýnatökum hjá Heilsugæslunni á höfuð- borgarsvæðinu. Um eitt þúsund börn eru væntanleg í sýnatöku í dag. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. Í vikunni hefur fjöldi smita komið upp í grunnskólum og fjölmörg börn því verið send í sóttkví eða smitgát. Því er ljóst að þau börn sem voru út- sett fyrir smiti í vikunni byrja að mæta í sýnatöku á morgun. Að sögn Ragnheiðar eru þau um eitt þúsund talsins. „Það verður mikið fjör hjá okkur um helgina á Suðurlandsbrautinni,“ segir Ragnheiður. Þúsund börn í sýnatöku í dag NÓG AÐ GERA Á SUÐURLANDSBRAUTINNI UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.