Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 14

Morgunblaðið - 15.01.2022, Side 14
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vakning er að verða meðal íslenskra stórfyrirtækja um að hefja skógrækt á eigin jörðum til að kolefnisjafna starfsemi sína. Þrjú einkafyrirtæki hafa gert samninga við Skógræktina um ráðgjöf við ræktunina og að minnsta kosti fimm til viðbótar eru í viðræðum um það. Þá er mikill áhugi meðal erlendra samtaka sem hafa milligöngu um kolefnisjöfnun og stór- fyrirtækja um að hefja skógrækt hér á landi í sama til- gangi. „Það er stefna ríkistjórnarinnar að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040,“ segir Þröstur Eysteins- son skógræktar- stjóri og heldur áfram: „Ef Ísland ætlar að ná þessu markmiði þurfa allir að huga að sín- um kolefnismálum. Öll fyrirtæki verða að gera það og að lokum allir einstaklingar líka. Menn vita að það er alvara í þessu en vita ekki hvernig á að standa að málum. Tíminn líður og átján ár eru ekki langur tími. Fyrir- tækin þurfa að undirbúa sig. Mörg þeirra veðja á að hluti af lausninni verði að binda kolefni með skógrækt eða á annan hátt enda er skógrækt nærtæk og gerleg.“ Þröstur nefnir að Skógræktin hafi fengið það hlutverk með nýjum lög- um sem ítrekað hafi verið með ákvæðum í stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar að stuðla að aukinni kolefnisbindingu með skógrækt. Það sé því áhersluatriði hjá stofnuninni. Fyrirkomulagið tilbúið Skógræktin hefur hrundið af stað verkefninu Skógarkolefni til að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Verða skógarnir sem ræktaðir eru samkvæmt þessu gæðakerfi hæfir til skráningar í Loftslagsskrá Íslands. Fyrsta fyrirtækið til að ganga inn í þetta kerfi var Festi hf. sem er að undirbúa skógrækt á jörð sinni, Fjarðarhorni í Hrútafirði. Eskja á Eskifirði hefur einnig samið við Skóg- ræktina um að veita ráðgjöf við þróun kolefnisverkefnis í landi jarðarinnar Freyshóla á Fljótsdalshéraði. Nú hef- ur Síldarvinnslan í Neskaupstað keypt jörðina Fannardal í Norðfirði og áformar að nýta hana til skógrækt- ar. Viðræður eru við Skógræktina um að veita ráðgjöf við það verkefni. Þá hefur Orkubú Vestfjarða gert verk- samning um þróun kolefnisverkefnis á þremur jörðum fyrirtækisins í Arn- arfirði. „Okkur finnst þetta spennandi tímar og fögnum framtaki fyrirtækj- anna,“ segir Þröstur. Hann segir að Skógræktin sé að ræða við að minnsta kosti fimm einka- fyrirtæki til viðbótar um svipuð verk- efni auk sveitarfélaga. Þá séu all- margir erlendir aðilar í viðræðum eða að spyrjast fyrir um möguleika á skógrækt á Íslandi. Skógræktin hef- ur samið við þrenn erlend samtök sem gefi fólki og fyrirtækjum kost á að kolefnisjafna sig og á í viðræðum við fimm til viðbótar. Þá segir Þröstur að erlend fyrirtæki, sum stór, hafi haft samand og vilji kolefnisjafna starfsemi sína með skógrækt á Ís- landi. Fjármagna plöntun hér Erlendu samtökin sem Skógræktin hefur þegar samið við fjármagna skógrækt á jörðum sem Skógræktin hefur umsjón með. Annars segir Þröstur að fyrirkomulagið geti verið með ýmsum hætti. Fyrirtækin geti keypt jarðir eins og sagt er frá hér að framan, samið við Skógræktina um að fjármagna skógrækt á jörðum hennar eða samið við bændur eða aðra land- eigendur um að rækta fyrir þá skóg. Þá er möguleiki að taka upp samstarf við Kolvið eða önnur slík samtök. Þröstur segir að þegar landeigandi gerir slíka samninga sé hægt að planta mörgum trjám á stuttum tíma og rækta skóginn hratt. Kaupa jarðir til að binda kolefni - Íslensk stórfyrirtæki semja við Skógræktina um ráðgjöf við þróun kolefnisverkefna á jörðum sínum og fleiri eru í viðræðum - Verulegur áhugi er erlendis frá á þátttöku í skógrækt hér á landi Morgunblaðið/Eggert Skógur Ræktun trjáa tekur langan tíma en eigi að síður hefst kolefnisbinding skógarins tiltölulega fljótt. Þröstur Eysteinsson 14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2022 ÚTSALA 20% - 50% - 70% Opið: mánudaga til föstudaga kl. 9-18 laugardaga kl. 11-16 rafkaup.is Opnaðar hafa verið hjá Ríkis- kaupum umsóknir um þátttöku í ástandsskoðun á eldri fasteignum Landspítalans. Alls skiluðu sjö fyrir- tæki inn umsóknum um að taka að sér þetta verkefni. Húsnæði Landspítala er alls um 150.000 fermetrar og staðsett á mörgum stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Þörf er á viðhaldi á mörg- um þessara eigna. „Þessi mikli áhugi kom okkur ánægjulega á óvart. Þetta er mjög mikilvægt verkefni enda er horft til framtíðar. Ástand eignanna verður greint. Það má segja að greining sé tvíþætt. Í fyrsta lagi er greint hvern- ig viðhaldástand eignanna er og í öðru lagi hvernig byggingarnar henta starfsemi Landspítala. Þetta eru mikilvægar upplýsingar fyrir ákvarðanatöku um framtíðarnotkun eignanna,“ segir Ingólfur Þórisson, sviðsstjóri þróunar hjá NLSH, í til- kynningu á heimasíðu Hringbraut- arverkefnisins. Unnið er að því að fara yfir til- boðin og reiknar Ingólfur með að verkefnið fari af stað í febrúar nk. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Spítalinn á margar fasteignir víða á höfuðborgarsvæðinu. Ástand eigna Land- spítala verður metið - Húsnæði Landspítala um 150.000 m2 „Við erum á tánum í umhverf- ismálum, eins og öll önnur fyrir- tæki. Skógrækt á þessu landi dug- ar aðeins til að kolefnisjafna hluta af okkar starfsemi og við þurfum að taka stærri skref inn í framtíð- ina. Það er alveg ljóst að Ísland býr yfir tækifærum til skógræktar og raunhæft er að hrinda þeim í framkvæmd,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað, um kaupin á jörð í Norðfirði í þeim til- gangi að hefja bindingu kolefnis á móti kolefnislosun sem fyrirtækið veldur með starfsemi sinni. Fannardalur er innsta jörðin í Norðfjarðarsveit. Þar verða 300 til 400 hektarar nýttir til skóg- ræktar. Fjórar ár renna um land jarð- arinnar og eru taldir möguleikar til virkjunar þeirra. Þar hefur ver- ið leitað eftir heitu vatni og eru vísbendingar um að frekari leit geti skilað árangri. Unnið er að undirbúningi áætlunar um gróðursetningu í samstarfi við Skógræktina en tímasetningar hafa ekki verið ákveðnar. Þá segir Gunnþór að verið sé að fá ráðgjafa til að gera forathugun á virkjanamögu- leikum. Þá nefnir hann að jörðin sé í nágrenni við vatnsverndar- svæði og talið sé mikilvægt að hún sé höndum Norðfirðinga. Gunnþór bendir á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, eins og Síldarvinnslan, séu háð því að brenna jarðefnaeldsneyti. Ekki séu raunhæfir möguleikar að losna undan því nú þótt ef til vill finnist lausnir á næstu áratugum. Skref í þá átt að gera starfsemina kolefnishlutlausa sé að hefja bind- ingu kolefnis. Síldarvinnslan hefur náð ár- angri í þessum efnum með rafvæð- ingu fiskimjölsverksmiðja fyrir- tækisins, endurnýjun fiski- skipaflotans með kaupum á nýjum og sparneytnari skipum og upp- setningu landtengingar rafmagns við fiskiðjuverið í Neskaupstað. Nú er unnið að landtengingu við fiskimölsverksmiðjuna í Neskaup- stað. Bakslag kom í þessa þróun þegar Landsvirkjun tilkynnti seint á síðasta ári að takmarka þyrfti orkuafhendingu til fiskimjölsverk- smiðjanna vegna lélegs vatnsbú- skapar á hálendinu. Þess vegna þarf að reka verksmiðjurnar með jarðefnaeldsneyti á loðnuvertíð- inni. - Kaupa Fannardal í Norðfirði til að binda kolefni - Möguleikar á vatnsaflsvirkjun og öflun á heitu vatni Gunnþór Ingvason Síldarvinnslan í skógrækt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.