Morgunblaðið - 15.01.2022, Síða 11
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Með fyrirhugaðri stækkun
hafnarmannvirkja á Torfunefi
verður til land á mjög dýrmætum
stað í bænum, sem opnar ýmsa
möguleika sem verða án vafa
aðdráttarafl fyrir íbúa, nærsveit-
armenn og ferðamenn,“ segir Sig-
ríður María Róbertsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Hafnasamlagi
Norðurlands. Lengi hefur staðið til
að ráðast í endurbyggingu Torfu-
nefsbryggju sem er í miðbæ Ak-
ureyrar og er það verkefni nú í
sjónmáli.
Hafnasamlag Norðurlands í sam-
vinnu við Akureyrarbæ og Arki-
tektafélag Íslands hefur auglýst
hugmyndasamkeppni um skipulag
Torfunefs en öll samkeppnisgögn
er að finna á vef félagsins. Sam-
keppnin stendur til loka marsmán-
aðar og niðurstaða verður kynnt
27. apríl næstkomandi.
Vaxandi aðsókn inn á svæðið
Fyrirhugað er að reisa stálþils-
bryggju töluvert utar en núverandi
þil er, stækka uppland bryggj-
unnar og auka þannig nýting-
armöguleika þessa svæðis en það
verður um 0,9 hektarar og er aust-
an Glerárgötu. Sigríður María seg-
ir að ásókn inn á þetta svæði fari
vaxandi, æ fleiri minni skemmti-
ferðaskip komi til Akureyrar og
hafnsækin þjónusta hefur aukist
mjög í bænum á liðnum árum.
Sigríður María
segir megin-
markmið verk-
efnisins að
byggja upp lág-
reist og lifandi
hafnarhverfi með
fjölbreyttri
starfsemi á Torf-
unefi, í hjarta
Akureyrar.
„Í húsnæði
sem byggt verður upp á svæðinu
verður fjölbreyttur rekstur og
starfsemi, ferðaþjónusta, veitinga-
rekstur, verslanir, sýningarrými,
vinnustofur eða skrifstofurými svo
eitthvað sé nefnt,“ segir hún.
Undanfarin ár hefur hvalaskoð-
unarfyrirtæki haft aðstöðu innan
svæðisins og er gert ráð fyrir að lít-
il skemmtiferðaskip, hvalaskoð-
unarbátar og önnur hafnsækin
ferðaþjónusta nýti Torfunefið
áfram. „Sú þjónusta passar sérlega
vel með þeirri uppbyggingu sem
fram undan er á svæðinu og mun
án efa auka upplifun gesta.“
Uppbygging í lok næsta árs
Uppfylling við höfnina er þegar
hafin, en Sigríður María segir að
stefnt sé að því að reka nýtt þil nið-
ur við Torfunefsbryggju næsta
haust. Vorið 2023 er ráðgert að
steypa kantinn og að því loknu
verður þekjan gerð klár. „Í lok
næsta árs eða byrjun árs 2024
verður komið að uppbyggingu á
nýju hafnarhverfi.“
Stækkun við Torfunefsbryggju
- Opin samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu Torfunefssvæðisins á
Akureyri - Verðmætt land í hjarta bæjarins - Hafnsækin þjónusta hefur aukist
Teikning/Hafnasamlag Norðurlands
Torfunef Með stækkun hafnarmannvirkja við Torfunef verður til nýtt land.
Ljósmynd/Hafnasamlag Norðurlands
Akureyri Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs.
Sigríður María
Róbertsdóttir
„Mál er varða samræmt námsmat í
grunnskólum eru í vinnslu í ráðu-
neytinu. Ráðgert er að tilkynna
skólasamfélaginu um fyrirkomulag
og næstu skref í því verkefni á
næstu vikum,“ sagði í svari mennta-
málaráðuneytisins við fyrirspurn
Morgunblaðsins um tímasetningu og
fyrirkomulag samræmdra prófa í
vetur. M.a. var spurt hvort áhersla
yrði lögð á skrifleg próf vegna þess
að rafræn próf gáfust ekki vel.
Stjórnendur grunnskóla bíða enn
upplýsinga um fyrirkomulag sam-
ræmdu prófanna. Nokkur óánægja
er í þeirra röðum vegna seinagangs í
að veita þær upplýsingar, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Arnór Guðmundsson, forstjóri
Menntamálastofnunar, segir að unn-
ið hafi verið að þróun á Matsferli,
nýju námsmatstæki sem metur
stöðu nemenda jafnt og þétt auk
stærri matsprófa. Mögulega verður
einnig prófað í fleiri greinum en áð-
ur í samræmdum prófum. Í undir-
búningi er að bjóða út nýtt rafrænt
prófakerfi í stað eldra kerfis sem
ekki virkaði. Prófum sem áttu að
vera í haust í 4. og 7. bekk var frest-
að til vors og einnig stóð til að próf í
9. bekk yrði í mars.
„Það er til skoðunar í ráðuneytinu
hvernig tilhögun á þessum prófum
verður í ár. Við bíðum eftir svörum
um það,“ sagði Arnór. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór
Samræmd próf Óvissa er um fram-
kvæmd prófanna. Mynd úr safni.
Óvissa um
samræmdu
prófin
- Málið í vinnslu í
ráðuneytinu
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022
Skipholti 29b • S. 551 4422
Vetrar-
yfirhafnir
Stór-
útsala
30-70%
afsláttur
LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is
Meiri verðlækkun!
40-60% afsláttur
af fatnaði og skóm
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Sendu um allt land!
hjahrafnhildi.is
„Því miður hefur
þetta reynst okk-
ur svolítið erfitt.
Við höfum sett
okkar reyndasta
fólk í að taka á
móti börnum og
erum sífellt að
þjálfa fleiri svo
hægt sé að gera
þetta eins vel og
hægt er,“ segir Óskar Reykdalsson,
forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins.
Umboðsmaður barna hefur ný-
verið gert athugasemdir við fram-
kvæmd sýnatöku hjá börnum, bæði
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og
hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins á Suðurlandsbraut. Ósk-
ar kveðst í samtali við Morgun-
blaðið hafa svarað bréfi Salvarar
Nordal, umboðsmanns barna, og
fagnar þeim athugasemdum og
ábendingum sem berast svo bæta
megi aðstöðuna.
„Við reynum að hafa þetta eins
barnvænt og unnt er en ofboðs-
legur fjöldi gerir okkur erfitt fyrir.
Auðvitað þarf að sinna börnum með
öðrum hætti en fullorðnum og við
reiknum með að allt að fimm sinn-
um lengri tíma þurfi í sýnatöku fyr-
ir börnin. Stundum koma fleiri
börn en reiknað var með og þá er
meiri hasar en ella,“ segir Óskar
sem býst við strembnum degi í dag
þegar um eitt þúsund börn undir
átta ára aldri losna úr sóttkví. „Í
næstu viku getum við átt von á upp
undir tvö þúsund börnum einhverja
daga.“ hdm@mbl.is
Upp undir tvö þús-
und börn dag hvern
Óskar Reykdalsson
Allt um sjávarútveg