Morgunblaðið - 15.01.2022, Qupperneq 4
10 Almennar
fjöldatak-
markanir fara úr
20 í 10 manns
2 Áfram
2metra
nálægðar-
mörk og
óbreytt-
ar reglur
um
grímu-
skyldu
20 Áfram 20
manns að
hámarki í rými á
veitingastöðum
og óbreyttur
afgreiðslutími
50 Sviðslistir
heimilar með
allt að 50 áhorf-
endum í hólfi
Ekki lengur
heimild til auk-
ins fjölda með
hraðprófum
50%
Sund-, bað-
staðir, líkams-
ræktarstöðvar
og skíðasvæði
áframmeð
50% afköst
50 Íþróttakeppnir
áfram heimilar
með 50 þátttakendum
en án áhorfenda
200
Hámarksfjöldi í
verslunum er nú
200 manns
í stað 500
Skemmtistaðir
eru lokaðir,
einnig krár og
spilasalir
Fjöldi innanlandssmita og innlagna á LSH með Covid-19 frá ársbyrjun 2021
Hertar takmarkanir innanlands
800
700
600
500
400
300
200
100
0
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan.
206
Heimild: Stjórnarráðið,
LSH og covid.is
1.133 ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
9.671 ermeð virkt smit
og í einangrun
11.061 einstaklingur
er í sóttkví
154
LOKAÐ
Fjöldi staðfestra smita innanlands
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð Covid-19-smit
42 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,þar af
átta á gjörgæslu, fjórir í öndunarvél 44 einstaklingar
eru látnir
88 virk smit greindust
á landamærum
1.553
44
1.133
Gilda til og með 2. febrúarHarðari
takmarkanir
- Tíu mega koma saman - Skemmti-
stöðum, krám og spilasölum lokað
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Aðgerðir voru hertar á miðnætti í
þeirri viðleitni að stemma stigu við
útbreiðslu kórónuveirunnar. Ríkis-
stjórnin ræddi stöðu og horfur í Cov-
id-19-faraldrinum á fundi sínum í
gær. Tilkynnt var um hertar aðgerð-
ir að fundinum loknum.
Þær helstu eru að almennar sam-
komutakmarkanir miðast við tíu
manns að hámarki. Heimild til auk-
ins fjölda fólks á viðburðum með
hraðprófum féll brott. Hámarks-
fjöldi í verslunum fór úr 500 í 200
manns og skemmtistöðum, krám,
spilasölum og spilakössum lokað.
Áfram gilda tveggja metra ná-
lægðarmörk og reglur um grímu-
skyldu eru óbreyttar. Sviðslistir eru
heimilar með allt að fimmtíu áhorf-
endum í hólfi. Sund- og baðstaðir,
líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði
verða áfram opin með helmings af-
köstum. Íþróttakeppnir verða áfram
heimilar með 50 þátttakendum en án
áhorfenda. Reglugerð sem inniheld-
ur hinar hertu takmarkanir gildir til
2. febrúar nk.
Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar
sóttvarnalæknis til Willums Þórs
Þórssonar heilbrigðisráðherra kem-
ur fram að markmið aðgerða nú ætti
að vera að halda áfram uppbyggingu
á heilbrigðis- og spítalakerfi landsins
samhliða því að ná fjölda samfélags-
legra smita niður í viðráðanlegan
fjölda. Það er um 500 smit á dag ef
reiknað er með að 0,2-0,3% greindra
þurfi á spítalavist að halda.
Þrátt fyrir harðari takmarkanir í
desember hafi innanlandssmitum og
smitum á landamærum í fyrstu farið
fjölgandi. Einnig fjölgaði innlögnum
á Landspítala. Smitin náðu hámarki
30. desember síðastliðinn þegar þau
voru um 1.500 talsins. Eftir það tók
þeim að fækka og hafa þau haldist
nokkuð stöðug í kringum 1.100 á dag
síðustu daga.
Í fyrradag greindust 1.133 með
kórónuveiruna innanlands og voru
49% í sóttkví við greiningu. Þá
greindust 88 smitaðir á landamær-
unum eða samtals 1.221.
Á Landspítala lágu 42 sjúklingar í
gærmorgun með Covid-19, sex voru
á gjörgæslu og fjórir þeirra í önd-
unarvél.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðstafanir kynntar F.v.: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddu við fjölmiðla.
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar
Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands.
Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem miðar að
því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið
í arf.
Styrkfjárhæðin nemur fjórum milljónum króna og verður henni úthlutað
í maí 2022. Heimilt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða fleiri
umsækjenda.
Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2022. Sótt er um styrkinn í gegnum
heimasíðu bankans: www.sedlabanki.is/menningarstyrkur.
Nánari upplýsingar: Sigrún María Einarsdóttir á skrifstofu seðlabankastjóra.
auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
S E Ð L A B A N K I Í S L A N D S
Kalkofnsvegi 1 · 101 Reykjavík · 569 9600 · seðlabanki@sedlabanki . is
Veitingastyrkir sem til stendur að
veita fyrirtækjum í veitingarekstri
sem hafa orðið fyrir sérstaklega
miklum áhrifum af sóttvarnareglum
og minnkandi umsvifum geta numið
allt að tólf milljónum króna. Þetta er
meðal aðgerða sem ráðherrar
kynntu að loknum ríkisstjórnarfundi
í gær vegna hertra sóttvarnareglna.
Þessum fyrirtækjum getur staðið til
boða að sækja um veitingastyrki
vegna minni tekna frá desember sl.
og út marsmánuð.
Einnig er að því stefnt að fyrir-
tæki í tilteknum flokkum veitinga-
þjónustu, sem hafa orðið að sæta
takmörkunum á afgreiðslutíma, fái
að fresta staðgreiðslu skatta og
greiðslu tryggingagjalds. Hægt
verði að fresta allt að tveimur
greiðslum á staðgreiðslu og trygg-
ingagjaldi.
Þá kemur fram í tilkynningu að
enn fremur er unnið að framleng-
ingu lokunarstyrkja í ljósi hertra
takmarkana og minnt er á að í fjár-
lögum ársins 2022 er veitt heimild
fyrir greiðslu styrkja til íþrótta- og
æskulýðsfélaga sem hafa orðið fyrir
tekjutapi vegna viðburða sem fella
þurfti niður vegna faraldursins.
omfr@mbl.is
Allt að 12 milljóna
veitingastyrkir
- Lokunarstyrkir - Gjalddögum frestað
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI