Morgunblaðið - 15.01.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Fulltrúar launamanna í stjórn
Birtu lífeyrissjóðs
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að
taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2022 til 2024.
Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.10) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta
tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu
og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu
stjórnarmanna.
Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára og
einn varamann (konu) til tveggja ára í stjórn sjóðsins.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu
framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið
valnefnd@birta.is fyrir kl. 16:00 mánudaginn 31. janúar 2022.
• vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð.
• ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar.
• vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv.
31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi
lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim
kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum
lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar.
• Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir
uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu.
;22:- 0)0:-5 *..2<,506:- *1 ,+4(-0:-34'-5=& 7-:19/=,8!=*92:=5=$!#-2<,506*0: /6
,4(=500 1) #00: ) "870*1 95-+:%5,
ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU
Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
fellt niður gjaldþrotaskipti fyrir-
tækisins Knoll og Tott ehf. Tilkynn-
ing þessa efnis var birt í Lögbirt-
ingablaðinu í gær.
Eins og fram kom í frétt hér í
blaðinu 30. desember sl. var bú Knoll
og Tott ehf. tekið til gjaldþrota-
skipta með úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur uppkveðnum 15. des-
ember 2021.
Með úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur uppkveðnum 10. janúar
2022 var málið endurupptekið og
réttaráhrif úrskurðar um töku bús
Knoll og Tott ehf. til gjald-
þrotaskipta felld niður.
Knoll og Tott ehf. var stofnað árið
2017. Tilgangur félagsins er húsa-
smíði og önnur verktakastarfsemi,
eignarhald og útleiga fasteigna,
lánastarfsemi og skyldur rekstur.
Héraðsdómur afturkallar gjaldþrotaskipti
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í byrjun hvers árs kemur alltaf tals-
verður hópur fólks til okkar og leitar
eftir þjónustu. Ég vona að þær tak-
markanir sem við höfum nú þurft að
setja í starfsem-
inni lengi ekki
biðlista úr hófi,
heldur jafnist
þetta út á nokkr-
um vikum,“ segir
Einar Her-
mansson, formað-
ur SÁÁ. Vegna
sóttvarna eru nú
á hverjum tíma 40
sjúklingar í stað
60 í áfengis- og
vímuefnameðferð á Vogi. Sjúkrahús-
inu er jafnframt skipt upp í fjögur
aðskilin hóf, til að draga úr hættu á
smitum. Á þrettándanum kom upp
kórónuveirusmit á Vogi, en tekið var
á málinu strax með aðgerðum sem
dugðu til.
Biðin eftir hjálpinni
er alltaf sársaukafull
Um 600 manns bíða þess nú að
komast í meðferð á Vogi, en innlögn-
um er forgangsraðað eftir því hve
bráður vandi viðkomandi sjúklings
er. Að jafnaði eru fimm til sex sjúk-
lingar teknir inn og útskrifaðir á
degi hverjum. „Bið eftir því að fá
nauðsynlega hjálp í erfiðum veikind-
um með allri þeirra þjáningu sem
slíku fylgir er í eðli sínu sársaukafull.
Ég vonast því til að starfsemin hér
komist sem allra fyrst á eðlilegt ról,“
segir Einar.
Að jafnaði leggjast um 2.200
manns inn á Vog, en sóttverjandi að-
gerðir í fyrra réðu því að í fyrra voru
innlagnirnar 1.862. Kórónuveirufar-
aldurinn hefur annars leitt í ljós
vanda og veikindi margra varðandi
áfengis- og vímuefnanotkun. Neysla
margra er sömuleiðis dulin, til dæm-
is meðal kvenna sem eru komnar á
eða yfir miðjan aldur.
„Fólk virðist í talsverðum mæli
vera heima að þjóra, margir þá til
dæmis í einveru sem kemur til vegna
veiruvarna. Ákveða svo að lokum að
leita til okkar eftir aðstoð, um þetta
höfum við séð mörg dæmi á allra síð-
ustu misserum,“ segir formaður
SÁÁ.
Margir bíða eftir
meðferð á Vogi
- Margir í vímuvanda á tímum veiru
Morgunblaðið/Eggert
Vogur Í dag eru þar 40 sjúklingar í
meðferð í húsi sem er hólfaskipt.
Einar
Hermannsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ríkissáttasemjari mun hitta samn-
inganefndir Félags grunnskólakenn-
ara og Sambands íslenskra sveitar-
félaga í næstu viku. Samningavið-
ræður hefjast líklega fljótlega í
framhaldi af því. Sem kunnugt er
felldu grunnskólakennarar kjara-
samning sem gerður var 30. desem-
ber sl. með nærri 3⁄4 hlutum atkvæða.
Atkvæði voru greidd um samninginn
7.-13. janúar.
Byggður á lífskjarasamningi
„Grunnskólakennarar fengu
sama samning og aðrir viðsemjend-
ur okkar hafa fengið, það er á þess-
um lífskjarasamningsgrunni,“ sagði
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga. „Samninganefnd
grunnskólakennara féllst á samn-
inginn og undirritaði. En svo kom
þessi niðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar sem kom mér verulega á
óvart því samningurinn var kolfelld-
ur. Það segir okkur að einhver gjá
er á milli forystunnar og félags-
manna, en hvers vegna veit ég
ekki,“ sagði Inga Rún. En getur
heimsfaraldurinn og ástandið sem
hann hefur valdið m.a. í skólunum
hafa haft áhrif?
„Það er ekki gott að segja. Tíma-
setningin var mjög erfið og ástandið
í skólunum og þjóðfélaginu gríðar-
lega þungt. Það var umræða í að-
draganda atkvæðagreiðslunnar um
hvenær ætti að byrja aftur skólahald
vegna faraldursins. Hann mæðir
þungt á kennurum eins og okkur öll-
um,“ sagði Inga Rún. „En það verð-
ur líka að halda því til haga að Covid-
faraldurinn var ekki á samninga-
borðinu. Menn verða að greina á
milli kjarasamningsins og þess sem
honum tilheyrir og svo ástandsins
sem við tökumst öll á við utan Karp-
hússins.“
Niðurstaðan var mjög skýr
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir,
formaður Félags grunnskólakenn-
ara, segir að niðurstaða atkvæða-
greiðslu um kjarasamninginn hafi
verið mjög skýr. Það hafi verið lýð-
ræðislegur réttur félagsmanna að
taka afstöðu til samningsins og virða
beri niðurstöðuna.
„Á bak við niðurstöðuna liggja alls
konar ástæður þeirra sem kusu. At-
kvæðagreiðslan var rafræn og hver
einstaklingur tók afstöðu til þess
sem lá á borðinu út frá sínum skoð-
unum,“ sagði Þorgerður. Hún segir
hægt að geta sér til um einhverjar
ástæður þess hvernig kosningin fór,
en það verði bara ágiskanir.
En getur tímasetning atkvæða-
greiðslunnar og áhrif faraldursins á
sama tíma hafa haft áhrif?
„Þetta getur hafa haft áhrif á báða
bóga. Við erum í ótryggu ástandi en
það er engin leið að draga þá ályktun
að fólk hafi valið já eða nei vegna
ástandsins,“ sagði Þorgerður. Hún
taldi ekki hægt að taka neina aðra af-
stöðu til niðurstöðunnar en þá að
hún var mjög skýr. Félagsmenn hafi
hafnað kjarasamningnum.
„Nú þurfum við að bretta upp
ermar og fara aftur í viðræður. Við
munum leita lausna og lausnin mun
felast í samtalinu,“ sagði Þorgerður.
Fyrri kjarasamningur grunn-
skólakennara við sveitarfélögin rann
út 1. janúar sl. Þorgerður segir það
vera yfirlýst markmið stjórnvalda að
nýr kjarasamningar taki gildi þegar
gildistíma fyrri samnings lýkur. Það
hafi verið samið innan tímamarka
þótt samningurinn hafi verið felldur.
Hitta sáttasemjara í næstu viku
- Ríkissáttasemjari kallar samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitar-
félaga til fundar - Kjaraviðræður hefjast væntanlega í framhaldi af því - Samningurinn var kolfelldur
Morgunblaðið/Hari
Skrift Ekki fékkst mynd af undirritun samnings grunnskólakennara og sveitarfélaga því hún var gerð rafrænt.